Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Gizmo on May 15, 2005, 20:22:27
-
Jæja, hreyfillinn í apparatinu er í döðlum, hedd ónýt, knastur niðurétinn, úrbræddur á höfuð og stangarlegum og eflaust eitthvað meira. Æðislegt svona að vori eða þannig... :(
Nú er spurningin, á maður að gera sleggjuna upp fyrir ca 3500-4000$ eða sækja complett LS1 með skiptingu til ameríkuhrepps á ca 3500$ og slaka í þetta ?
Hvað finnst ykkur ?
-
Hvernig mótor er ónýtur?
LS1 er skemmtilegur,eyðir litlu og vinnur sæmilega.
-
hólí móli....hvað var verið að gera,og hvernig bíl ertu með þennan motor í ?
-
Bíllinn er Oldsmobile Cutlass Supreme '77
Vél úr Oldsmobile 442, '69 árgerð, 455 cu.in, boruð 030
Ég varð var við að hann blikkaði oíuljósinu á mig í hægagang, dreif mig í að rífa og fékk taugaáfall... :?
Sennilega hafa komið tærigarpollar í legur þegar hann stóð óhreyfður '97-2004, svo hefur þetta farið að stað þegar ég byrja að nota hann.
Þetta er bíllinn...
(kominn með RAUÐANN vinyltopp....) :wink:
-
djöfull maður,þeir hafa ekki alltaf gott af því að standa..það er sko á hreinu !
og hvað,ætlarðu að setja LS1 í staðinn ?....tekur það ekki "fýlinginn" úr honum :?
-
Blessaður gerðu upp big blockina,það janfast ekkert á við big block í svona kagga.
-
svo ekki sé minnst á að hún matsar við númerið á bílnum....og flottur bíll hjá þér líka.
Þú ferð miklu ódýrar út úr því að gera upp mótorinn heldur en að swappa við ls1
-
Já ætli ég geri ekki við klumpinn, maður fer bara í alvarlegt þunglyndi við að fá svona "pakka" þegar sólin er farin að skína og maður á að vera að aka þessu apparati.
Málið er bara að það er hægt að fá LS1 með skiptingu og öllu fyrir það sama og hedd, knastur, rokkerar, liftur, tímagír, ofl kostar í þetta skrímsli.
Ætli ég fari ekki í að laga þetta og skrúfi 700 skiptinguna með niður.
Eins og maðurinn sagði, "Powered by VISA...." :lol:
-
Líttu á björtu hliðina, nú getur þú búið til alvöru mótor sem kemur til með að vinna helmingi meira en þessi gerði :wink: :wink: a.m.k geri ég það alltaf þegar fer eitthvað hjá manni :o :? :)
-
Já ætli ég geri ekki við klumpinn, maður fer bara í alvarlegt þunglyndi við að fá svona "pakka" þegar sólin er farin að skína og maður á að vera að aka þessu apparati.
Málið er bara að það er hægt að fá LS1 með skiptingu og öllu fyrir það sama og hedd, knastur, rokkerar, liftur, tímagír, ofl kostar í þetta skrímsli.
Ætli ég fari ekki í að laga þetta og skrúfi 700 skiptinguna með niður.
Eins og maðurinn sagði, "Powered by VISA...." :lol:
Bara flutningskostnaður á vélinni og skiptingu er gríðarlegur + tollarnir,455 gramsið eru bara vélarvarahlutir og tollast lægra.
Svo þarf að smíða helling og gera til að koma ls1 fyrir,tengja tölvuna ofl breyta festingum fyrir mótor og skiptingu,breyta drifskaftinu ,svo siturðu uppi með þessa fúlu 700 skiptingu og neyðist til að hressa hana verulega við ef þú ætlar að taka eitthvað á þessu.
455-an verður mega fín,Kiddi getur örugglega gefið góð ráð með grams í hana.
-
Talaðu við Dick Miller Racing eða Mondello Performance þetta eru Olds gúrú og ættu að vita hvað þér vantar.Kv Árni
-
Performance Oldsmobile Vendors
In no specific order:
BTR Performance (Bill Trovato)
http://www.btrperformance.com/
Dick Miller Racing (Dick Miller)
http://www.dickmillerracing.com/
FCR Performance (Terry Fritsch)
http://www.fcrperformance.com/
Greg’s Performance (Greg Godon)
http://members.aol.com/gregsperformance/
MJ Proformance (Mark Smith)
http://www.mjproformance.com/
Mondello (Joe Mondello)
http://www.mondellotwister.com/
Olds Performance Products (Andy Miller)
http://www.oldsperformanceproducts.com/
Rocket Racing and Performance (John Stolpa)
www.rocketracingperformance.com
I have personally bought parts from everyone on the list and have spoken to all the owners, except FCR and BTR, yet, but would not hesitate to. All contribute technical information to www.realoldspower.com except for Mondello, who pretty much only posts announcements.
I first started building Oldsmobiles in the 80’s. Back then I only knew about Mondello and primarily bought all my parts from them. Joe Mondello would actually answer the phone and I found him to be a great source of technical information. Since then, Joe has someone else is managing the business. Their prices tend to be expensive, and their returns policy a bit unreasonable. They don’t carry anything that can’t be purchased from other vendors
-----------------------------------
M Calvo
-
ég var búinn að sjá þetta, Mondello hefur verið virtur en menn virðast hata hann núna fyrir há verð og lélega þjónustu.
-
Á þetta ekki að vera rúntari?
Mitt val yrði bara performer RPM eða Torker pakkinn með heddum og tilheyrandi ca 10.5:1 þjappa KB stimplar til dæmis,þá ertu kominn í ca 2500-3000 með öllu.
-
Hei talaðu við Rúnar 8991753. Hann keppti í rallycrossi á 75 cutlass
surpreme og á enn eithvað úr bilnum. Svo gerði hann upp helv spræka
350 cu olds sleggju og á ónotaðar flækjur á hana.
kv stebbi
-
Sæll, ég veit líka um tvær svona vélar hjá sama manninum, osamansettar, myndu væntanlega verða að a.m.k. einni góðri, hringdu eða p.m. ef þú hefur áhuga :wink:
Andri Guðmunds.
S: 8976057