Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: 429Cobra on April 18, 2005, 18:02:06
-
Sælir félagar. :)
Ég var beðinn um að setja hér inn tilkynningu frá gömlu AK-INN Rúnturunum.
HÉR EFTIR Í SUMAR VERÐUR ÞETTA KALLAÐ: AKTU TAKTU RÚNTURINN.
Sá fyrsti er á Sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 21 Apríl við Aktu Taktu Stekkjabakka (gamla Staldrið) Kl 20.
Vonast er til að sem flestir mæti
-
Þetta er yfirburða staður til að taka við af Ak-Inn, nóg pláss, sjoppa með úrval veitinga, bílaþvottastöð, bensínstöð og meira að segja hægt að þvo hundinn...
Ég held meira að segja að kvöldsólin skíni þarna á okkur 8)
Ég styð þetta 100% og mæti á Olds.
Bjarni Þorgilsson.
-
ég mæti kannski :)
-
ekkert kannski strákur, þú mætir, ætli ég mæti ekki á rusty :D
-
Þetta er yfirburða staður til að taka við af Ak-Inn, nóg pláss, sjoppa með úrval veitinga, bílaþvottastöð, bensínstöð og meira að segja hægt að þvo hundinn...
Ég held meira að segja að kvöldsólin skíni þarna á okkur 8)
Ég styð þetta 100% og mæti á Olds.
Bjarni Þorgilsson.
...að ekki sé minnst á nýtt stækkað bílaplan! flott staðsetning í alla staði, ég mæti... vopnaður myndavél! :wink:
-
Þetta er flottur staður og gaman verður að sjá allar kerrurnar skríða út í sólskinið!
Ég reyni að mæta og afmeyja nýju vélina, ég var einmitt að ná í hana í tollinn í dag og verður vonandi reddí fyrir sumardaginn fyrsta......
Sólar kveðjur
Ps, og muniði nú að koma með eitthvað fallegt handa mér í afmælisgjöf á rúntinn :p
-
koma ekki bara allir
ég kem allavegana
og vonum að heimir geti komið annars förum við bara til hans þannig að við ýtum og hann stýrir þá fær hann smá fíling
kv
beisó
-
enda svo rúnt með að kíkja svo uppí kk félagsheimilið.. já það verður opið í kvöld ;)