Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: asgni on April 16, 2005, 17:51:12

Title: Föstudagsæfingar
Post by: asgni on April 16, 2005, 17:51:12
daginn.
verða föstudagsæfingarnar þetta sumarið? ef svo verður sem að held ég allir vona, hvenær byrja þær þá?

kveðja asgni
Title:
Post by: Nóni on April 16, 2005, 20:27:09
Já það verða æfingar, við erum hins vegar að vinna í leyfismálum og það verður ljóst mjög fljótlega hvernig þetta verður.

Heitirðu "asgni"? Ef ekki, hvers vegna skrifarðu ekki undir nafni?

Hvers vegna skrifa svona fáir undir nafni?


Kv. Nóni (þekktur)
Title: Föstudagsæfingar
Post by: siggik on April 16, 2005, 21:52:12
vona nú inilega að æfingarnar verða  :? '

held að bara þessir sem eru ekki mikið hérna inná skrfii undir nafni eða eitthvað
Title: æfingar
Post by: Preza túrbó on April 16, 2005, 22:11:47
kvöldið drengir.  Jú það væri fínt að hafa þessar æfingar, uppá að menn geti komið og leikið sér án þess að verða fyrir aðkasti löggu. væri ekki við hæfi ef þessi leyfismál ganga í gegn að byrja keppnistímabilið á æfingu næsta föstugagskvöld ? Daginn fyrir fyrstu keppni sumarsins ?  :D  :D  bra sona hugmynd ekki slæm (held ég)  :roll:  :roll:  :roll:  :roll:  :D. En Nóni hvaða leyfismál eru þetta?
ef ég mætti spyrja  :lol:

Kær kveðja:
Dóri G.
undir nafni !!!!!!!!!!!  :twisted:  :twisted:  :twisted:
Title: Re: æfingar
Post by: Nóni on April 16, 2005, 22:26:27
Quote from: "preza túrbó"
kvöldið drengir.  Jú það væri fínt að hafa þessar æfingar, uppá að menn geti komið og leikið sér án þess að verða fyrir aðkasti löggu. væri ekki við hæfi ef þessi leyfismál ganga í gegn að byrja keppnistímabilið á æfingu næsta föstugagskvöld ? Daginn fyrir fyrstu keppni sumarsins ?  :D  :D  bra sona hugmynd ekki slæm (held ég)  :roll:  :roll:  :roll:  :roll:  :D. En Nóni hvaða leyfismál eru þetta?
ef ég mætti spyrja  :lol:

Kær kveðja:
Dóri G.
undir nafni !!!!!!!!!!!  :twisted:  :twisted:  :twisted:



Jú Dóri þetta er varðandi keppnis og æfingaleyfi þar sem fyrirkomulagi við veitingar þessara leyfa hefur verið breytt og er dómsmálaráðuneytið ekki búið að vinna þetta til fulls.
Við erum að vinna í þessu en þetta veltur ekki á okkur.

Kv. Nóni
Title: æfingar
Post by: Harry þór on April 17, 2005, 16:49:51
Sælir félagar, ég held að það þurfi að breyta þessu æfingarprógrammi eitthvað.

 Er þetta að skila tekjum? Ég held ekki.

 Er þetta að skila keppendum? Ég held ekki.

Þetta hefur verið þannig að menn koma þarna og spæna út í eitt fyrir 500 kall og dettur ekki i hug að mæta í keppnir.

Ég legg til að þeir sem æfi þarna sé félagar í KK

Þetta er töluverð vinna fyrir starfsmenn KK að halda þessum æfingum úti.

kveðja Harry í orlofi.
Title: Föstudagsæfingar
Post by: baldur on April 17, 2005, 17:06:56
Það er reyndar rétt, 500kall er eiginlega bara gefins.
Title: Re: æfingar
Post by: Nóni on April 17, 2005, 17:12:24
Quote from: "Harry"
Sælir félagar, ég held að það þurfi að breyta þessu æfingarprógrammi eitthvað.

 Er þetta að skila tekjum? Ég held ekki.

 Er þetta að skila keppendum? Ég held ekki.

Þetta hefur verið þannig að menn koma þarna og spæna út í eitt fyrir 500 kall og dettur ekki i hug að mæta í keppnir.

Ég legg til að þeir sem æfi þarna sé félagar í KK

Þetta er töluverð vinna fyrir starfsmenn KK að halda þessum æfingum úti.

kveðja Harry í orlofi.


Sæll Harrý,

Það er einmitt þetta sem stjórnin er að vinna í að breyta, það þarf bara að gera það þannig að sem flestum líki við það.


Kv. Nóni
Title: æfingar
Post by: Preza túrbó on April 17, 2005, 17:36:57
Sæll Nóni og þakka svörin :wink: . Já þetta er rétt 500 kell er ekki neitt fyrir óendanlega mörg rönn  :roll:. En það verður gaman að sjá hvað gerist  :D

Kveðja:
Dóri G.  :twisted:
Title: amm
Post by: Olli on April 17, 2005, 17:55:13
Það er kannski ráð að hækka gjaldið í 1000kr  fyrir kvöldið, í staðin fyrir að skilda alla til að vera meðlimir (þótt undirritaður hafi ekki neitt á móti því).
Því að þegar að upp er staðið þá ætti að koma meiri peningur í kassann fyrir það, heldur en að allir séu meðlimir og spæni endalaust mörg rönn heilt sumar fyrir þann litla pening sem ársgjaldið í klúbbinn er.

