Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: frikkiT on September 06, 2005, 15:25:49
-
Ég notaði Auto Glym áklæða-sprey á áklæðin í bílnum mínum um daginn til að losna við lykt, bletti og smá skít. Virtist virka fínt og eftir að ég úðaði yfir allt heila klabbið strauk ég yfir með þurrum klút. namm... nú lyktaði bíllinn hreinn að innan.
En svo hafa dagarnir liðið og ekki hefur þessi hreinsiefnalykt ennþá horfið úr bílnum! Fjandans fnykurinn situr fastur í áklæðunum og angar allur bíllinn. Í miklum hita magnast lyktin upp og þegar setið er lengi í bílnum fær maður hreint út sagt hausverk af lyktinni. Ég hef fengið slæm komment á þennan óþef og þætti vænt um að losna við hann.
Vill bara benda ykkur á þetta og ég vona að þið gerið ekki sömu mistök og ég, argasta vesen.
Nú spyr ég ykkur: Hvernig get ég losnað við lyktina, ég hef reynt að lofta allsvakalega og keyra með opna glugga? Gerði ég eitthvað rangt þegar ég notaði hreinsiefnið sem varð til þess að þetta festist svona?
HJÁLP
-
Ég notaði einu sinni Auto Glym leðurvörur á leðursæti. Það var skelfilegur fnykur í bílnum í meira en ár á eftir. Ég get ekki mælt með þessu drasli!
-j
-
Prufaðu gamla húsráðið,settu skál með edik í bílinn og láttu standa í tvær nætur í skúrnum.
Rífur ótrúlegasta óþef í burtu.
-
Án gríns virkar það ég keypti mér nefnilega bíl um daginn sem var áður hundabíll og ég er búinn að fara með bílinn í djúphreinsun og alles en það virkar ekkert til þess að losna við lyktina :x
-
Ég átti Toyotu sendibíl og fór með beitningabala vestur á Grundafjörð, það var ekki beint "smekklegur" fnykur í bílnum á eftir, þetta var í sætunum og allstaðar, ég skúraði og skrúbbaði en ekki gekk. :cry:
Þá fór ég upp í Rekstrarvörur upp á höfða og fékk eitthvað efni sem gjörsamlega tók þessa fýlu burt, meira að segja reykingalyktin minnkaði.
Því miður bara man ég ekki hvað þetta efni heitir en talaðu bara við þessa kappa,
Svo er örugglega í lagi að prufa Edik.
-
Kassi af AirWick í skottið og bíllinn mun ilma einsog blómabúð. :D
-
hryllir við tilhugsunina að einhver gervi drasl lykt taki yfir bílinn minn... þoli ekki svona lyktarspjöld og þannig tóbak
-
Strákar mínir geriði bara eins og ég....reykið nóg helv*** mikið í bílnum og það er engin lykt sem yfirtekur gamla góða tóbakið :wink:
-
Ætli það sé ekki frekar það að lyktarskynið í þér sé orðið svo fucked að þú finnur bara ekki óþefinn af þér og bílnum þínum :roll: :wink:
En annars þá er ekki hægt að nota neitt af Auto Glym vörunum að mínu mati.
Allavegana ekki eftir að maður uppgvötaði Mother´s 8)
-
Ég notaði um daginn teppahreinsi frá Auto Glym og varð undrandi hve hann virkar vel. Ég hafði verið að flytja gamla varahluti og einhver olía hafði nuddast í teppið afturí. Olíublettirnir hurfu án mikilla átaka :)
-
Ég nota Auto Glym og vörurnar frá þeim virka svakalega vel, og þar á meðal Auto Fresh.
En ég verð að komast í Mothers vörur, hef heyrt svakalega góða hluti um þær vörur.
-
hver er umboðsaðili fyrir mother's??
-
Mother´s á Íslandi
Jón í síma 6610344 :wink:
-
Ég nota Mother´s bílahreinsivörurnar eiginlega mest, bílabónin virka vel og felgubónið það er frábært, en svo nota ég Auto Glym gluggahreinsiefnið því að það tekur alla fitu og reykingartjöru úr gluggunum.
-
þú átt náttúrulega ekki að nudda lyktarspreyji í sætin, þú notar áklæða hreinsir í það, lyktarspreyinu úðaru bara 2-3 gusur inní bílinn, EKKI nudda því ofan í sætin gaur. Þú þrýfur ekki sófan heima hjá þér með rakspýra er það?
-
Bónið frá þeim er gott.. hef ekki prófað þetta :?
-
þú átt náttúrulega ekki að nudda lyktarspreyji í sætin, þú notar áklæða hreinsir í það, lyktarspreyinu úðaru bara 2-3 gusur inní bílinn, EKKI nudda því ofan í sætin gaur. Þú þrýfur ekki sófan heima hjá þér með rakspýra er það?
Þarna kemur þú akkúrat að kjarna málsins. Ég hafði ekki einu sinni tekið eftir því hvaða vöru hann var með. Það er ekki skrítið að bíllinn lykti :shock:
-
Ok, ég er nú nokkuð viss að þetta var áklæðahreinsir og ég get ekki betur séð en að í lýsingunni standi eftirfarandi: "for direct application to vehicle interiors... ...simply apply to carpets or trim facbric..." o.s.f.v. Þegar ég keypti þennan skít þá las ég samviskusamlega utan á hann og allt það og ég talaði við manninn í afgreiðslunni og hann benti mér á hvernig ætti að nota þetta svo ég get ekki séð að ég gerði neitt rangt
-
hvar keyptiru þetta stuff?
Þetta er sem þú ert með er AutoFresh, það er lyktareyðir, þú áttir að nota Car interior shampoo, eða sambærilegt,
-
Það var einhver blessuð Esso stöðin á Akureyri.
-
esso er nóttla bara skítabúlla og tvíkynhneigðir karlmenn sem vinna þar eins og hann einar
-
geiri "jeppa"kall! úúppss, hvaða hvaða... sé hérna í tölvnni að afslátturinn fyrir fjallahreisið er farinn (0%)?? hvernig ætli standi á því? :) svona er þetta víst bara.....
:D
-
æææi einar....ekki vera svona vondur :oops:
ég skal þrífa bílinn þinn að innan með auto fresh.....mjööög gott stöff....bara ekki taka afsláttinn minn :wink:
-
það er til náttúrulegur svampur sem að sogar í sig alla lykt og hann fæst reyndar hjá esso en hann svínvirkar! ég hef notað þetta í súra geymslu með rakafýlu dauðans og einnig í sveittasta 25 ára gamlan camaro sem ég hef setist upp í og lyktin hvarf algjörlega. farðu bara á esso og leitaðu að þessu þetta er í svona hringlóttri dollu og er algerlega náttúulegt og kostar nokkur hundruð kall og tekur nokkra daga að virka.