Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: leifur on May 23, 2005, 18:15:43
-
Hérna eru nokkur video sem ég (róbert) tók. Þetta er eitthvað illa klippt hjá mér en gaman að þessu engu síður :) öll myndböndin eru ca 5mb
http://nemendur.ru.is/robertl02/kvartmila21mai_Dragster-vs-Pinto.wmv
http://nemendur.ru.is/robertl02/kvartmila21mai-Kryppa-vs-Pinto.wmv
http://nemendur.ru.is/robertl02/kvartmila21mai_Camaro-vs-Pinto.wmv
http://simnet.is/robertl/leifur/kvartmila21mai_Camaro-vs-Pinto-2nd.wmv
-
Flottur!
-
Flott hjá þér 8)
-
já flott
-
frábært :D
-
Glæsilegt :D
Nú var mér hugsað til þess þegar ég var að horfa á þessi flottu video, þegar ég var að horfa á Íþrottayfirlit helgarinna á mánudaginn á stöð tvö í fréttatimanum, og var fjallað um nokkrar íþróttagreinarnar og hefði manni ekki fundist leiðinlegt eins og að sjá úrslita spyrnuna hjá Leif og Helga, báðir á stórglæsilegum bílum sem svín virka.
Og nú spyr ég er eitthvað sem bannar það samhvæmt einhverjum reglum ef klubburinn væri með einhvern til að taka upp fyrir sig keppnirnar og sá aðili eða bara einhver á vegum klubbsins mundi senda spólurnar á þessar sjónvarpstöðvar sem eru með íþrótta tíma í fréttunum og ekkert að rukka fyrir það og reina að fá eitthvað af efninu sínt og fjallað smá um það.
Eða verður kannski sjónvarpið með okkur í sumar?
Þetta er vafalaust mikið einfaldara þega maður hugsar þetta en að framkvæma, en fyrst maður er nú meðlimur þá langaði mig sona að koma með þessa hugmynd upp á yfirborðið og sjá hvernig viðbrögð og móttökur verða.
kv Kristján Hafliðason
-
Verst er bara að góð myndavél sem tekur upp í sjónvarpshæfum gæðum kostar sirka 450 þúsund
Það eru jú komnar flottar þannig digital vélar en þær geta varla verið ódýrari.
Ætli það sé ekki bara málið að fá einhvern sjálfstæðann dagskrárgerðarmann til að taka upp keppnirnar, og leyfa honum að markaðsetja þetta sjálfum.
Við fengjum allavegana gott myndband af hverri keppni til að hafa upp í klúbb.
-
Afhverju ekki að bjóða einhverri sjónvarpsstöðinni að mynda keppninar, þetta mundi kveikja neistan hjá mörgum strákum og stelpum...
maður getur horft á kvartmiluna eins og toffæruna og rallið..
ég er viss um að sjónvarpið mundi gera gott fyrir kvartmíluna of framtíð hennar ..
endilega að athuga þetta ef það eru ekki lög sem banna það ???
Kveðja Geiri
ps: smá jókur fylgir :wink:
-
Svo ég quote í seinasta aðalfund.. var það ekki Tóti/440sixpack með einhverja hugmynd um þetta?
hvað varð um hana ef ég má spyrja?