Markaðurinn (Ekki fyrir fyrirtæki) => Varahlutir Til Sölu => Topic started by: zazou on October 15, 2005, 15:53:16
-
(http://mbl.is/smaugl/big/72/62372.jpg)
1989 módel, ekinn 197þ. km. Glæsilegur lúxusbíll í alla staði. Bíllinn er tjónlaus fyrir utan þegar einhver nuddaði sér utan í hann (viðgert). Hann er í góðu standi vélar- og drifbúnaðarlega, það sér vart á innréttingum en huga þarf að yfirboðsryði á boddíi. Þessi bíll er vinsæll í brúðkaup.
Reyklaus (aldrei verið reykt í honum)
Þjónustubók frá upphafi auk ítarlegs yfirlits þess sem hefur verið endurnýjað
15" "Pepperpot" álfelgur
Rafmagn er í rúðum
Rafmagn í speglum
Póleruð hnota í innréttingu (alvöru viður)
Beige-lituð Conelly leðuráklæði
Loftkæling
Sjálfskiptur
Eyðsla 20-22 lítrar innanbæjar
Aksturstölva
MP3 geislaspilari (Kenwood)
Þokuljós framan og aftan
Læst drif (Powr-lok)
Afturhjóladrifinn (2.88 )
0-100 uppgefið 8 sek.
Höfuðpúðar að aftan
Bein innspýting
Þessi bíll kom til landsins 1999 (ekinn ca 160þ.), fluttur inn af Patreki Jóhannessyni frá Þýskalandi.
Bíllinn hefur aldrei bilað á þeim rúmu 2 árum sem ég hef átt hann en ég hef látið skipta um m.a. bremsudiska, bremsuklossa og hjólalegur framan/aftan, kerti, ásamt mörgu smávægilegu svo sem kælivatnshosum.
Vélin er 5.3 lítra Jaguar 12 cylindra SOHC vél 60° ál vél sem er gefin upp 295 hö (217kw) og 433nm við 3250 snúninga með 12.5:1 þjöppu.
Verð 850þ. eða gott staðgreiðslutilboð.
Reynsluakstur og myndir (http://www.blyfotur.is/greinar/safn/000057.html) blýfóts.
Það hefur ekkert verið sparað til í viðhaldi á þessum bíl, ef hann er ekki sá besti á landinu stefnir hann í það. Nú er tækifæri ef þið vitið um einhvern sem langar í svona bíl.
Ég tók mér langan tíma í að kynna mér þessa bíla áður en ég keypti þennan og skrifaði meira að segja tvær greinar um þá. Ef einhver hefur áhuga á að kynna sér efnið eru hér tengingar á greinarnar: XJ Series III (http://www.hugi.is/bilar/articles.php?page=view&contentId=963244) og V12 vélin (http://www.hugi.is/bilar/articles.php?page=view&contentId=1375081).
Nánari upplýsingar í þræði, PM eða brynjarm@yahoo.com