Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: firebird400 on June 14, 2005, 21:02:06

Title: GT 500 í keflavík
Post by: firebird400 on June 14, 2005, 21:02:06
Jæja þá er hinn GT mustanginn kominn til keflavíkur.

Sagan segir hann eins og nýjan.

Á ekki einhvar myndir handa okkur.

 :D
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Moli on June 14, 2005, 21:25:43
hvaða.. Aggi býrðu ekki í keflavíkinni? bara út á snattið með þig og smelltu af myndum fyrir okkur hina!?  8)
Title: GT 500 í keflavík
Post by: firebird400 on June 14, 2005, 21:27:37
Ég skal gera það eftir helgi   :wink:
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Kristján Stefánsson on June 14, 2005, 21:37:02
nau sammt leit hann hálf ræfilslega á myndunum í gámnum
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Moli on June 14, 2005, 23:06:58
Quote from: "krissi44"
nau sammt leit hann hálf ræfilslega á myndunum í gámnum


er ekki verið að tala um hinn Shelby bíllinn sem var í umræðunni, sá hvíti og þess má geta að hann er GT-350 ekki 500
(held ég fari örugglega með rétt mál þar)  :?

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/68.jpg)
Title: GT 500 í keflavík
Post by: firebird400 on June 15, 2005, 08:12:01
Nei þessi er blár skiilst mér og er sá sem ég var að tala um að ég vissi til þess að ætti að fara til keflavíkur þegar sá græni kom, þessi sem á svo að fara til lúx.
Title: GT 500 í keflavík
Post by: kiddi63 on June 15, 2005, 11:38:27
Eru menn ekki bara að ruglast á ´67 Mustangnum hans Ragga, sem er víst með Shelby Cobra kit?? :lol:  :shock:  :lol:
Title: GT 500 í keflavík
Post by: firebird400 on June 15, 2005, 13:05:52
Nei þessi kom til landsins um daginn
Title: GT 500 í keflavík
Post by: kiddi63 on June 15, 2005, 13:52:41
:?
Er það bara ég eða eru fleiri  að ruglast á þessu,:
einn er grænn og var í gámi og átti að fara aftur út,,
annar var hvítur í eigu manns í Luxenburg og á að vera þar,  
svo er sá þriðji blár og er í mekka muscle car bílanna, Keflavík.

Segðu mér Firebird400, veistu hvar hann er í kef og hver er eigandi??
 :shock:
Title: GT 500 í keflavík
Post by: firebird400 on June 15, 2005, 16:03:14
Quote from: "kiddi63"
:?

Segðu mér Firebird400, veistu hvar hann er í kef og hver er eigandi??
 :shock:


Já og já 8)
Title: GT 500 í keflavík
Post by: graman on June 15, 2005, 16:23:59
Quote from: "kiddi63"
:?
einn er grænn og var í gámi og átti að fara aftur út,,
annar var hvítur í eigu manns í Luxenburg og á að vera þar,  
svo er sá þriðji blár og er í mekka muscle car bílanna, Keflavík.


GT 500 grænn kom hingað í uppgerð, eigandi í Lux
GT 350 hvítur, kemur í haust í smá yfirhalningu, sami eigandi í Lux
(og báðir fara þangað aftur)
þessi nr. 3 er nýkominn og verður í Kef.
Title: GT 500 í keflavík
Post by: kiddi63 on June 15, 2005, 16:53:27
Jæja það er best að fara á stúfana og reyna sjá dýrið. 8)  8)
Title: GT 500 í keflavík
Post by: kiddi63 on June 15, 2005, 23:07:22
jæja, ég sá kvikindið áðan og mér fannst þetta vera eins og ´69 bíllinn  :shock:
Ég náði meira að segja mynd af honum.  :lol:  :lol:
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Moli on June 15, 2005, 23:23:51
(http://www.live2cruize.com/phpBB2/images/smiles/jawdrop.gif)
GÓÐUR KIDDI!! (http://www.live2cruize.com/phpBB2/images/smiles/icon_thumright.gif) (http://www.live2cruize.com/phpBB2/images/smiles/icon_salut.gif) (http://www.live2cruize.com/phpBB2/images/smiles/bowdown.gif)

en þetta virðist vera ´69 eða ´70 bíll!  :shock: nú verða spekingarnir að fara að tjá sig! 8)
Title: GT 500 í keflavík
Post by: kiddi63 on June 15, 2005, 23:51:14
Ég er nánast alveg viss um að þetta er 69, hann er með svona sérstakan framenda og svo er hann svakalega líkur 69 múkkanum að aftan, .,
nema ljósin auðvitað  :lol:

Verst að ég get ekki sett sándið í honum hingað inn., BARA æðislegt !!
Title: shelby
Post by: hebbi on June 16, 2005, 00:24:00
mér hefur oft dottið til hugar að 70 shelby hafi notað frammendan af 71 stóra mustangnum þetta er ótrúlega svipað og ef 71 nef væri sett á eldri bílinn hafið þið spáð í hvort það virkaði? shelby hafi fengið "pre" framleidda parta sem biðu reddí fyrir samsetningu 71 bíls sem búið að hanna og aðlagað þá eitthvað
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Firehawk on June 16, 2005, 10:18:03
Fyrir þá sem ekki vissu...

1969 og 1970 Shelby Mustang eru sömu bílarnir. Það seldust ekki allir '69 Shelbyarnir, þannig að Ford sótti um að fá að breyta VIN númerinu á þeim sem eftir voru og kalla þá 1970. Þeir sem sagt skiptu um VIN númer og settu fram spoiler og svartar rendur á húddið, það er öll breytingin.

Ástæðan fyrir lélegri sölu á Shelby var að því er mig minnir að Shelbyinn var miklu dýrari en aðrir "ofur" Mustangar eins og Boss og Cobra Jet. Þeas þú gast fengið mun ódýrari Mustang með svipuðu performance.

Framendinn á 1971 Mustangnum er augljóslega "stæling" á 1969 Shelby.

Þessi bíll er augljóslega '69 eða '70. Miðað við að hann sé að mestu orginal er þetta '69 eða Shelby klón frá '69 eða '70 bíl.

-j
Title: GT 500 í keflavík
Post by: kiddi63 on August 16, 2005, 15:57:47
Fann loksins  gamla mynd af Akureyrar Shelby Cobrunni, það er ekki mikið til af góðum myndum af honum og er það alveg synd og skömm og alles...
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Anton Ólafsson on August 18, 2005, 03:05:56
É á nú þónokkrar góðar af honum.

 Hérna er til dæmis myndir af því þegar Túri er að leggja af stað með hann suður á sýningu KK.
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Lindemann on August 20, 2005, 03:10:55
engar myndir til af honum með prjóngrindinni?  :lol:
Title: GT 500 í keflavík
Post by: 70 RoadRunner on August 20, 2005, 10:05:09
hann var ekki alltaf flottur
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Moli on August 20, 2005, 21:55:06
á ekki einhver eintak af nýjasta Shelby Registry? ég spurðist aðeins fyrir um bílinn úti og fékk þessi svör (var búinn að heyra að hann væri í Japan)

Quote from: ""

Hello Magnus,
1967 GT500 #433 is listed as being in Japan in the 1997 Registry. Are you a SAAC member?
Regards,
Bob Barranger
SAAC NJ


Anton komdu með meira af gömlum Mustang myndum!  8)
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Anton Ólafsson on August 23, 2005, 00:43:39
Af einhverju sérstöku þá?
Title: Mustang
Post by: vette75 on August 23, 2005, 11:31:17
Sæll  Anton,
Áttu meira af myndum af þessum Mustang R8975.
Þetta er bíll sem ég átti í gamla daga, en á bara 1 mynd af.

Kveðja
Ólafur Haukdal
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Anton Ólafsson on August 23, 2005, 16:33:06
Já.

