Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Siggi H on June 05, 2005, 02:30:29
-
sælir, mér langaði aðeins að forvitnast hvar þessi væri niðurkominn í dag? er hann enþá á egilstöðum? ég hef ekki séð þennan bíl alveg óralengi og er mér sagt að hann standi bara inní skúr og sé bara þar?
mynd fenginn af http://www.bilavefur.tk
(http://users.thi.is/skarphedinnt/pontiac/images/Pontiac_52.jpg)
-
Maðurinn sem á þennan heitir Skaphéðinn Þráinsson (vona að þetta sé rétt skrifað) og hann á einn anna trans am 1973.
kv.Haffi
-
það var nú grein um þennan í bílablaði Moggans eða í Fréttablaðinu sl. sumar, þar var viðtal við eigendan og sagði hann að bíllinn væri aðeins hreyfður á góðviðrisdögum annars er síða með myndum frá því þegar þessi bíll var gerður upp ---> http://users.thi.is/skarphedinnt/pontiac/index.htm
-
nei nafnið er ekki rétt skrifað
Skarphéðinn en ekki Skaphéðinn
-
Maðurinn sem á þennan heitir Skaphéðinn Þráinsson (vona að þetta sé rétt skrifað) og hann á einn anna trans am 1973.kv.Haffi
Ég held að það geti ekki staðist :?
Eftir því sem mér hefur verið segt þá er bara einn 73 trans á landinu og það er transinn hans Halla í Garðinum
Endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér, ég er viss um að Halli vildi einnig fá að vita af öðrum 73 trans :roll:
-
bara ruddi þessi bíll 8)
-
Hann á annað boddy af 1973 Frirebird Esprit (bíll sem pabbi var einu sinni með), það boddy er illa farið í dag. Jú maðurinn heitir Skarphéðin Þráinsson.
-
Skarphéðin á þennan grip:
http://www.simnet.is/ingla/Your%20Firebird.htm#skarphedinn
-
Sælir áhugamenn,
Tel rétt að svara spurningum ykkar og vangaveltum varðandi "PONTANN"
Ég er búinn að eiga þennan Pontiac síðan 1990, keyrði hann í eitt ár en síðan er hann búinn að vera í uppgerð með mislöngum hléum. Síðan uppgerð lauk er hann búinn að vera í hvíld og er vel varðveittur. Til að gera langa sögu stutta var nánast allt keypt nýtt í bílinn frá usa á þessum árum. Var gangsettur í síðustu viku, og er í topplagi.
Varðandi 1973 bílinn sem einnig kom hér við sögu, þá á ég þann bíl líka sem er Pontiac Firebird 1973, nánast eins og sá fyrr nefndi. Þennan bíl keypti ég í varahluti er ég gerði ´70 bílinn upp, þegar ég hóf að rífa hann kom í ljós að hann var óþarflega heillegur til niðurrifs og reyndi ég að hlífa honum eins og hægt var, og er hann nokkuðu heillegur ennþá og vel hæfur til uppgerðar, svo ég á ágætt hobby fyrir höndum í ellinni.
hægt er að skoða myndir á slóðinni http://www.internet.is/skarpi
Kveðja, Skarpi