Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Nóni on July 02, 2005, 23:48:02
-
Kæru keppendur og æfendur með ökutæki á númerum, nú þegar keppnisleyfi hefur verið endurnýjað hjá LÍA hafa þeir sett þá skilmála í leyfið að allir þeir sem keyri á bílum með númer hafi svokallaðan tryggingarviðauka frá sínu tryggingafélagi. Þessi viðauki kostar venjulega ekki neitt svo vítt sem ég veit, aðeins þarf að biðja um að fá þessu bætt við. Svo þarf að koma með staðfestingu á þessu til okkar í keppnisstjórn eða á æfingum um leið og menn melda sig inn. Endilega hringja í tryggingafélagið og biðja um viðauka í ábyrgðartrygginguna vegna keppni og æfinga á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni tímabilið maí til október, eða bara allt árið það skiftir engu.
Kv. Nóni
-
Þetta er orðið meira ruglið,
Ef einhver vill prufa að æfa þá þarf sá hinn sami að
borga árgjald 5000kr
einnig dröslast í tryggina félagði sitt og fá þennan viðauka eða hringja,
semsagt ekki hægt að gera nema með góðum fyrirvara
-
þetta var nefnt á skráningaskjalinu á bæði æfingum og keppnum í fyrra um að það væri mælt með að menn myndi ræða við tryggingarnar um að fá þessa viðbót enda eru menn þá mun öruggari og líklegri að fá bætt frá tryggingum ef þeir skyldi nú keyra útaf.
-
Þetta er orðið meira ruglið,
Ef einhver vill prufa að æfa þá þarf sá hinn sami að
borga árgjald 5000kr
einnig dröslast í tryggina félagði sitt og fá þennan viðauka eða hringja,
semsagt ekki hægt að gera nema með góðum fyrirvara
það er nú meiri félags andinn í þér , ef að menn vilji vera virkir í félaginu og að fá að keyra þá er þetta bara smá meira til að tryggja þá en ekki fyrir ykkur hina til að væla yfir , bara að lyfta símtólinu eða keyra ykkar fallegu bíla sem að geta keyrt míluna og fá að haka við þessa viðauka og málið er dautt og hana nú !!!
-
HA :?:
-
Frábært mál. Ég skrái Camaróinn við fyrsta tækifæri.
Better safe than sorry.
-
Ég talaðii við mitt tryggingafjélag og það tók 5 minótur að fá þettað í gegn.
-
var eitthver auka kostnaður ???
bara svona til viðmiðunar ég er að fara tala við mína á morgun....
-
Tók mig líka 5 mínútur, enginn kostnaður. Endilega drífið í þessu og fáið endilega staðfestingu með e-mail sem þið getið prentað út og haft með á brautina á fimmtudag og laugardag, og bara haft í bílnum.
Kv. Nóni
-
Þetta er orðið meira ruglið,
Ef einhver vill prufa að æfa þá þarf sá hinn sami að
borga árgjald 5000kr
einnig dröslast í tryggina félagði sitt og fá þennan viðauka eða hringja,
semsagt ekki hægt að gera nema með góðum fyrirvara
hvernig helduru að þetta sé úti að þú labbir bara inn á næstu braut og farir að leika þér
-
Ég fór til míns Tryggingafélags í dag (VÍS), þar könnuðust menn ekkert við að Kvartmíluklúbburinn væri búinn að ræða við þá í sambandi við viðauka í ábyrgðartrygginguna viðkomandi keppnum og æfingum.
Þetta væri mjög sennilega aukin kostnaður við iðngjaldið o.s.frv sem að stjórnarmenn KK ættu að ræða við yfirmenn VÍS í Ármúla.
Þetta þarf að gefa út fyrir hverja keppni, hverja æfingu o.s.fv. var mér tjáð, ekki einhvern mánuð eða tímabil heldur einn ákveðin atburð.
Mitt álit: Fúll yfir því að KK er ekki búinn að ræða við Vís, þetta er meira mál heldur en Nóni lætur uppi (Nóni, það þýðir ekki bara að tala við sitt félag).
Fúll yfir auknum kostnað á iðngjaldið, fúll yfir því að það þurfi að fá leyfi/sækja um þetta við hvern einasta atburð sem þú tekur þátt í...
Ætlaði að koma á æfingu á fimmtudag (7. Júlí), get ekki séð að það takist vegna seinagangs stjórnar við að koma þessu á framfæri eða hvað þá að tala við öll tryggingafélögin.
