Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Lupuz on July 19, 2005, 11:16:30
-
Sæl öllsömul, ég var að spá í að versla mér bíla á ebay og láta flytja þá hingað heim.
Veit einhver hver kostnaðurinn við það er ( prósenta á tolli ) og hvernig sé ódýrast að gera það? (s.s í gegnum einhver flutningarfyrirtæki).
-
byrjaðu að fara á shop usa og þar er reikni vél fyrir flutning á bílum www.shopusa.is
-
Í fyrsta lagi farðu varlega í það að versla þér bíla af Ebay, já eða slepptu því bara alveg.
Tala nú ekki um ef þú ert nýr í þessu.
Talaðu frekar við menn sem gera þetta for a living, þeir komast inn á uppboð þar sem bílar fást á mun betra verði en þú færð út af sölu í usa.
Auk þess að þá getur þú bara pantað bíl, ákveður hvað þú vilt og borgar svo bara þegar bílnum er ekið inn á plan hjá þér, já eða tekur bara við bílaláni sem er þá búið að græja fyrir þig, engin fyrirhöfn. Bara að velja og kvitta.
Ef þú ætlar að fá þér bíl fyrir víst og veist hvað þú vilt þá máttu senda PM á mig og ég skal sjá hvað við getum gert.
-
eldfugl hvernig þjónustu bíður þú uppá...
-
Ég bíð í sjálfu sér ekki upp á neina þjónustu, en ég hef verið að gera eitt og annað fyrir þá sem eru að þessu fyrir enhverja alvuru.
Ef maður fer að auglýsa sig einhvað þá fær maður bara endalaust af beiðnum og fyrirspurnum sem ekkert verður úr, ef menn eru vissir í sínu og hafa fjárráð til að gera það sem þeir eru að tala um þá mega þeir hafa samband við mig.