Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: einarak on May 08, 2005, 21:04:31

Title: vantar upplýsingar um sænsku kvartmíluna
Post by: einarak on May 08, 2005, 21:04:31
Er ekki einvher hérna sem er klár í sænsku og vel aðsér í sænskum reis málum, því ég og félagi minn erum að fara til svíþjóðar í sumar og vantar að finna einhvert gott reis til að kíkja á á tímabilinu 1-17 júlí, (ekki samt einhvað 15-20sec rice race  :shock: )
Allar upplýsingar vel þegnar og þakkaðar,

kv Einar
Title: vantar upplýsingar um sænsku kvartmíluna
Post by: Siggi H on May 08, 2005, 21:21:58
á ekki að taka þátt einar? og sýna þessum sænsku mörðum hvernig á að gera þetta! 15-20 sec rice race.... rólegur ekki einu sinni það! þá værum við að tala um bíla einsog Daewoo Lanos 1,6 sem fer háar 18 :lol:
Title: Rice reis
Post by: Nóni on May 08, 2005, 22:04:30
Sæll Einar, það er hollt og gott og auðvitað mjög skemmtilegt fyrir alla að fara á reis í Svíþjóð, hvort sem það er rice eða eitthvað annað.

Ef þú flýgur á Stokkhólm þá er upplagt að byrja hér á "Bilsport, en dag på strippen", Bilsport er bílablað í Svíþjóð og þetta er reis með allskonar bílum, aðallega evrópskum túrbóbílum þó. Þetta er 2. júlí og strippen er bein braut.

http://www.bilsport.se/events/2005/eventet_fakta.php?eventet=Tullinge&&show=1&&shov=1


Svo er hér á dragracing.se dagatal þeirra.

http://www.dragracing.se/ndrscalendar.html

Annars veit hann Óli vinur minn mikið meira um þetta en ég, Óli þú kannski bætir einhverju við þetta ef það er hægt.
Title: vantar upplýsingar um sænsku kvartmíluna
Post by: einarak on May 09, 2005, 17:33:27
takk fyrir svörin,
ég var búinn að sjá á dragracing.se einhverja geðveiki helgina 8-10 júlí í Luleö en það er bara svo fjandi langt þangað þar sem ég verð í nánd við Malmö og Luleö er eginlega nyrst í Svíðþjóð, vantaði helst að detta inná einhvað í suður Svíðjóð eða þar um kring, ef einhver kannast við einhvað sem er að gerast á þessum slóðum endilega látið í ykkur heira.
..og svo auðvitað verður myndasýning þegar heim verður komið ef einhvað myndefni finnst. :)
Title: Nostalgía
Post by: Nóni on May 09, 2005, 18:51:50
Það er líka nostalgíuhelgi í Ronneby/Karlskrona  http://www.nostalgiafestival.se/img/Nost%20Fest%20folder%20-05.pdf  þarna eru örugglega svaka flottir bílar.

Þú mátt ekki vera hræddur við að ferðast um Svíþjóð, það er hægt að leigja ljómandi fína SAABa á Statoil. Nú eða bara leigja bíl hjá http://www.fylkir.is hann er yfirleitt með bestu dílana. Maður getur auðvitað farið á SAAB safnið í Trollhattan og Volvo safnið í Gautaborg, þetta eru bæði glæsileg söfn og vert að skoða, það er ég búinn að gera. það tekur nú ekki nema svona ca. 5 tíma að skutlast upp í Stokkhólm á Tullinge raceway.
Það er líka reis í Västerås 2-3 júlí http://www.smf-vasteras.se/

Svo er kvartmíluklúbbur á suður skáni, eiginlega rétt hjá Malmö http://www.srif.se/ þarna eru "test&tune" á miðvikudagskvöldum sýnist mér.


Kv. Nóni
Title: vantar upplýsingar um sænsku kvartmíluna
Post by: Gísli Camaro on May 10, 2005, 12:54:39
hehe. ég verð´bara í grend við þig einar. fer út 2 júli til vexjö. stutt frá malmö. láttu mig vita hvort þú finnur e-h sniðugt til að kíkja á.