Þetta fækkar keppendum á æfingum/keppnum stórlega ef að þetta á að viðgangast að mínu mati. Mjög óaðlagandi! Eitt af "trikkum" LÍA??
Hvað ætlið þið að gera í málinu??
Vinsamlegast ekki svara með hroka!
Kristinn Rúdólfsson.
-
Hvað ætlið þið að gera í málinu??
Vinsamlegast ekki svara með hroka!
Kristinn Rúdólfsson.
Sæll Kiddi, það er rétt hjá þér að ég hef bara talað við mitt tryggingafélag, hins vegar hélt ég að það væri engin samkeppni og allt eins hjá þeim þannig að það skifti engu máli við hverja maður talar.
Ég var beðinn að koma þessu til skila til keppenda svo að hægt væri að ganga frá þessu.
Hvað var mikill auka kostnaður ofan á iðgjaldið?
Vona að þér finnist ég ekki vera með hroka þegar ég segi að þú hefur einungis komið einu sinni að mínu viti upp á braut í sumar með Transinn og þú ert á listanum yfir menn sem eiga flott tæki en koma ekki upp á braut og keppa eða æfa en rífa kjaft yfir að hlutirnir séu ekki lagi.
Kv. Nóni
-
Það var ekkert farið út hversu mikill kostnaður þetta var, málið var á byrjunastigi og var mér bent á það að stjórnarmenn KK ættu að hafa samband fyrst áður en að einhver leyfi yrðu gefin.
Ég hef margar ástæður fyrir því að ég hef aðeins komist einu sinni út á braut í sumar.
En með þennan lista þinn og að rífa kjaft er ég ekki að kaupa...... Þetta eru ábendingar en ekki einhver kjaftur eða leiðindi eins og stjórnarmenn vilja oft túlka, sem er miður. Það er alltaf pláss fyrir ábendingar og pælingar, líka hjá vel reknum klúbbum, fyrirtækjum o.s.frv.
Auðvitað er maður með kjaft einstöku sinnum en það er ekki við stjórnarmenn, frekar við afturhaldskerlingar úr Hafnarfirði :o
-
Kiddi minn, eins og þú veist er þessi listi ekki til nema þá í höfðinu á einhverjum sem vita helling. Við tölum stundum um hvað mörg tæki séu til en ekki margir láti sjá sig á brautinni.
Það er alltaf gott að fá ábendingar og þess háttar og þakka þér og öðrum fyrir það, það er víst bara ekki sama hvernig hlutirnir eru settir fram á skjánum eins og ég þekki því að það sem getur misskilist mun misskiljast og hitt líka þó að það eigi ekki að geta misskilist (Valur veit þetta líka eins og ég. :D ).
Kv. Nóni
-
Ég var hjá VÍS áðan og þeir vilja ekki gefa út svona viðauka fyrir kvartmíluna sagði hann að þeir gerðu þetta ekki nema fyrir rallið og einga aðra kvartmílan félli ekki undir þennan flokk þeirra og sagði hann að maður væri ótryggður að þeirra hálfu ef að maður væri að keppa eða æfa sig útá braut. Þannig að þeir sem að hafa verið tryggðir hjá VÍS undanfarin ár hafa sem sagt verið ótryggðir í keppnum eða á æfingum. Held að menn ættu nú að fara að ath með sitt félag hvort að þeir séu allveg örugglega tryggðir það er slæmt ef að menn halda það og eru það svo ekki þegar á reynir. Ég hefði haldið að þeir væru fegnir því að við værum að djöflast þarna með hraðan heldur en að vera að spyrna innanbæjar á milli ljósa hehehe.
kv.
Árni
-
Þetta fækkar keppendum á æfingum/keppnum stórlega ef að þetta á að viðgangast að mínu mati. Mjög óaðlagandi! Eitt af "trikkum" LÍA??
Hvað ætlið þið að gera í málinu??
Vinsamlegast ekki svara með hroka!
Kristinn Rúdólfsson.[/quote]
Kiddi ég myndi nú bara þakka LÍA fyrir að benda á þetta því að sammkvæmt mínu tryggingafélagi VÍS þá erum við búnir að vera ótryggðir þarna út á braut
-
Jú Árni, ég hef það fyrir satt að bæði hjá Sjóvá og TM hafi menn fengið þetta fyrir ekki neitt og er reyndar búinn að spyrja um þetta sjálfur og þá kynnt mig sem stjórnarmann í KK, þetta er eitthvað skrýtið með VÍS því að ég vissi ekki að það væri nein samkeppni í gangi hjá þessum aðilum. Þeir ættu nú frekar að vilja tryggja menn á kvartmílubrautinni heldur en í rallý að mínu mati.
