Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: 72 MACH 1 on August 17, 2005, 21:00:26

Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: 72 MACH 1 on August 17, 2005, 21:00:26
Bílahittingur á Bíldshöfða 18 í “ porti “ fimmtudaginn 18.08. kl 20:30
Veðurspáin er góð og von á mörgum bílum.

Kveðja,
Eggert Kristjánsson.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: 2tone on August 17, 2005, 21:16:20
Hvaða bíl á að sýna núna? Eins og má sjá á mynd sem er fengin að láni frá www.mbl.is að veður er ágætt.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: 72 MACH 1 on August 17, 2005, 23:36:16
Vonandi fáum við 1958 Dodge Custom Royal með 356 Poly Hemi á svæðið. Það er samt ekki enn komið á hreint hvort að hann geti mætt.

Kveðja,
Eggert Kristjánsson.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: 2tone on August 18, 2005, 00:50:49
En enski MG klúbburinn eigum við vona á að þeir mæti?
Leitt að missa af því í kvöld :(
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Packard on August 18, 2005, 01:04:55
Já 8 bílar mæta sama kvöld og fara á rúntinn með Fornbílaklúbbnum en verða á BSÍ um kl 22.00
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 18, 2005, 11:52:19
Þið verðið að afsaka en mér finnst þetta ekki passa hér á sama tíma og verið er að REYNA að rífa kvartmíliklúbbinn upp úr lægð.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Porsche-Ísland on August 18, 2005, 13:43:50
Quote from: "Nonni_n"
Þið verðið að afsaka en mér finnst þetta ekki passa hér á sama tíma og verið er að REYNA að rífa kvartmíliklúbbinn upp úr lægð.


Alveg rétt, það hentar ekki að hafa alla þessa hluti á fimmtudagskvöldum.

Færum æfingarnar aftur yfir á föstudaga. Þær voru líka vinsælli á þeim dögum.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: 72 MACH 1 on August 18, 2005, 13:56:20
Svona er lífið. Hlutir vilja breytast. Dodge Custom Royal sem átti að vera bíll kvöldsins kemur ekki. Þess í stað verður frumsýndur einn rosalegasti kaggi landsins.

1957 Cadillac Eldorado Seville.

Hann kom til landsins í vor og hefur verið í snyrtingu síðan.

Síðan það að Kvartmíluklúbburinn sé í lægð. Það kemur þessum hitting ekkert við. Við sem erum að hittast á Bílshöfðanum erum flestir lítið að spá í það sem Kvartmíluklúbburinn er að gera. Mér finnst það bara gott mál að menn hafi þetta val. Þeir sem vilja fara upp á braut gera það og hinir gera eitthvað annað. Hvað vil ég gera í kvöld????????? Er Kvartmíluklúbburinn að bjóða upp á eitthvað spennandi? Eða hef ég aðra valmöguleika.

Kveðja,
Eggert Kristjánsson.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Kiddi J on August 18, 2005, 14:36:53
Hvernig væri þá að vera ekki að auglýsa á KVARTMÍLU spjalli einhverja fornbíla meetings ef þú ert nú ekki  mikið að spá um kvartmíluna.
Auglýstu þennan meeting á fornbílaklúbbs spjallinu.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: 72 MACH 1 on August 18, 2005, 14:50:08
Sæll Kiddi.

Jú, það er þá best að ég fari með þetta eitthvað annað fyrst þetta er að trufla þig.

Kveðja,
Eggert Kristjánsson.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 18, 2005, 15:12:36
Mér finnst það líka eðlilegast að vera að auglýsa fornbílahitting á fornbílaspjallinu. Þeir sem eru hér eru að reyna að halda lífi í kvartmílunni og það gengur náttúrulega ekki þegar það er verið að reyna að fá þá sem stunda brautina að gera eitthvað annað.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Giggs113 on August 18, 2005, 17:09:13
Væru menn þá ekki að trufla þeirra samkomu líka :roll:
Annars sé ég ekki að þetta sé eitthvað að trufla kvartmíluna, svo er líka bara þægilegt að geta séð hvenær svona kvöld eru (þó svo að þau hafi yfirleitt alltaf verið á þessum tíma í sumar).
Title: baha
Post by: Olli on August 18, 2005, 18:22:59
Strákar og stelpur.

Ég sé ekki annað en að það sé bara hið besta mál að þessi "hittingur" sé auglýstur hér, og bara líka á fornbílaspjallinu.
Það er jú einhvernvegin þannig að þeir sem að lesa þettta spjall eru  ekki einungis bara kvartmilú-menn heldur líka bara hinn almenni bílaáhugamaður.

Vissulega getur það verið erfitt að velja hvar maður vill vera á góðviðriskvöldi eins og þessu, en "meira að gera, meira gaman"

fyrir nú utan það að þessi þráður er jú á spjallsvæðinu undir almennt spjall, og get ég ekki séð að þetta sé eitthvað minna eða meira tengt kvartmílunni heldur en allt annað sem er á þessu svæði.

Verum bara kátir og mætum, þanngað sem okkur langar að mæta í kvöld hvort  sem það er brautinn, hittingurinn, fornbílagengið eða rúnturinn á Borðeyri.