 Hérna eru þrjár  í viðbót.  Á nokkrar í viðbót.
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Racer on August 23, 2005, 17:01:45
snilldar setning sem ég heyrði frá fyrrverandi eiganda gamla shelby fyrir nokkrum mánuðum.

hún hljómar svona: "ég átti einu sinni mustang og seldi hann vegna þess konan þurfti endilega að verða ólétt og ég sé allt mustanginn þegar ég lít á dóttur mína" svo ég spurði hvernig mustang þá var svarið svona "Það var nú bara gamall mustang Gt sem torkaði alveg nóg þennan stutta tíma sem ég átti hann , minnir að hann hét meira segja Cobra" svo sýndi hann mér myndina á íslensku shelby cobru hehe , honum var sama hvort hann átti venjulegan mustang eða shelby cobru vegna þess bílinn lookaði og aflið virkaði.

annars grunaði hann að konuna kom til hans útaf bílnum.
Title: GT 500 í keflavík
Post by: kiddi63 on August 23, 2005, 19:11:24
Sæll Ólafur.

Ég hélt alltaf að þetta væri þinn gamli, en minnið er greinilega eitthvað að spila með mig.

Kv. Kiddi frændi (sonur Eyfa) :lol:
Title: Mustang
Post by: vette75 on August 23, 2005, 20:04:13
Sæll Kiddi, það var strákur í Kópavogi sem átti þennan á sama tíma, hann gerði hann upp frá grunni, þetta var glæsilegur bíll.
Veistu hvað varð um hann.

Anton, þakka þér fyrir myndirnar,þetta var glæsilegur Mustang.

Kveðja
Ólafur Haukdal
Title: GT 500 í keflavík
Post by: kiddi63 on August 23, 2005, 21:00:46
Nei, ég veit  ekki hvað varð um þennan úr Kópavogi.
Reyndar heyrði ég einhvern tíma að svona bíll hefði endað skelfilega á Kjalarnesinu,
hvort það var þinn eða þessi úr Kóp veit ég bara ekki.
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Moli on August 23, 2005, 22:20:04
er þetta ekki umræddur bíll í kópavogi? er enn þann dag í skúr í Hrauntungu (eða því hverfi) ásamt ´66 bíl og einum ljótum ´65 coupe fyrir utan?


Myndir fengnar af www.mustang.is

(http://www.mustang.is/sadshots/images/sadshot_1_450.jpg)
(http://www.internet.is/bilavefur/sad_shots/65_mustang_grar.JPG)
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Anton Ólafsson on August 24, 2005, 01:53:40
Quote from: "Moli"
er þetta ekki umræddur bíll í kópavogi? er enn þann dag í skúr í Hrauntungu (eða því hverfi) ásamt ´66 bíl og einum ljótum ´65 coupe fyrir utan?


Myndir fengnar af www.mustang.is

(http://www.mustang.is/sadshots/images/sadshot_1_450.jpg)
(http://www.internet.is/bilavefur/sad_shots/65_mustang_grar.JPG)


 Þetta er rétt hjá þér Moli,
Title: GT 500 í keflavík
Post by: kiddi63 on August 24, 2005, 21:06:56
Talandi um það, þar sem þessi þráður er um Shelby Cobru,
ég var að horfa á nýju myndina "The Dukes of Hazard" áðan og var að spá hvort þetta væri í alvöru  Shelby Cobra sem er verið að þjösnast á í myndinni, eða er þetta eitthvað fake   :?:
Title: GT 500 í keflavík
Post by: kawi on August 25, 2005, 23:24:34
70rodrunner. þetta er ekki sami shelbyin turi seldi sinn úr landi. samkvæmt því sem teingdó(steini gunn) sagði mér .hann bjó fyrir norðan og þekti tura vel
Title: GT 500 í Keflavík
Post by: Þórður Ó Traustason on August 26, 2005, 00:18:52
Fékk ekki Guðmundur Kjartansson (Cyclone) bílinn hjá Arthúri og þaðan gekk hann á milli manna þangað til að hann fór út. Myndin sem 70 Roadrunner sendi inn er af sama bílnum. Hún er tekin á Kársnesbrautinni og samkvæmt bestu vitund átti GK. gripinn þá.
Title: GT 500 í keflavík
Post by: 70 RoadRunner on August 26, 2005, 11:51:58
ég heirði að þessi bíll fór nýr á sýningu úti og kom hingað fljótlega eftir það og ég heirði líka að hann hafi komið orginal með blásara, sem var svo tekinn úr honum hérna. þannig að þetta er mjög sjaldgjæfur bíll.
Hann var líka gerður upp að hérna einu sinni en ég veit ekki hvað var gert mikið við hann, en þá var blásara brakketið en þá í honum.
en þetta er bara það sem ég hef heirt.
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Anton Ólafsson on August 26, 2005, 19:43:28
Þessi frægi selby sem var hér var upprunalega sýningar bíll hjá Ford og var sýndur með 428 og tveimum paxton blásurum, þetta var tekið úr honum áður en hann var seldur af Ford og seldist hann með venjulegri 428CJ.

