Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Trans Am '85 on October 05, 2005, 13:28:23

Title: Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Post by: Trans Am '85 on October 05, 2005, 13:28:23
Jæja, varð fyrir því skemmtilega áfalli að missa niður topp í gatið þar sem kveikjan fer ofaní, þetta er 350 chevy btw. Hefur einhver hugmynd um hvar hann gæti hafa lent og hvernig í fjandanum ég á að fara að því að ná honum uppúr án þess að rífa allt í sundur, frekar svekkjandi að lenda í svona eftir að hafa púslað þessari vél saman frá grunni og hún komin í bílinn.
Búinn að reyna að fiska hann uppúr með segli en toppurinn sést hvergi og ekkert gengur.
Allar ábendingar vel þegnar.
Title: Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Post by: Einar Birgisson on October 05, 2005, 16:07:34
Ef þetta var lítill toppur þá kemst hann ofan í pönnu, settu segulinn inn um gatið á pönnuni, en ef þetta var stór toppur td 3/4 þá ertu í verri málum, milliheddið af.
Title: Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Post by: Trans Am '85 on October 06, 2005, 09:56:07
Jæja, þá lítur út fyrir að ég þurfi að rífa milliheddið af  :(  Takk fyrir hjálpina.
Title: Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Post by: firebird400 on October 08, 2005, 17:15:46
Ef hann komst niður í gegnum gatið þá kemst hann sömu leið til baka ekki satt, það má reyna lengi með segul áður en maður fer að rífa milliheddið af.
Title: Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Post by: Gizmo on October 08, 2005, 18:04:53
Ef hann hefur dottið niður kveikjugatið þá er allt eins líklegt að hann hafi endað niðri í pönnu.

Er ekki einhver sem á mega-segul á svona sveigjanlegum gormbarka til að lána honum ?
Title: Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Post by: Kiddi on October 08, 2005, 18:52:07
Ég missti einu sinni bolta inn í kæligöngin á blokk, þá kom segullinn að góðum notum, þurfti töluverða þolinmæði í það reyndar :o  :)
Title: Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Post by: broncoisl on October 09, 2005, 12:30:37
Ef þú átt ónýtan harðdisk úr tölvu, þá eru litlir en rosalega sterkir seglar inni í þeim.
Title: Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Post by: Trans Am '85 on October 09, 2005, 17:46:20
Jæja, hef ekki ennþá komist í að rífa milliheddið úr sem betur fer. Veit einhver hvar ég get fengið svona sterkan segul á svona gormbarka til að reyna veiða þetta uppúr áður en ég ríf allt í sundur?
Takk fyrir hjálpina allir  :)
Title: Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Post by: Birkir F on October 09, 2005, 18:21:46
Bæði Ísól og Fossberg eru með eitthvað af seglum sem eru þónokkuð sterkir, svo er líka reynandi að fara í verkfærasöluna.
Title: Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Post by: 1965 Chevy II on October 09, 2005, 19:04:04
Quote from: "Challenger'72"
Jæja, hef ekki ennþá komist í að rífa milliheddið úr sem betur fer. Veit einhver hvar ég get fengið svona sterkan segul á svona gormbarka til að reyna veiða þetta uppúr áður en ég ríf allt í sundur?
Takk fyrir hjálpina allir  :)

Prufaðu rafvélaverkstæði þeir ættu að geta lánað þér ROSA segul ég á einn svoleiðis þú dregur boltann létt með svoleiðis segli,nema boltinn sé rústfrír þá ertu í síðum.
Title: Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Post by: Gizmo on October 09, 2005, 20:25:37
Þú gætir líka reynt að fá lánaða svona barka græju sem maður getur séð inn um lítil göt með, hef séð þetta notað í skipavéla viðgerðum, og hjá háls nef og eyrnalæknum...
Title: Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Post by: Trans Am '85 on October 10, 2005, 18:36:26
Reyndar sá ég svona scope græju einhverstaðar eins og er notað á skurðarstofum, með skjá og cameru og öllum græjum. Kostaði ekki nema um 100.þús kallinn og spes gert til að skoða innviði véla  :lol:

Annars fékk ég mér svona segul á beygjanlegum barka í Fossberg og fiskaði toppinn upp með honum áðan  :D

Takk kærlega fyrir alla hjálpina strákar, nú er aldrei að vita nema maður fari að koma Transanum í gang  :oops: