Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Daníel Hinriksson on May 26, 2005, 19:47:21

Title: Málning á vélarblokkir
Post by: Daníel Hinriksson on May 26, 2005, 19:47:21
Sælir, með hvaða grunn og lakki mælið þið með á vélarblokkir?
Það ætti nú að vera komin reynsla á hvað er að endast best og lúkkar best.  Það væri líka gaman að heyra hvernig reynst hefur að nota bílalakk, hvort það þoli hitann.....?
Title: Málning á vélarblokkir
Post by: Gizmo on May 26, 2005, 19:58:43
Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér, væri gaman að vita hvað lakkararnir hafa um þetta að segja.

Mig grunar þó að undirbúningurinn sé mun mikilvægari en lakkið, ég sandblés blokkina mína áður en ég sendi hana í Vélaland og virtist sem drullan og ryðgrauturinn væri endalaus á þessu dóti, enda 36 ár síðan þetta var nýtt og glansandi.
Title: Málning á vélarblokkir
Post by: ÁmK Racing on May 26, 2005, 20:02:46
Hæ ég málaði blockina í Camaronum hjá mér með Dupont sanseruðu og glæru yfir.Mér fannst þetta looka vel og þetta flagnaði ekkert eða gulnaði svo ég mæli með þessu.K.v Árni