 Jón Laxdal Flytur svo bílinn inn en leysir hann aldrei út Gylfi Púst er svo fyrsti maðurinn sem ekur um á honum á Íslandi.
Title: GT 500 í keflavík
Post by: kiddi63 on August 26, 2005, 20:19:01
Shelby Cobran dregin heim :shock:

Vonandi að það sé ekki neitt alvarlegt að bílnum hjá kallinum.
Title: hum
Post by: Jóhannes on August 26, 2005, 21:38:18
sennilega útaf bensín kostnaði  -  Dýrt bensínið  :lol:
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Moli on August 27, 2005, 23:21:25
Quote from: "kiddi63"
Talandi um það, þar sem þessi þráður er um Shelby Cobru,
ég var að horfa á nýju myndina "The Dukes of Hazard" áðan og var að spá hvort þetta væri í alvöru  Shelby Cobra sem er verið að þjösnast á í myndinni, eða er þetta eitthvað fake   :?:


þetta er líklegast clone, held að ef að þetta hafi verið "authentic" GT-500 Shelby þá hefðu framleiðendur myndarinnar fengið margar morðhótanir frá hinum ýmsu Mustang klúbbum vestanhafs! annars þori maður ekki að fullyrða neitt, þessir kanar eru nú svo bilaðir!

...annars fanst mér fyndnast þegar ég heyrði auglýsingu á X-FM í tenglsum við The Dukes of Hazzard sem var eitthvað á þessa leið "...hvaða hljóð er þetta (vélarhljóð) jú þetta er hljóð í ´69 módelinu af Chevrolet Charger!  :lol:  :lol:  :lol:
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Moli on September 03, 2005, 21:27:32
Quote from: "Anton Ólafsson"
Af einhverju sérstöku þá?


áttu ekki einhverjar gamlar myndir af mínum Boss?
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Lindemann on September 04, 2005, 01:56:46
Quote from: "Moli"
Quote from: "Anton Ólafsson"
Af einhverju sérstöku þá?


áttu ekki einhverjar gamlar myndir af mínum Boss?


Áttu bílinn sem Bjarki Tryggva átti?
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Anton Ólafsson on September 04, 2005, 23:43:36
Quote from: "Lindemann"
Quote from: "Moli"
Quote from: "Anton Ólafsson"
Af einhverju sérstöku þá?


áttu ekki einhverjar gamlar myndir af mínum Boss?


Áttu bílinn sem Bjarki Tryggva átti?


Bjarki átti hinn Boss-inn

 Moli, til hamingju með bílinn!!!

Hérna er aðeins.
Title: GT 500 í keflavík
Post by: Moli on September 05, 2005, 00:13:17
Quote from: "Anton Ólafsson"
Quote from: "Lindemann"
Quote from: "Moli"
Quote from: "Anton Ólafsson"
Af einhverju sérstöku þá?


áttu ekki einhverjar gamlar myndir af mínum Boss?


Áttu bílinn sem Bjarki Tryggva átti?


Bjarki átti hinn Boss-inn

 Moli, til hamingju með bílinn!!!

Hérna er aðeins.


Takk kærlega Anton, kenndi konan þín þér ekki að hætta aldrei í miðju kafi... fleiri myndir!  :lol:  8)