Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Alpina on October 22, 2005, 18:16:09
-
Sá þennann bíl um daginn,,,, veit einhver söguna ((gróflega))
vél osfrv.
Hefði gaman ef einhver vissi
-
Þetta er gamli hans Mola hér á spjallinu, láttu hann segja þér allt um bílinn.
-
sæll, smá fróðleik segirðu... bíllinn kom til landsins 1974, hann er fyrst skráður 19.02.74 síðan þá er hann búin að vera vítt og breitt um landið, 1987 eignaðist Garðar Þór Ingvarsson bifvélavirki bílinn og gerði hann upp frá A-Ö reif hann niður í skel, ég á engar myndir af því en sá margar myndir úr uppgerðinni hjá honum, hann setti á hann framenda af ´71 Challenger eftir að hafa lent í smávægilegu óhappi, 383cid vélina sem mér skilst kom úr 1970 Cudu, R-706 (ekki viss) breytti að ´80s stíl hækkaði hann upp að aftan og setti á hann spoiler sem kom af brúna HEMI Challengernum, skipti um frambretti o.þ.h, hann seldi bílinn norður til Akureyrar þar sem hálfbróðir hans eignaðist bílinn og stóð bíllinn úti fyrir utan hlöðu fyrir utan Akureyri einhver í 5 ár að mér skilst. 1998 var hann seldur til Hveragerðis þar sem hann uppgekkst aðra uppgerð,
þar var skelin á honum tekin í gegn og hann mikið ryðbættur, m.a. var skipt um gluggapósta bæði að framan og aftan, og var hann sprautaður gulur á selfossi, þegar bíllinn var á leið í sprautun fór skiptingin og var í kjölfarið tekinn upp. Sumarið 2000 var hann seldur til Reykjavíkur, þar sem skiptingin var löguð í annað sinn og settur í hann annar blöndungur (4 hólfa Holley 650cfm) Sá eigandi skipti um innréttingu í honum og sæti, (fyrir var allt rauðplussað) Þetta sama sumar var hann seldur vestur til Þingeyrar. Í Mars 2003, gróf hann upp í skúr á Þingeyri þar sem hann hafði staðið inni í tæp 3 ár óhreyfður, kom honum í bæinn og í gang, gerði ökuhæfan og ók honum sumarið 2003, seldi þá um haustið, Kristján Skjóldal keypti og betrumbætti eitthvað, lagaði hjólabúnað að framan, ásamt fleiru sem þurfti til að koma honum í gegn um skoðun, lét mála R/T húddið sem ég lét fylgja með og keypti á hann skottlok og felgur, eflaust eitthvað fleira, hann átti bílinn þar til í Júlí á þessu ári þegar hann er svo seldur á Akranes, þar mun bíllinn vera og í ökuhæfu standi. Eiganda þekki ég ekki né hvort að 383 vélin sé enn í honum eða hvort að 440 hafi verið sett í hann. Endilega smelltu myndum af honum og settu inn ef þú hefur tök á því!
(http://www.internet.is/bilavefur/album/mopar/1972_challenger_gulur3.JPG)
-
Kærar þakkir,,,,,,,
-
eigandinn heitir ármann,, það er enn í honum 383, þó ekki sú sama, hún fór yfirum
-
eigandinn heitir ármann,, það er enn í honum 383, þó ekki sú sama, hún fór yfirum
þekkirðu eiganda eitthvað, stendur til að laga hann eitthvað frekar?
-
þessi bíll á eftir að fara ílla í vetur.. gæjinn sem á hann er með hann úti á gras túni :?
-
það verður bara dittað í hann og ekið um, eigandinn er búinn að sjá nógu mörg stöðnuð uppgerðarverkefni til að hafa vit á að vera ekki að spaðrífa hann og ætla að sigra heiminn,
ég á von á því að hann lagfæri hann bara smátt og smátt með tímanum, hefur kannski takmarkaðann tíma þarsem hann er að vinn í færeyjum.
-
já. þessi liggur úti á túni í Hvalfjarðarsveit (við Akranes) Það kviknaði víst í vélinni fyrir einhverjum mánuðum þegar hún var sett í gang í einhverju partíinu...sorglegt en satt. Skoðaði hann um daginn og djöfull er þetta fallegur bíll þarf bara að fara í samviskusamar hendur held ég án þess að vera að dæma núverandi eiganda.
-
Hann ætlar að gera hann góðan :idea: er bara að búa til pening :wink:
-
fornleifauppgröftur.......
Þekkir enginn þennan gæja sem að á þennan bíl ! Þessi bíll er alveg að syngja sitt síðasta,grotnandi niður hérna á skaganum og er ekki búinn að hreifast í einhver 2 ár,vill hann ekkert selja hann eða á að láta hann grotna niður á þessum stað með hinum ónýtu bílunum hans :-({|=
já ég er grátandi :mrgreen:
-
hann er MIA farinn burt en hvert :?:
-
Hann er kominn í hús efti því er ég best veit.
