Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Comet GT on May 09, 2005, 14:28:41

Title: 427 fegurð
Post by: Comet GT on May 09, 2005, 14:28:41
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&rd=1&item=4547755203&category=6236&sspagename=WD2V
Title: VÁÁÁÁÁÁÁÁ
Post by: MoparFan on May 09, 2005, 20:06:54
Þessi mótor er svaðalegur, ég hef nú lesið um þennan "SOKK" og var búinn að gera mér grein fyrir því að hann væri breiður og víður, en ekki búinn að sjá hann áður í þessu boddíi. Vááá hvað hann er stór um sig!!  Ég sem hélt að Oldsmobile 350 BigBlock væri víður :)

Þetta er alveg rosalega flottur bíll líka.  
Félagi minn hann Gummari má fara sprauta sinn græna ´70 BOSS 302 í þessum rauðan lit sýnist mér  :D
Title: 427 fegurð
Post by: Nonni on May 09, 2005, 20:38:02
Hann er greinilega ekki tilbúinn að senda hvert sem er, þessa setningu er að finna á uppboðsíðunni:

"Will sell to Worldwide only"

Þar hafið þið það, hann sendir ekki utan þessa heims  :lol:
Title: 427 fegurð
Post by: firebird400 on May 09, 2005, 21:36:26
Andsk. ég var nefnileg búinn að setja inn gott boð úr draumaheimi

En hvað er málið með HUGE motor, er þetta einhvað very special eða..
Title: Re: VÁÁÁÁÁÁÁÁ
Post by: Anton Ólafsson on May 10, 2005, 01:09:56
Quote from: "MoparFan"

Þetta er alveg rosalega flottur bíll líka.  
Félagi minn hann Gummari má fara sprauta sinn græna ´70 BOSS 302 í þessum rauðan lit sýnist mér  :D


 Talandi um þennan lit 69 Mach 1 sem Gummari átti var svona á litinn original.
Title: 427 fegurð
Post by: frikkiT on May 11, 2005, 15:00:22
Þessi mótor er sérstakur já, SOHC. Með einn kambás fyrir hvern cylinder svo hægt er að fínstilla þennan mótor í tætlur, skilaði stock 650hö svona 427 motor, Cammer
Title: 427 fegurð
Post by: Einar Birgisson on May 11, 2005, 15:21:41
Með einn kambás fyrir hvern cylinder  HMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM
Title: 427 fegurð
Post by: frikkiT on May 11, 2005, 15:25:09
æj, sagði ég eitthvað vitlaust núna?... kallast það ekki kambás? Það er einn kambás sem liggur fyrir ofan hvern cylinder sem þýðir að vélin er með 8 kambása, er ég að bulla eitthvað? þetta er satt (er það ekki)

þess vegna er heddið á vélinni svona breitt (http://i3.ebayimg.com/01/i/04/00/48/49_3.JPG)
Title: 427 fegurð
Post by: gstuning on May 11, 2005, 15:36:00
Ertu að tala um undirlyftur eða rocker arma?

8cyl með bara 8 rockera eða undirlyftur væri ekki spennandi mótor
þyrfti að hafa tvöfalt fleiri til að geta opnað inn og út ventil
Title: 427 fegurð
Post by: kiddi63 on May 11, 2005, 15:57:49
Þessi er í uppgerð í Keflavík og hann er  farinn að vinna á fullu  í honum aftur.
Kappinn fullyrðir að það sé Cobra Jet motor í þessu.
Title: 427 SOHC
Post by: MoparFan on May 11, 2005, 16:25:38
4. 427 SOHC, sokkurinn ógurlegi sem olli slíku fjaðrafoki að Bill France sr., æðsti maður og stofnandi NASCAR samtakanna bannaði hana á NASCAR keppnum. Þar með var grundvellinum fyrir framleiðslu hennar kippt undan. C.a 3300 "sett" voru þó framleidd og fóru flest beint til keppnisliða sem notuðu hana með feiknaárangri í AFX bíla og síðar í nýstofnaðan Funny Car flokk. Hún var ALDREI fáanleg í bílum frá Ford, aðeins sem ósamsett "over-the-counter" hlutur. Auglýstar hestaflatölur voru 616@7000 með einum blöndungi; 657hp með tveimur og um 1500hp með 6/71 blásara á bensíni. "657" talan var ekki nefnd fyrr en seinna þar sem yfirmenn Ford töldu hana valda skelfingu meðal almennings og þá ekki síður hjá tryggingafélögum og svo öðrum keppendum sem þekktu yfirburði SOHC véla almennt. Byggð á Medium Riser blokkinni, með sama sveifarás og stimpilstöngum. Heddin eru það sem gerir hana merkilega: Hemi hedd með OHC. Í stað knastássins í miðri blokk var settur stubbur af knástás í tvær fremstu legurnar, með tanngír fyrir kveikjuna og tímakeðjuna niður á sveifarásinn. Aðal keðjan er síðan um 2,5 metrar á lengd og fer hún milli heddanna og niður á strekkjara og fleira. Mjög vandasamt var að tímastilla þessar vélar þar sem gera varð ráð fyrir allt að 4° skekkju á vinstri ásnum og 6-7° á hægri ásnum. Þetta stafaði af tognun á keðjunum. Talin algert verkfræðilegt afrek á öllum tímum, en datt uppfyrir þar sem Mr. Ford hélt að hann gæti sett hana í keppni án þess að þurfa að hlýta sömu reglum og Chrysler þurfti að gera ári áður, þegar Race Hemi vélin var rekin frá keppni - nema lágmarksfjöldi bíla væri áður framleiddur með vélinni. Chrysler aðdáendur geta þakkað Bill France þetta vegna þess að án þess hefði ekki einn einasti Hemi bíl verið framleiddur á þessum árum til sölu á almennum markaði. Chrysler tapaði umtalsverðum fjárhæðum á hverjum einasta Street Hemi bíl sem framleiddur var frá 1966-71. C.a ..hvað.... 16.000 bílar. !!! Menn gerðu þetta því ekki að gamni sínu ...


Þetta skrifaði Guðmundur Kjartansson 29.des 2004 hér inn á þennan vef

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=9578&highlight=427+sohc

Magnaður mótor í alla staði og mjög góð grein hjá Guðmundi.

Kv. Birkir
Title: 427 fegurð
Post by: firebird400 on May 11, 2005, 18:45:21
Skemmtileg og fróðleg lesning Moparfan  Thumbs up  :wink:
Title: 427 fegurð
Post by: frikkiT on May 11, 2005, 20:12:52
Ef 427 Cammer vélin var aldrei seld í framleiðslubíl, hvaða 427 vél var það þá sem var í 1964 Ford Thunderbolt bílnum? Race útgáfan af Ford Fairlane
Title: 427 fegurð
Post by: siggik on May 11, 2005, 22:56:49
og er ekki nýji mustang race bíllin, þessi guli með cammer mótor, las það í einu blaðinu mínu
Title: 427 fegurð
Post by: Moli on May 11, 2005, 23:29:03
Quote from: "kiddi63"
Þessi er í uppgerð í Keflavík og hann er  farinn að vinna á fullu  í honum aftur.
Kappinn fullyrðir að það sé Cobra Jet motor í þessu.


það var mikið að farið var að vinna í honum, var hann ekki búinn að vera í bið í ein 10 ár?? 2 gamlar myndir meðfylgjandi

(http://kvartmila.is/images/Mach1-1969-351c1984.jpg)
(http://www.mustang.is/album_1/69-70/images/album1_74.jpg)
Title: þjóðsögur og aðrar sögur.
Post by: 429Cobra on May 12, 2005, 12:19:36
Sælir félagar. :)

Jæja þá er víst komið að því að gera með SMÁ leyðréttingar.
Fyrst 427 SOHC mótorinn er með tvo yfirliggjandi kambása, einn fyrir hvort hedd.
427SOHC var aldrei settur í fjöldaframleiddan bíl hjá Ford.
Ford Thunderbolt (Fairlane) var með 427cid Wedge vél.
1969 Ford Mustang-inn svarti í Keflavík sem er verið að tala um hér að ofan er EKKI með 429CJ eða SCJ mótor, hvað þá að hann sé original með svoleiðis mótor.
429 CJ/SCJ var aldrei framleiddur í 1969 Mustang.
Bíllinn er samt sennilega ennþá með 429cid mótornum sem settur var ofan í hann og núverandi eigandi fékk hann með, og það er ekki CJ eða SCJ mótor.
Það er til hér heima Mustang 1969 sem er original 428CJ og hann er í uppgerð hér í Reykjavík, það er hinns vegar gaman að það sé farið að vinna í þeim svarta, löngu tími til kominn.
Og svona í restina, það eru bara til tveir 429CJ/SCJ mótorara á landinu og þeir eru báðir í bílum sem eru á númerum, já og sagan segir að það sé til 427SOHC mótor hérna samsettur í kassa en ég sel það ekki dýrara en ég keypti.
Ef einhverjum finnst þetta einhver skammarlesning (sem það á ekki að vera) bíðið þá bara eftir "Eleanor" greininni sem ég er búinn að setja saman.
hún fer að koma bráðum. :twisted:
Title: 427 fegurð
Post by: Moli on May 13, 2005, 22:16:26
Varðandi þennan rauða ´69 Mach 1, er það ekki rétt hjá mér að þetta sé bíllinn hans Snorra í dag??

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/a.4464.2...jpg)

(myndir fengnar að láni frá www.mustang.is)
(http://www.mustang.is/snorri_arnar_vidarsson/images/snorri_mach1_01.jpg)
(http://www.mustang.is/snorri_arnar_vidarsson/images/snorri_mach1_02.jpg)
Title: 427 fegurð
Post by: Björgvin Ólafsson on May 14, 2005, 01:32:26
Jú, jú

kv
Björgvin