Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: NovaFAN on April 26, 2005, 13:50:14

Title: Ryðstopp og kraftpælingar
Post by: NovaFAN on April 26, 2005, 13:50:14
ég var að fjárfesta í 92 liner, óbreyttur með 5,8 triton v8 (EFI) og það er aðeins byrjað yfirborðsryð undir honum, hann er innfluttur og þessvegna ótektílaður sem betur fer, og mig langar bara að gera eitthvað til að hægja á þessu sem er byrjað, án þess að nenna að hreinsa allt upp og mála, bara að gluða einhverju yfir, og ekki segja tektíl, það er viðbjóðsefni....

svo langar mig líka í nokkur hross í hesthúsið auka, alltaf gaman að því, það er hvarfakútur á honum, mér til mikillar gremju, er óhætt að rífa hann úr og setja túpu, eða berja innan úr honum, án þess að rústa einhverju tölvurugli, og hvað annað er hægt að gera, ódýrt og þægilegt til að sprækja hann aðeins upp, og greyin ekki minnast á k&n, nenni ekki að hlusta á það....

ekki dæma mig útaf því að ég vil losna við kútinn, hann er byrjaður að stíflast, og þetta rusl skilar engum árangri í mengurnarvörnum, veit að ég græði aldrei nema 3-5 hö á þessu
Title: Ryðstopp og kraftpælingar
Post by: Jón Þór Bjarnason on April 26, 2005, 14:34:51
Ég lét taka hvarfakútinn úr hjá mér og það kostaði aðeins 3 þúsund með rörbút í Hafnarfirði rétt hjá Iðnskólanum. Aftur á móti hefði það kostað mig 80 til 90 þúsund að fá nýjan hvarfakút hjá umboðinu.