Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: gstuning on July 31, 2005, 18:55:39

Title: Pælingar vegna vacutum mælinga
Post by: gstuning on July 31, 2005, 18:55:39
Ég átti svona vacuum mæli frá Bílanaust og ákvað að smella honum á 320i vélina mína.


Eftir snöggar prufanir þá er þetta eftirfarandi

idle : 15in.
60%-WOT : 0in.
decel. 25kannski um það.

Á vélin að fara á 0 í botni?
Mælirinn smellur í 0 við snögga gjöf.

Einhverjir pointerar eru vel þeggnir
Title: Pælingar vegna vacutum mælinga
Post by: baldur on August 01, 2005, 17:26:19
Já, mælirinn á að sýna sem hæstan þrýsting á botngjöf, helst meira en 0 :)
Title: Pælingar vegna vacutum mælinga
Post by: Nonni on August 01, 2005, 20:35:18
Quote from: "baldur"
Já, mælirinn á að sýna sem hæstan þrýsting á botngjöf, helst meira en 0 :)


Átti þetta ekki að vera lægstan þrýsting?  Þegar gefið er inn þá lækkar vacumið.
Title: Pælingar vegna vacutum mælinga
Post by: baldur on August 01, 2005, 20:45:27
"vakúm" = lágur þrýstingur, þrýstingur fyrir neðan andrúmslofts þrýsting, neikvæður þrýstingur.
mikið vakúm = lítill þrýstingur.
Best að hugsa þetta í absolute þrýstingi í raun og veru.
Title: Pælingar vegna vacutum mælinga
Post by: 1965 Chevy II on August 01, 2005, 22:55:15
mikið rétt,mér var sagt að miðað við 13" sem ég á að hafa @wot þá væri þumalputta regla að það væru ca 5"@ idle (1100rpm)
Title: Pælingar vegna vacutum mælinga
Post by: Nonni on August 01, 2005, 23:20:09
Quote from: "baldur"
"vakúm" = lágur þrýstingur, þrýstingur fyrir neðan andrúmslofts þrýsting, neikvæður þrýstingur.
mikið vakúm = lítill þrýstingur.
Best að hugsa þetta í absolute þrýstingi í raun og veru.


Það er náttúrulega rétt, maður er bara svo vanur að hugsa þetta sem tölur á vacuum mælinum að maður hugsar sjaldan um grunninn þó það sé stutt í hann :)
Title: Pælingar vegna vacutum mælinga
Post by: Svenni Turbo on August 02, 2005, 00:53:20
Mikið helv,,,- væri maður nú fúll að fá vacuum í botn gjöf. :wink:  :wink: jafnvel á Renaultinum :shock:
Title: Pælingar vegna vacutum mælinga
Post by: gstuning on August 02, 2005, 03:03:25
Áfram þá með pælingarnar,

Ég er með stærri soggrein á vélinni sem var í raun test til að sjá hvort að eitthvað myndi gerast. Og eini munurinn er way upp í 5000-6900

Allaveganna, er það rétt getið hjá mér að ef nálin fer í 0 við allt yfir 50% gjöf  uppúr lausagang og alveg í botn að soggreinin sé of stór?

Hvernig er sambandið á milli loftþrýstings og magn af lofti undir botn gjöf og svo throttle bodýsins. Því að það er augljóst að vacuum fer í 0 undir gjöf,
Ef ég opna nógu mikið til að fá 0, er sama magn af lofti eins og í botni og fá 0???
Title: Pælingar vegna vacutum mælinga
Post by: baldur on August 02, 2005, 08:09:55
Þetta er aðallega spurning um stærð á throttle body. Ef þú opnar nógu mikið til að fá 0 þá ertu ekki að fá neitt meira loft með því að stíga fastar á gjöfina.
Á hálfri gjöf ertu kannski með 0 á lágum snúningi en svo lækkar þrýstingurinn þegar að spjaldið er orðin fyrirstaða.
Title: Pælingar vegna vacutum mælinga
Post by: gstuning on August 17, 2005, 11:52:16
Quote from: "baldur"
Þetta er aðallega spurning um stærð á throttle body. Ef þú opnar nógu mikið til að fá 0 þá ertu ekki að fá neitt meira loft með því að stíga fastar á gjöfina.
Á hálfri gjöf ertu kannski með 0 á lágum snúningi en svo lækkar þrýstingurinn þegar að spjaldið er orðin fyrirstaða.


:)
það kemur 0 vacuum undir botn gjöf frá 1500
og 0 undir hálfri yfir 2500,
þannig að throttle body og manifold er virkilega of stórt.

Nú er ég að spá í lofthraða vs. loftþrýstingur hvernig það samband hegðar sér,
Er einhver með sniðuga skýringu á því eða góðann link???