Kv. Nóni
-
Þannig að þú hefur þá ekki talað við VÍS því að þeir taka þetta ekki í mál að gera svona viðauka sem að gerir það að verkum að þeir sem að eru tryggðir hjá VÍS þurfa að tryggja annarstaðar eða ekki að keppa. Miðað við þau svör sem að ég fékk hjá VÍS þá er ég ekki tryggður upp á braut
-
Þannig að þú hefur þá ekki talað við VÍS því að þeir taka þetta ekki í mál að gera svona viðauka sem að gerir það að verkum að þeir sem að eru tryggðir hjá VÍS þurfa að tryggja annarstaðar eða ekki að keppa. Miðað við þau svör sem að ég fékk hjá VÍS þá er ég ekki tryggður upp á braut
Rallí karlarnir.. senda bara keppnisleyfisnefnd uppí vís!
-
Samkvæmt minni vitund eru menn ekki tryggðir af sínu tryggingafélagi í keppni eða æfingum (þar sem teknir eru tímar) nema í gegnum tryggingastofnun. Svona er þetta búið að vera í fjölda ára alveg sama hvort það er rallý eða kvartmíla.
Það sem tryggingarnar bæta er skaði á öðrum eða þriðja aðila sem viðkomandi getur valdið.
Hægt er að reyna kaupa sér slysatryggingu en þegar vel er að gáð þá gilda þær ekki yfir akstursíþróttir.
Eina tryggingin sem menn geta haft fyrir sjálfan sig fyrir utan öryggisbúnaðinn er líftrygging hjá Alliance, Sun Life eða eitthvað svipað.
Hvort tryggingarnar bæti svo bíla eða annan búnað í gegnum kaskó sem skemmist í keppni, leyfi ég mér að stórefast um það því það er hægt að kaskó tryggja keppnistæki en það er alveg sér trygging.
Menn ættu að kynna sér tryggingarnar sínar vel og hafa þær á blaði en ekki orð sölumannsinns.
Mjög einfalt ef Vís er með bull, bara tryggja annarsstaðar þar sem "Tryggingarnar snúast um fólk"
-
Ef ég hef skilið allt rétt...
þá eru KK og BA núna innan ÍSÍ.
Það þýðir að ef menn eru félagar í BA eða KK og slasast á æfingum eða keppnum þá eru menn tryggðir sem íþróttamenn og eiga ýmiskonar réttindi og bætur fyrir það. Rétt eins og þeir væru í fótbolta eða á skíðum.
Þetta er aðal ástæðan fyrir því að ekki er lengur hægt að keppa og æfa án þess að vera í klúbbunum.
Ökutækið og tjón af völdum þess er hins vegar annað mál.
-j
-
Ég var hjá Sjóvá í morgun og þeir vildu bara láta mig hafa þessa viðauka tryggingu fyrir hvert skipti sem ég færi upp á braut. (Svakaleg fyrirhöfn í hvert skipti.) Nóni er einhver með viti sem ég get talað við hjá Sjóva því mig langar alveg rosalega að keppa í kvartmílunni. :) :) :)
-
Það er Arndór sem maður þarf að tala við hjá Sjóvá en við erum að vinna í því að fá tryggingafélögin til að skilja þetta með kvartmílubrautina, það er ekki sama hættan þar eins og í rallý og þess vegna ætti að vera hægt að hafa kvarmílubrautina inni í tryggingaskilmálum ef maður vildi það.
Málið er í vinnslu.
Kv. Nóni
-
Hjá TM er þetta ekkert mál, tók 2 mín. í gegnum síma fyrir allt sísonið. Tryggingin felur í sér sömu tryggingu og viðkomandi er með á götum borgarinnar. Svo er ÍSÍ tryggingin til viðbótar að mér skilst. Farið bara með bílana ykkar í almennilegt tryggingafélag.
-
það er ekki sama hættan þar eins og í rallý
Þú hlýtur að vera grínast
-
Er ég sá eini sem að er tryggður hjá Vís sem að er í vandræðum með þenna viðauka eða ? Er búin að tala við þá og er enþá að bíða eftir svari ? Fæ ég að keyra ef ég kem ekki með þennan viðauka á Fimmtudaginn ?
-
það er ekki sama hættan þar eins og í rallý
Þú hlýtur að vera grínast
Þið hljótið að vera að grínast með þetta,mér finnst ekkert óeðlilegt að þetta sé svona þar sem mönnum haefur verið hleypt útá brautina án öryggisbúnaðar og annars,tryggingin á rallybílum er standard trygging nema maður fær viðauka sem staðfestir að bíllinn sé tryggður í rallkeppni og er það bara gagnvart þriðja aðila og það er einnig hægt að fá kaskótryggingu en sjálfsábyrgðin er ein milljón!Og hvers vegna skyldi það vera skylda að menn tryggi bílana sína á æfingum,er það vegna þess að eitthvað kom fyrir?
HK RACING (sem var líka bannaður)
S 822-8171
-
það er ekki sama hættan þar eins og í rallý
Þú hlýtur að vera grínast
Bíddu.....var ekki búið að banna þig???
Kv. Nóni
-
Ég var loksins að fá minn Turbo Mitsubitshi Lancer EVO :D bíl til landsins og ætlaði mér að vera með í sumar en það virðist ég ekki geta því ég er hjá Vís og ég fæ ekki þessa tryggingu
-
það er ekki sama hættan þar eins og í rallý
Þú hlýtur að vera grínast
Þið hljótið að vera að grínast með þetta,mér finnst ekkert óeðlilegt að þetta sé svona þar sem mönnum haefur verið hleypt útá brautina án öryggisbúnaðar og annars,tryggingin á rallybílum er standard trygging nema maður fær viðauka sem staðfestir að bíllinn sé tryggður í rallkeppni og er það bara gagnvart þriðja aðila og það er einnig hægt að fá kaskótryggingu en sjálfsábyrgðin er ein milljón!Og hvers vegna skyldi það vera skylda að menn tryggi bílana sína á æfingum,er það vegna þess að eitthvað kom fyrir?
HK RACING (sem var líka bannaður)
S 822-8171
Ert þú eitthvað leiður út í okkur? Við erum að reyna að fá menn til að tryggja og þetta er allt í einu farið að snúast um rallý. Þetta á fyrst og fremst og eigöngu um bíla sem eru tryggðir og með númer og það að keyra beint á malbikaðri braut í 400 metra og bremsa svo í aðra 600 á ekki að vera svo svakalega hættulegt, allavega hafa ekki orðið svo mörg slys á kvartmílubrautinni og sérstaklega ekki á bílum með númeraplötur og tyrggingu.
Komdu endilega upp á braut að keyra, þú fyllist ábyggilega öryggistilfinningu.
Kv. Nóni
-
það er ekki sama hættan þar eins og í rallý
Þú hlýtur að vera grínast
Þið hljótið að vera að grínast með þetta,mér finnst ekkert óeðlilegt að þetta sé svona þar sem mönnum haefur verið hleypt útá brautina án öryggisbúnaðar og annars,tryggingin á rallybílum er standard trygging nema maður fær viðauka sem staðfestir að bíllinn sé tryggður í rallkeppni og er það bara gagnvart þriðja aðila og það er einnig hægt að fá kaskótryggingu en sjálfsábyrgðin er ein milljón!Og hvers vegna skyldi það vera skylda að menn tryggi bílana sína á æfingum,er það vegna þess að eitthvað kom fyrir?
HK RACING (sem var líka bannaður)
S 822-8171
Ert þú eitthvað leiður út í okkur? Við erum að reyna að fá menn til að tryggja og þetta er allt í einu farið að snúast um rallý. Þetta á fyrst og fremst og eigöngu um bíla sem eru tryggðir og með númer og það að keyra beint á malbikaðri braut í 400 metra og bremsa svo í aðra 600 á ekki að vera svo svakalega hættulegt, allavega hafa ekki orðið svo mörg slys á kvartmílubrautinni og sérstaklega ekki á bílum með númeraplötur og tyrggingu.
Komdu endilega upp á braut að keyra, þú fyllist ábyggilega öryggistilfinningu.
Kv. Nóni
Ekki var það ég sem byrjaði að tala um rallý hérna,taldi mig bara vera að reyna að útskýra hvernig þetta gengur fyrir sig hjá okkur!
Og hvaða bull er þetta með að kvartmíla sé hættuminni en rallý?
Man ekki eftir að það hafi orðið slys þar sem menn hafi slasast í rally sem kallast getur!Ég er mjög fylgjandi því að menn fái tryggingaviðauka en einnig getur kvartmíluklúbburinn keypt tryggingu fyrir æfingarnar og dreift því niðrá menn sem æfa!
HK RACING
S 822-8171
-
Við vorum að tala um bíla á númerum í daglegum akstri, það hafa ekki orðið svo mörg slys á svoleiðis bílum á brautinni.
Þetta hérna er nú teygjanlegt, "hafi slasast í rally sem kallast getur!". Slys eru alltaf slys og þau ber að líta alvarlegum augum og reyna að læra af þeim, við verðum að reyna eins og við getum til að koma í veg fyrir þau og tryggja okkur svo fyrir því óvænta.
Vonast eftir þér á kvartmílubrautina Himmi, er viss um að þú ert mikill keppnismaður og þú hefðir gaman að því að spyrna. Hefurðu annars verið með í sumar á æfingunum?
Kv. Nóni
-
Ég var loksins að fá minn Turbo Mitsubitshi Lancer EVO :D bíl til landsins og ætlaði mér að vera með í sumar en það virðist ég ekki geta því ég er hjá Vís og ég fæ ekki þessa tryggingu
Ég tek undir með 3000gtvr4, við sem erum að tryggja hjá VÍS getum við semsagt ekki keyrt á æfingum, ekki tekið þátt í keppnum eða gert nokkuð og það er EKKERT sem við getum gert í því?? (svona fyrir utan að skipta um tryggingafélag með ærnum tilkostnaði).
-
Greinilega ekki sama hver er, ég er búinn að fá staðfestingu á að menn hafi fengið viðauka að kostnaðarlausu hjá VÍS.
Tala við yfirmenn ef þetta gengur ekki, hóta að tryggja annarsstaðar.
Kv. Nóni
-
Við vorum að tala um bíla á númerum í daglegum akstri, það hafa ekki orðið svo mörg slys á svoleiðis bílum á brautinni.
Þetta hérna er nú teygjanlegt, "hafi slasast í rally sem kallast getur!". Slys eru alltaf slys og þau ber að líta alvarlegum augum og reyna að læra af þeim, við verðum að reyna eins og við getum til að koma í veg fyrir þau og tryggja okkur svo fyrir því óvænta.
Vonast eftir þér á kvartmílubrautina Himmi, er viss um að þú ert mikill keppnismaður og þú hefðir gaman að því að spyrna. Hefurðu annars verið með í sumar á æfingunum?
Kv. Nóni
Hef ekkert mætt í sumar,mættum í keppni að ég held 2000 og vorum með 9 bíla í flokknum okkar en get ekki sagt að þetta heilli mig neitt óskaplega,en maður kemur kannski á eina æfingu til að sjá hvað vélaskiptin hafi gert!
HK RACING
S 822-8171
-
Hjá TM er þetta ekkert mál, tók 2 mín. í gegnum síma fyrir allt sísonið. Tryggingin felur í sér sömu tryggingu og viðkomandi er með á götum borgarinnar. Svo er ÍSÍ tryggingin til viðbótar að mér skilst. Farið bara með bílana ykkar í almennilegt tryggingafélag.
En ef manni líður bara vel hjá sínu tryggingarfélagi, og vill ekki skipta með tilheyrandi kosntaði og veseni!
Þetta fór alveg með sumarið!
-
Sælir félagar, ég verð nú að játa að ég er nú ekki alveg að skilja þennan tryggingar viðauka sem númeruð ökutæki þurfa umfram ónúmeruð,veit ekki betur en að Kvartmíluklúbburinn þurfi að kaupa rándýrar tryggingar fyrir hverja keppni, sem tryggir þriðja aðila (áhorfendur og fl.) gagnvart keppendum, og nær sú trygging yfir alla keppendur númeraða sem ónúmeraða hjól og bíla. Segjum að keppandi með tryggingar viðauka valdi tjóni á á áhorfanda, og hann tryggi hjá TM en Klúbburinn hjá vís hver borgar þá tjónið??? :?: :!: :roll:
-
Hef ekkert mætt í sumar,mættum í keppni að ég held 2000 og vorum með 9 bíla í flokknum okkar en get ekki sagt að þetta heilli mig neitt óskaplega,en maður kemur kannski á eina æfingu til að sjá hvað vélaskiptin hafi gert!
HK RACING
S 822-8171
vonandi kemstu niður fyrir minn tíma 8)