-
Burtséð frá því hvort maðurinn kunni vel til verka í uppgerðarmálum eður ei, þá langar mig að vita hver pælingin var bakvið það að taka húddið af bílnum og láta rigna/snjóa ofan í vélarsalinn í ca. eitt og hálft ár.
-
Boddyið var nú lélegt, ryðgað og uppfullt af sparsli þegar ég átti hann 2003, get ekki ýmindað mér hvernig hann er nú! :-k
-
Tók þessar snemma 2008. Man að undirvagn var orðinn frekar slappur þá.
Svo stóð hann náttúrulega þangað til fyrir stuttu bara og þarfnast mikils TLC.
(http://img.photobucket.com/albums/v283/johnny_dong/IMG_2255.jpg)
(http://img.photobucket.com/albums/v283/johnny_dong/IMG_2256.jpg)
Mikið djöfull langar manni alltaf í Challenger. Með fallegri body-um.
-
Farið að sjá helviti mikið á honum :cry:
-
Það er alltof sorglegt að sjá fara svona fyrir bílum eins og þessum. Ég gerði þennan bíl upp 98-2000 í Hveragerði og hefði aldrei átt að seljann. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gat ég ekki fengið hann keyptann aftur þar sem hann stendur núna að grotna niður.
-
það var nú ekki eins og það væri sleigist um hann þegar ég átti hann var til sölu á 700,000 þá :D
-
Það er alltof sorglegt að sjá fara svona fyrir bílum eins og þessum. Ég gerði þennan bíl upp 98-2000 í Hveragerði og hefði aldrei átt að seljann. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gat ég ekki fengið hann keyptann aftur þar sem hann stendur núna að grotna niður.
Gerðir þú hann upp ??? Það hefði mátt gera það talsvert betur.
-
rakst á þessa mynd á L2C og datt í hug að skella henni inn
(http://i4.photobucket.com/albums/y127/melur/DSC00119.jpg)
það þyrfti að laga þennan til og það helst eins fljótt og hægt er, frekar leiðinlegt að sjá svona bíla grotna niður :???:
-
Alltaf þarf einhver aumingi sem veit ekkert um hvað hann er að tala að vera með eitthvað skítkast!!!!!!!!
Ég sótti bílinn þar sem hann stóð fyrir utan hlöðu(myndir af honum vínrauðum hérna ofar)
og var hann búinn að standa þar í 8-9ár, ég reif hann í spað og var ekki sparslað í hann heldur skorið úr og soðið nýtt, ekkert fúsk. Hann hefur bara fengið misjafna meðferð greyið og á ekki skilið að standa úti á túni og grotna niður.
-
Boddyið var nú lélegt, ryðgað og uppfullt af sparsli þegar ég átti hann 2003, get ekki ýmindað mér hvernig hann er nú! :-k
:-k sparsl her
(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/links/mopar/DSC00568.jpg)
og meða við sprungna her liklega sparsl her
(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/links/mopar/DSC00566-1.jpg)
-
Alltaf þarf einhver aumingi sem veit ekkert um hvað hann er að tala að vera með eitthvað skítkast!!!!!!!!
Psycho, Er þessum orðum beint til mín??
-
Það er sorglegt að sjá hann :mad: eg skil það ekki afhverju hann er ekki að fara gera hana upp #-o en hvort hann til sölu? ég bara spyr.
-
ég vona að ég sé ekki að rugla bílnum saman en þessi er hér á Ísafirði núna að ég held allavega allveg eins bíll hér...
-
Sko... ég sótti þennan bíl á Þingeyri 2003, þá hafði hann staðið þar inni í skúr síðan 2001. Strax þá var sparslið þegar farið að springa út í kring um skottlok, sílsa, fyrir aftan afturgluggan, hurðarfölsum, neðst á frambrettum og á fleiri stöðum. Bíllinn var mjög illa unninn undir fyrir málningu og var mjög ósléttur. Hann var t.d. mjög illa ryðbættur í hvalbaknum, stykkinn soðin í og suðurnar ekki einu sinni slípaðar í burtu. Það væri gaman að sjá hvað það verður mikið eftir af honum ef hann yrði sandblásinn. Þessi bíll þarf stótæka uppgerð fyrir mann með ógrynni af peningum tíma og þolinmæði.
-
Ég held að maðurinn þurfi að fá sér stærri stofu... :-$
-
Reyndar keypti ég á hann R/T húddið á sínum tíma af Tóta sem gerði upp fjólubláa '70 440 Six Pack Challengerinn, ég kláraði aldrei húddið og lét það fylgja með bílnum þegar ég lét hann frá mér, seinna frétti ég að það hefði kviknað í honum undir húddinu og þessvegna hafi húddið farið svona eins og það fór.
-
Þetta er laukrétt hjá þér Moli,, bílinn þarfnast allsherjar upptektar. Við skulum ekker ræða gólfið í honum, verri riðbætingu hef ég ekki séð um dagana.