Smile people , smile.
Kv. Olli
Title: Re: baha
Post by: JHP on August 18, 2005, 18:30:54
Quote from: "Olli"
Strákar og stelpur.

Ég sé ekki annað en að það sé bara hið besta mál að þessi "hittingur" sé auglýstur hér, og bara líka á fornbílaspjallinu.
Það er jú einhvernvegin þannig að þeir sem að lesa þettta spjall eru  ekki einungis bara kvartmilú-menn heldur líka bara hinn almenni bílaáhugamaður.

Vissulega getur það verið erfitt að velja hvar maður vill vera á góðviðriskvöldi eins og þessu, en "meira að gera, meira gaman"

fyrir nú utan það að þessi þráður er jú á spjallsvæðinu undir almennt spjall, og get ég ekki séð að þetta sé eitthvað minna eða meira tengt kvartmílunni heldur en allt annað sem er á þessu svæði.

Verum bara kátir og mætum, þanngað sem okkur langar að mæta í kvöld hvort  sem það er brautinn, hittingurinn, fornbílagengið eða rúnturinn á Borðeyri.

Smile people , smile.
Kv. Olli
Sammála og ef kvartmíluklúbburinn vill fá mætingar á þessar æfingar þá þarf að færa þær aftur á föstudaga!
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: 1965 Chevy II on August 19, 2005, 00:42:13
Það er sjálfsagt mál að auglýsa allt svona hér á þessu spjalli,ef þetta fer í taugarnar á ykkur þá bara lesið ekki póstinn.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 19, 2005, 00:57:17
Ég vil taka ummæli mín hér að ofan tilbaka. Það mætti enginn upp á braut ekki einu sinni starfsfólk. Þannig að ég mætti upp á Höfða og viti menn þetta var frábært í allastaði og ekki skemdi rúnturinn fyrir. Þið skipuleggjendur eigið hrós skilið fyrir ykkar framlag. Ég mæti pottþétt aftur.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Dohc on August 19, 2005, 15:49:32
ég tók video af þessu..eins mikið og ég réð við án þess að missa af röðinni..skal reyna að henda því inn þegar ég er búinn að laga það aðeins til :D
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Racer on August 19, 2005, 15:55:24
má víst ekki halda æfingu þegar stjórnamenn eru ekki á staðnum svo engin æfing var.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 19, 2005, 16:21:54
Quote from: "Racer"
má víst ekki halda æfingu þegar stjórnamenn eru ekki á staðnum svo engin æfing var.

Það hefði nú verið hægt að segja frá því að það yrði enginn æfing.  :evil:
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Racer on August 19, 2005, 18:09:53
já en félagsheimilið átti að vera opinn svo...
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 19, 2005, 18:14:45
Quote from: "Racer"
já en félagsheimilið átti að vera opinn svo...

Það getur vel verið að það átti að vera opið en svo var ekki. Það þýðir ekkert að gefast upp og hafa bara lokað vegna þess að það koma hvort sem er svo fáir.
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: siggik on August 20, 2005, 19:43:10
1 settning, færa þetta á föstudagana   :evil:
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Dohc on August 23, 2005, 02:22:49
Jæja..þá er ég kominn með hluta af videoinu...s.s þessi partur er bara af því þegar bílarnir voru að keyra burt frá höfðanum og er þetta innlent download og í kringum 13mb

vonandi að þetta virki...
Enjoy 8)

http://www.simnet.is/arnarfb/Ak-inn_Part-1.WMV


til að downloada hægri smella og gera "save target as"
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: challenger70 on August 23, 2005, 17:53:12
Legg til að allir bílaáhugamenn sameinist um málstaðinn, þ.e.a.s. bíladelluna.  Þetta var hinn skemmtilegast hittingur og vil ég hrósa þeim sem stóðu að fyrir framtakið.  Þarna voru allrahanda bílar samankomnir bæði nýjir og gamlir og misjafnlega aflmiklir (eða afllitlir eftir því hvernig á það er litið).   Við hljótum að geta sameinast um að betra sé að hér sé “frjálst” spjall og hverjum og einum leyfist að koma með sínar tilkynningar, umræður eða ábendingar.  Þeir sem ekki hafa áhuga á viðkomandi spjalli setja bara inn annað spjall um það málefni sem þeim er hugleikið.

Svenni
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 23, 2005, 20:48:09
Skemmtilegt video takk kærlega
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Moli on August 23, 2005, 22:29:56
snilldin ein! meira svona, Dohc þú ert ráðin sem video camerumaður "hittingsins"  :mrgreen:
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: Dohc on August 24, 2005, 01:26:08
Quote from: "Moli"
snilldin ein! meira svona, Dohc þú ert ráðin sem video camerumaður "hittingsins"  :mrgreen:


hehe...ég á nú eftir að setja seinni helminginn frá BSÍ  :wink:
Title: Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
Post by: 2tone on August 25, 2005, 15:21:31
Djí mar þurfti að taka inn sjóveikitöflur eftir þetta!!! :cry:  :wink: