Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: hallih on June 30, 2005, 00:55:31
-
Heimasíðumál, uppfærsla og meiri fréttir vantar. Sá sem er heimasíðustjóri er alls ekki að standa sig. Gamlar fréttir á forsíðu og lítt hvetjandi skilboð.
Með fullri virðiingu fyrir það sem hefur verið gert fyrir klúbbinn (nýtt hús, betri aðstaða við braut etc.) þá vantar grunn atgerpir til að hafa sumarið skemmtileg upp á braut og áhugavert. Við hljótum að vera sammála um að af sem komið er þá er stjórn eintaklega lömuð og áhugalaus. Getur verið að þeir sem sitja í stjórn séu þessu gömlu góðu sem hafa misst áhugan?
Væri ekki grundvöllur að bjóða út rekstur brautarinnar á sumartíma, öllum til góða sem hafa gaman af sportinu?
-
Þegar gagnrýna á gerðir stjórnar og klúbbfélaga viljum við fá að vita hver skrifar hér. Vinsamlega skrifa undir nafni. Og við erum ekki sammála. Ef þú hefur tíma til að leggja til hjálparhönd þá er það vel þegið, bara fara í röðina.
Stigurh
-
Það er auðvelt að vera harður fyrir aftan tölvuskjá.
-
Heimasíðumál, uppfærsla og meiri fréttir vantar. Sá sem er heimasíðustjóri er alls ekki að standa sig. Gamlar fréttir á forsíðu og lítt hvetjandi skilboð.
Með fullri virðiingu fyrir það sem hefur verið gert fyrir klúbbinn (nýtt hús, betri aðstaða við braut etc.) þá vantar grunn atgerpir til að hafa sumarið skemmtileg upp á braut og áhugavert. Við hljótum að vera sammála um að af sem komið er þá er stjórn eintaklega lömuð og áhugalaus. Getur verið að þeir sem sitja í stjórn séu þessu gömlu góðu sem hafa misst áhugan?
Væri ekki grundvöllur að bjóða út rekstur brautarinnar á sumartíma, öllum til góða sem hafa gaman af sportinu?
Mér sýnist við vera búnir að fá nýjan mann í stjórn í haust.......vonandi hefur hann tíma þegar á hólminn er komið.
Annars er það þannig með mig að ég hef verið netlaus í sumabústað og hefur ekki líkað það illa, átti að sjálfsögðu að koma þessu yfir á aðra en sá svosem ekki þörf á því fyrir 6 daga. Ég veit nú ekki hvað þú ert að tala um þegar þú talar um gamlar fréttir á forsíðu, ég uppfærði það áður en ég fór og það hefur svo sem ekkert breyst þar.
Vil bara benda þér á hallih að ég ber fulla ábyrgð á þessum netmálum í augnarblikinu og þú verður að gera grein fyrir þér ef þú ert að bjóða þig fram í stjórn, komdu fagnandi.
Kv. Nóni
-
Sæll Nóni, vonandi hefur þú haft það gott í bústaðnum.
Láttu nú ekki þessa gasprara einsog "hallah" og fleiri fara í taugarnar á þér, þetta bull er ekki einu sinni svaravert. Þeir halda það að ef stjórnin ákveði eitthvað þá séu allir með og rosa gaman, :D en við sem þekkjum betur til KK vitum að mestöll vinna sem fram fer í klúbbnum lendir á stjórnarmönnum og svo fáum við stjórnarmenn bara skít og skömm fyrir. :evil:
Margir KK meðlimir nenna ekki að leggja neitt af mörkum til starfa fyrir klúbbinn, né heldur að taka þátt í þeim athöfnum sem er boðið uppá á vegum KK. Svona bara er þetta. :? Og svo þetta að stjórnin sé áhugalaus og geri ekki neitt, hvernig er hægt að að taka mark á svona heimskutali, og ég bara frábið mér að taka svona óþroskaðan labbakút í stjórnina :roll:
Tóti
-
Rólegir að skjóta grey manninn niður, hann er bara að benda á það sem betur mætti fara :wink:
-
Við hljótum að vera sammála um að af sem komið er þá er stjórn eintaklega lömuð og áhugalaus. Getur verið að þeir sem sitja í stjórn séu þessu gömlu góðu sem hafa misst áhugan?
Ef að þetta flokkast undir hluti sem betur mættu fara hjá þér, þá ert þú Kiddi minn orðinn að "Pollyönnu"
Mér finnst þetta bara persónulega, verulega dónalegt og sett fram með óvirðingu, þessi maður hefur greinilega ekki hugmynd um hvað stjórnin er að gera og enn síður um hvað hann er að skrifa.
Þess vegna segi ég alltaf: Spurðu fyrst og tjáðu þig svo.
Tóti
-
er þetta ekki bara í góðum málum vantar ekki bara fólk til að keppa og fleyra til að horfa á ?
þó að ég hafi ekki hugmyndum þetta, menn verða líka átti sig á því að þeir sem eru í stjórninni eiga sér kanski líka líf og þurfa borga sína reikninga eins og annað fólk og menn ættu að athuga það að þetta er sjálfboða vinna sem þeir eru að sinna...!
ekki er ég búin að sjá neina keppni í ár né keppt í kvartmilu á ævinni og samt finnst mér það nú flott að það sé búið að reisa hús og malbika að brautinni og eflaust margt fleyra sem ég veit ekki - menn verða að setja í reikninginn að þetta er EKKI STÓR EYJA MEÐ MIKIÐ AF FÓLKI...
þannig að ég persónulega er bara sáttur að vita það að það sé kvartmila á íslandi og þakka bara fyrir að geta séð keppni hérna heima...
:arrow: :cry: og það er eitt en það sem ætti að kvarta yfir er það að þessi helvítis fótbolti fær ofmikið af umfjöllun og bílasportið fær nánast einga...
kveðja Jóhannes Geir...
ps: :lol: bara vera með...
-
Heimasíðumál, uppfærsla og meiri fréttir vantar. Sá sem er heimasíðustjóri er alls ekki að standa sig. Gamlar fréttir á forsíðu og lítt hvetjandi skilboð.
Pollyanna var sammála þessu :oops:
(http://img.photobucket.com/albums/v228/displacedtexan/blogstartdatefeb052005/pollyanna-poster3.jpg)
-
Jamm loksins kom að því að Pollyana yrði dregin hér inn til að koma á smá jákvæðni hérna inni :lol: hehehehehe ég er bara ósammála Kidda :twisted:
Mér finnst menn í stjórn KK vera að standa sig prýðilega og heimasíðan er fín, það eina sem er leiðinlegt við allt í kring um kvartmíluna eru menn sem eru alltaf í fýlu og geta röflað hérna yfir einhverjum smámunum og drullað hver yfir annan, ég mæli með góðum geðlyfjum fyrir suma hérna, í guðanna bænum reynið að hafa gaman að þessu öllu saman til þess er lífið almennt :!:
-
Strákar þið verðið að virða menn fyrir verkið. Hver er að gera hvað.
Öllum er opið að taka þátt í verkinu. OK hver vinnur verkið.,
Þið verðið að bera virðingu fyrir þessum mönnum sem leggja sig fram.
Hvar er Þú. Ertu að hugsa hvað þú ætlar að gtera .
Eða fletttir þú bara SUMMIT listanum og pantar. Flottur.
Ef við erum félagsmenn í þessum klúpp þá veðum við að mæta með
þau tæki sem eru till taks. ÞAÐ ER SKILDA.
Við viljum fá áhorfundur og $ í kassann
Við verðum að standa saman og leggja okkur fram að standa að baki
þessara manna sem eru í fosvari fyrir okkur.Það skiptir engu máli
hver á í hlut . Við erum allir að vinna að sama markmiðinu.
-
sælir... hallih ein spurning afhverju kemuru ekki uppa a braut og hjalpar okkur ad bæta kluppinn og stafsemi hans eins og þu segir ad se svo ábotavant i stadin fyrir ad fela þig bakvid tölvuskja og nöldra???