-
Þegar ég gerði bílinn upp 1998 var ég 16ára og kunni ekki að sjóða og fékk til þess vanan suðumann sem ég ættla ekki að nefna á nafn eftir umtalið um suðuvinnuna hérna fyrir ofan og síðan fór bílinn í undirvinnu og sprautun hjá Bílverk BÁ á selfossi.
-
Ég talaði við Bigga Ásgeirs. (BÁ) á Selfossi 2003 til að spyrjast út í hvort hann vissi hvaða litur þetta væri sem væri á honum, hann vildi varla láta kenna sig við að hafa málað bílinn því hann hefði fengið hann í hendurnar mjög illa unninn og var hann aðeins beðinn um að skella á bílinn lit. Hann sagði mér að hann/verkstæðið hefði ekki komið nálægt neinni undirvinnu.
-
já en hann var líka mjög ílla málaður :roll:.að td vanta fullt af lakki á hann :D
-
Bíllinn er kominn til Ísafjarðar í hendur á nýjun eiganda.
-
Mikið rétt, sá bílinn hér í gær.
-
gott mál vonandi =D>
-
(http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/420.gif)(http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/169.gif)(http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/282.gif)(http://www.zwatla.com/emo/2007/smileys2/241.gif) Góðar fréttir
(http://www.zwatla.com/emo/2007/smileys2/264.gif)
-
Ég var á staðnum hjá bílverk BÁ þegar hann var unninn undir lakk, ég vildi hafa bílinn svartann en Biggi sannfærði mig að bíllinn væri ekki nógu góðu fyrir svart og mælti með gulum, 2 dögum áður enn hann fékk lit var Biggi að monta sig að hann væri orðinn nógu góður fyrir svart, en ég var ekki að fara að breyta aftur.
-
ég á nú bágt með að trúa því að Biggi hafi "montað" sig af einhverju sem klárlega var ekki nógu gott !
-þekki hann ekki af svoleiðis bulli - er frekar á því að þetta hafi "orðið" til í kollinum á þér 16 ára gömlum.
-
Ég kann líka alveg ágætleg við hann Bigga en þetta er bara nákvæmlega það sem fór okkar á milli, ég gleymi því ekki því ég var löngu búinn að ákveða að hafa bílinn svartann með grænum strípum en Biggi sannfærði mig að hafa hann gulann, hann talaði svo um það 2 dögum fyrir sprautun að bílinn væri orðinn nógu góður fyrir svart en ég var ekki að fara að breyta aftur eftir að vera búinn að finna gulan lit sem ég var sáttur við og ákveða útlitið á strípunum. Þú sást líka ekki bílinn þegar hann kom útúr klefanum, hann var ekki spautaður neðar enn sprautarinn náði án þess að beygja sig. Ég trúi ekki að Biggi hafi sjálfur gusað yfir hann heldur einhver sumarstarfsmaður því ég hef séð bíla eftir Bigga sem eru mjög vandaðir og vel sprautaðir.
-
Fyrir mitt leiti, svo ég blandi mér í þessi orðaskipti, þá skiptir ekki máli hvernig hverjum finnst að hlutir hafa verið gerðir eða af hverjum, bíllinn er eins og hann er í dag og dæmir hver fyrir sig :)
kv. Stefán Örn Sáttasemjari.
-
Þar er ég sammála og ég vona að það sé rétt að bílinn sé kominn í hendur á nýjum eiganda og vona að honum gangi vel að gera hann upp því svona bíll á skilið að vera í toppstandi.
Smekkur manna er misjafn en alltaf fannst mér bílinn koma vel út sem ´72 árg með ´71 frammenda að mínu persónulega mati flottasti afturendinn á ´72 og frammendinn á ´71.
-
Miðað við myndirnar af bílnum þegar hann var rauðbrúnn þá var sá litur byrjaður að kíkja í heimsókn aftur á ýmsum stöðum.
En það var kannski komið á hreint að bíllinn var illa unninn. :-#
-
Alltaf þarf einhver aumingi sem veit ekkert um hvað hann er að tala að vera með eitthvað skítkast!!!!!!!!
Ég sótti bílinn þar sem hann stóð fyrir utan hlöðu(myndir af honum vínrauðum hérna ofar)
og var hann búinn að standa þar í 8-9ár, ég reif hann í spað og var ekki sparslað í hann heldur skorið úr og soðið nýtt, ekkert fúsk. Hann hefur bara fengið misjafna meðferð greyið og á ekki skilið að standa úti á túni og grotna niður.
var hann rétt hjá laugum og hét eigandinn Guðmundur?
-
Jebbs, bíllinn var þar og Mummi átti hann
-
(http://photos-g.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc3/hs136.snc3/18373_1236791733347_1635850642_601566_1417268_n.jpg)
Verið að taka eitt stykki Porsche 944 úr skúr til að koma Challenger fyrir
-
(http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/420.gif)
-
Vel gert :D
-
Jæja hvernig standa mál með þennan? Er eitthvað byrjað að vinna í honum?