Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: smell on August 25, 2005, 11:46:26

Title: veit einhver um þennan caprice
Post by: smell on August 25, 2005, 11:46:26
mig langar að vita allt sem þið vitið um caprice með númerið KS 675
Title: Caprice
Post by: Ziggi on August 25, 2005, 17:31:22
Sæll/Sæl
Félagi minn á þennann Caprice, þetta er 1989og með 305 og þetta var einu sinni forsetabíll, ennþá með festingarnar fyrir fánana  8)  hérna er síðan hans http://www.cardomain.com/ride/793009
Title: veit einhver um þennan caprice
Post by: Gizmo on August 25, 2005, 18:59:14
Forsetabílarnir...

Forsetaembættið fékk þennan Chevrolet bíl 1989 og var með hann í 1 ár.

Fannst Frú Vigdísi hann eitthvað fyrir neðan sína virðingu, þröngt að ganga um hann afturí ofl þannig að Sambandið tók hann uppí nýjan Cadillac Fleetwood 1990, þann sama og embættið notar enn í dag.  

1994 Fengu þeir svo S-300 Benzann sem er einnig enn notaður, búið er að gera við flest í honum og heilmála skilst mér.

Annars finnst mér merkilegt að forsetinn fái ekki að kaupa virðulegan nýjan bíl í staðinn fyrir þetta gamla rusl sem hann er að notast við í dag....reyndar fékk hann nýlega að kaupa með leynd Barbí Cruiser, þeir gátu ekki einusinni splæst í fullvaxinn og fully loaded LC100 bíl handa honum.
Title: veit einhver um þennan caprice
Post by: íbbi_ on August 25, 2005, 20:22:37
w140 er nú bara einn stæðsti og þéttasti benz sem framleiddur hefur verið.. þetta er að vísu harlem týpa af honum, og þetta mun vera 320,
Title: CAPRICE
Post by: Ziggi on August 25, 2005, 21:20:39
Eigum við ekki að halda okkur við umræðuefnið --- CAPRICE ---
Title: Re: Caprice
Post by: Packard on August 26, 2005, 00:03:03
Quote from: "Ziggi"
Sæll/Sæl
Félagi minn á þennann Caprice, þetta er 1989og með 305 og þetta var einu sinni forsetabíll, ennþá með festingarnar fyrir fánana  8)  hérna er síðan hans http://www.cardomain.com/ride/793009


Myndi gjarnan vilja sjá þennan bíl á flottari felgum eða teinakoppunum sem hann var á upphaflega.Annars virðist hann vera mjög heill og flottur enn
Title: Re: Caprice
Post by: Ziggi on August 26, 2005, 12:52:23
Quote from: "Packard"
Quote from: "Ziggi"
Sæll/Sæl
Félagi minn á þennann Caprice, þetta er 1989og með 305 og þetta var einu sinni forsetabíll, ennþá með festingarnar fyrir fánana  8)  hérna er síðan hans http://www.cardomain.com/ride/793009


Myndi gjarnan vilja sjá þennan bíl á flottari felgum eða teinakoppunum sem hann var á upphaflega.Annars virðist hann vera mjög heill og flottur enn


Mér finnst þessar felgur hjá Val passa vel við bílinn og er ég jafnvel að spá í að setja svona undir hjá mér, ég er ekki alveg að fíla teinakoppana http://www.cardomain.com/ride/2072031
Title: veit einhver um þennan caprice
Post by: Packard on August 26, 2005, 20:50:26
Það er þitt álit.