Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Gísli Camaro on October 05, 2005, 12:59:57

Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Gísli Camaro on October 05, 2005, 12:59:57
er þetta framkvæmanlegt. er uppbyggingin ekki sú sama á diesel túrbó og bensín túrbó. er dieseltúrbínan kannski byggð upp fyrir minni sn eða?
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Nóni on October 05, 2005, 22:06:37
Sæll Gísli, forþjöppur fyrir díselvélar eru yfirleitt með önnur stærðarhlutföll á púst og þjapphúsi. Loftaukatalan er ekki sú sama fyrir bensín og dísel og svo snúast þær ekki eins mikið þannig að þetta er yfirleitt annað setup. Hins vegar getur vel verið að þig vanti ekkert sérlega mikið loft, ætlir bara aðeins að hressa upp á vélina þá er ekkert óhugsandi að þú fengir eitthvað út úr því.

En hver vill það svosem þegar hann getur fengið helling af krafti úr góðu setöppi.


Kv. Nóni
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Gísli Camaro on October 06, 2005, 19:46:42
takk fyrir uppl nóni :)
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: gstuning on October 06, 2005, 22:47:10
Fer eftir hvað þú ert með

t,d væri túrbína af dísel trukk með um 500hö frábært á bensín vél sem er planað að tjúna í 270-370hö,

Það er búið að vera mikil meiri framgangur í túrbínum í dísel bíla heldur en bensín,,

svo það komi fram þá skiptir miklu máli að vera með opið púst og opna túrbínu, þ.e vel flæðandi túrbínu,
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Gísli Camaro on October 06, 2005, 23:27:52
þetta var svarið við öllum mínum spurningum.ég er nefnilega með úrbrædda 2,4 díesel vél með nýrri túrbínu. ég var bara að pæla hvort ég gæti ekki farið að gera e-h tilraunir. :lol:
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: gstuning on October 06, 2005, 23:57:35
Quote from: "Gísli Camaro"
þetta var svarið við öllum mínum spurningum.ég er nefnilega með úrbrædda 2,4 díesel vél með nýrri túrbínu. ég var bara að pæla hvort ég gæti ekki farið að gera e-h tilraunir. :lol:


hvernig 2,4dísel?

Ef þetta er ekki nýtt þá varla þess virði að messa í
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Gísli Camaro on October 07, 2005, 01:53:48
bmw 524 turbo diesel. ég hringdi í fyrri eiganda og hann kvaðst hafa eitt yfir 500 þús í vélina fyrir ári síðan. þar á meðal ný túrbína
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Gísli Camaro on October 07, 2005, 01:55:23
annars er þetta dót til sölu líka. vantar frekar pening en tilraunastarfsemi.
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: gstuning on October 07, 2005, 12:31:34
Hvaða árgerð af 324td er þetta?

500kall? það er fásinna í svona mótor og þessi túrbína er ekki nógu stór held ég í eitthvað skemmtilegt
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Gísli Camaro on October 07, 2005, 15:24:40
ég veit. þetta er 524 ekki 324. +og þessi bíll er eld gamall. 89 árgerð en alger moli. ekki vottur af riði né þjösni og fúski. þess vegna er ég bara búinn að versla mér varahlutabíl sem er ótrúlega vel útlítandi og með nýuppgerðri vél fyrir lítinn pening. ætla bara að setja línu 6u bensín í hann. (eins hann var í upphafi)
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Gísli Camaro on October 07, 2005, 15:26:58
Quote from: "gstuning"
Hvaða árgerð af 324td er þetta?

500kall? það er fásinna í svona mótor og þessi túrbína er ekki nógu stór held ég í eitthvað skemmtilegt


en er ekki hægt að selja hana fyrir 10 þús kall eða e-h. einhverjum ævintýramönnum?  :shock:
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Gísli Camaro on October 07, 2005, 15:29:33
Quote from: "gstuning"
Hvaða árgerð af 324td er þetta?

500kall? það er fásinna í svona mótor og þessi túrbína er ekki nógu stór held ég í eitthvað skemmtilegt


svo veit maður ekkert hvað er að marka svona sögur. getur vel verið að hann hafi fengið vélina úr e-h klestri druslu fyrir 50 kall eða e-h :?:
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Nóni on October 07, 2005, 18:42:30
Þetta er örugglega pínulítið kvikindi sem er fínt á 1000-1300cc bensínmótor. Annars verður þú að koma með einhverja spekka um túrbínuna þ.e. hvað hún heitir ( Garrett T2 eða eitthvað ) og hvaða pælingar eru í gangi.


Ég er til dæmis með GT 37 túrbínu úr 9 eða 11 lítra Scaníu í SAABinum hjá mér og það er hreinasta snillt frá 4500-7000 sn/min. lofthitinn í inntakinu er mjög góður á 2 börum. Gæti farið mikið hærra í snúning ef ég hefði betri knastása.

Kv. Nóni
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: gstuning on October 08, 2005, 00:16:07
Þessi túrbína er original á 2.5td bíl sem er 125hö eða svo, þannig að þetta er ekki gott á neitt
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Gísli Camaro on October 08, 2005, 00:32:24
þannig að þetta er bara fínasta hárþurrka?  :lol:  :lol:  :lol:
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: baldur on October 08, 2005, 14:45:12
Þetta er þá fínt á bensínvél upp að svona 150 hestöflum
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Gísli Camaro on October 09, 2005, 01:27:52
og hvað myndi ég t.d fá út úr henni? 30-40 hesta eða svo?
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Nóni on October 09, 2005, 13:52:37
Fínt á 1300cc Súkku.

Kv. Nóni
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: Rednex on October 26, 2005, 15:02:39
Er túrbínan farin?

Mér vantar nefnilega frekar litla túrbínu fyrir smá projekt sem ég og vinur minn erum með. Við ætlum að gera þotuhreyfil  :twisted: Einfaldast er að nota venjulegar túrbínur í það.

Svipað þessu http://mdavis19.tripod.com/turbine/primitive.html
Title: spurning um diesel túrbínu í bensín mótor
Post by: sveri on October 27, 2005, 08:16:37
sælir. ég er að mixa blásara af volvo penta bátavél á willys með 305 og 650 edelbrock blöndungi.. sérfræðingar segja að það mæli ekkert á móti því að hressa aðeins upp á svona mótor með svona blásara. en samt verður boostið aldrei  neitt mikið.
kveðja sverrir karls