Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: kristoferv on May 20, 2005, 17:41:35
-
Veit einhver hve margir verða að keppa á laugardaginn ??
Því á síðustu keppni voru ekki margir að keppa.
Endilega svara mér
-
Já maður hefði gaman af því að vita hvort einhverjir af "stóru strákunum" séu búnir að skrá sig í keppni.
Agalegt að Stígur skuli alltaf spyrna við sjálfann sig :wink:
-
Sæll Aggi
Þetta er kallað: EMS (Einars Möller Syndrome) 8)
Það koma allir aftur þegar hver og einn fær flokk fyrir sjálfan sig, enga samkeppni og bikar, hinir keyra sér og öðrum til gamans, enda eru þeir verðugir sigurvegarar sem sigra í samkeppni.
Yfir 20 keppendur eru skráðir, allt opið enn.
:D
-
Tóti... þetta var nú óþarfi.. ;)
En mér leikur forvitni á að vita hvernig ég spilast inní þetta.. :roll:
En ég mæti nú samt uppeftir á morgun.. að sjá... það sem verður þar að sjá + að drekka kaffi.. sem er gott.. fyrir mann.. eins og mig :D
-
Þú sagðir sjálfur hér á spjallinu fyrir stuttu ætla að vera heima og horfa á Formúluna frekar en að horfa á þessa ökuleikni sem þú telur fasta index flokka vera.
:lol:
-
Bannsettur... náðir mér þarna... ;)
En ég fer ekki af þessari skoðun minni á flokkunum samt sem áður.
Það er alltaf erfitt að snúa baki við sportinu... þrátt fyrir að eitthvað sé þarna sem manni endilega líkar ekki.