Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: old and good on July 07, 2005, 09:06:13

Title: Smá útskýringar frá mönnum sem vita takk
Post by: old and good on July 07, 2005, 09:06:13
Nú væri gott að fá smá hjálp hjá fróðum mönnum! málið er að ég hef verið að pæla með munin á þjöppu á vél og þjöppu frá turbo eða SC t.d. ef að maður er að pæla í supercharging er þá ekki alveg eins hægt að hækka þjöppuna á vélini.

Ég get bara ekki skilið munin á því hvort að loft er þjappað áður en að það fer inná vélina og svo aftur meira í vélini í stað þess að bara hreinlega að þjappa meira í vélini!
Title: Smá útskýringar frá mönnum sem vita takk
Post by: baldur on July 07, 2005, 10:40:40
Munurinn liggur í loftmagninu sem vélin nær inn, það skiptir miklu meira máli heldur en hámarks þjöppuþrýstingurinn.
Vél sem hefur tvöfaldan andrúmsloftþrýsting í soggreininni hún hefur sirka tvöfalt meira loft inni í cylendernum þegar að inntaksventillinn lokast heldur en vél sem hefur enga ytri loftdælu.
Það er svo seinna í ferlinu sem að vélin þjappar loftinu saman fyrir bruna.
Title: Smá útskýringar frá mönnum sem vita takk
Post by: old and good on July 07, 2005, 20:41:38
ahh takk áttaði mig ekki á því, en samt samsvarar turbo þá ekki bara einherri ofurþjöppu því að loftið hlítur að þjappast að einhverju leiti svipað og venjuleg vélar þjappa?
Title: Smá útskýringar frá mönnum sem vita takk
Post by: baldur on July 07, 2005, 20:50:57
Nei, eins og ég sagði, að búa til afl snýst ekki um að gera sem hæstan hámarksþrýsting, það snýst um að hafa sem hæstan meðalþrýsting í aflslaginu.
Vél með túrbó getur dregið miklu meira loftmagn inn í cylendrana, og þar af leiðandi brennt miklu meira bensíni á botngjöf, og þar af leiðandi skilað miklu meira afli út í hjólin.
Title: x
Post by: hebbi on July 07, 2005, 22:02:41
2 lítra turbo vél með 1 bar þjappar sama og 4 lítra vél án forþjöppu
burtséð frá strokkþjöppu svona gróft sagt
Title: Smá útskýringar frá mönnum sem vita takk
Post by: killuminati on July 09, 2005, 00:11:17
segir það sig ekki sjálft, ef túrbínan þjappar loftinu áðu en það fer inn á vélina þá kemst hlýtur að fara meira af lofti inn á vélina.  right?