Þar sem gjaldið er bara 5000 kr að þá þarf aðeins 5 skipti til að jafna það, og flestir koma nú aðeins oftar en það á æfingar.

En þetta er auðvitað bara einn vinkill af mörgum, eflaust eitthvað sniðugra fyrirkomulag til.
Title: æfingar
Post by: Harry þór on April 17, 2005, 18:34:59
Halló aftur, þegar ég talaði um að vera félagi í KK ,þá á það bara að vera skilda,og svo er líka æfingargjald.

Það er alveg sama hvaða æfingarsvæði ,Golf - körfubolti - eða hvað sem er ,það kostar allt.

Enn og aftur, lágmark að vera félagi í KK.

Harry
Title: Nóni
Post by: Preza túrbó on April 17, 2005, 19:21:31
Nóni mér datt í hug að tékka, kemur SAAB-sterinn í sumar (dragsterhjólið)
hans Óla ?

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
Title: Föstudagsæfingar
Post by: Racer on April 18, 2005, 00:21:43
annaðhvort að takmarka þessa ferðir manna á þessum æfingum eða setja mun hærra gjald á þetta.. setja sirka eina keppni gjald á þetta þó það mun draga úr mætingu en klúbburinn fær nánasta sama og fyrir keppni.

hafa svo sirka 500-1000kr dýrara fyrir þá sem eru ekki félagsmenn ofan á fyrra nefnt gjaldaukningu.

ef menn halda að æfingar skila einhverju þá gera það bara starfsfólk þreytt og færri mæta í keppnir og klúbburinn græðir minná æfingum en keppnum.
Title: Föstudagsæfingar
Post by: baldur on April 18, 2005, 00:26:34
Það er ekkert sniðugt að takmarka ferðafjölda per se, hver á að fara að telja? Og það er ekki eðlilegt að þáttökugjald á æfingu sé jafn hátt og í keppni þar sem það eru engin verðlaun.
Title: Föstudagsæfingar
Post by: gstuning on April 18, 2005, 09:38:19
Ef það væru engar æfingar, hvort væru fleiri eða færri í klúbbnum?

Þetta er gott markaðstól til að fá fólk á staðinn og sjá framförina sem hefur verið á brautinni og aðstöðunni í kringum hana,

Allir sem ég veit um að hafa mætt hafa verið hæstánægðir með actionið,

Það sem ég vona að þið sjáið er að bílaáhugi á íslandi er í algjöru hámarki núna, menn eru allir að koma til að gera almenna bíla samkeppnis hæfa og farnir að tjúna af einhverju vitneskju ekki bara kaupa það sem er út í búð,
og þar sem að það eru bara til núna tvær leiðir til að leika sér (kvartmílu æfingar og núna go-kart æfingar) þá er allt að gerast myndi ég segja

Föstudagsæfingar eru orðnar eins og bíladagar, sumarið er ekki það sama án þeirra, ég veit ekki hvað ég myndi gera ef þær verða ekki,

Ég vil ekki vera með leiðindi en hversu margir voru það í klúbbnum sem notfærðu sér föstudagsæfingar? Stundum fannst manni bara guttar af götunni vera að nota tækifærið.
Title: Föstudagsæfingar
Post by: Kiddi on April 18, 2005, 14:08:45
"Föstudagsæfingar eru orðnar eins og bíladagar, sumarið er ekki það sama án þeirra, ég veit ekki hvað ég myndi gera ef þær verða ekki"

Get ekki verið meira sammála... Mjög skemmtilegt :)  En persónulega finnst mér að menn þurfi að vera meðlimir og borga svo eitthvað vægt inn til að testa græjuna........
Title: Æfingar
Post by: Preza túrbó on April 18, 2005, 23:28:29
jú það er nokkuð til í þessu hjá ykkur, það náttúrulega fjölgar félagsmönnum í klúbbnum. Og í staðinn fá þeir frítt inn á alla viðburði ársins (keppnir og sýningar). Ekki vitlaust  :wink:  :wink:

Sammála Kidda litla, Föstudags æfingar er orðinn partur af sumrinu og um leið keppnistímabili klúbbsins :D  8)

Kveðja:
Dóri G.  :twisted:  :twisted:
Title: Föstudagsæfingar
Post by: siggik on April 19, 2005, 00:24:21
alalvega byrja á að hækka gjaldið á æfingar í sona 1-1500 ekki mikið meira, til í það, persónulega er ég nú ekki ´buinn að taka rönn þarna það er nú aðalega vegna þess að ég hef ekki verið á bíl sem væri hæfur í það en hef mætt þó nokkrum sinnum og skemmt mérr vel... synd ef þetta myndi hætta
Title: Nóni
Post by: Preza túrbó on April 19, 2005, 16:52:06
Nóni  :?:  :?:  :?:   :lol:  :lol:  :lol:  :D
Title: Nóni
Post by: Preza túrbó on April 19, 2005, 16:53:38
Nóni  :?:  :?:  :lol:  :lol:  :lol:  :D
Title: Ó
Post by: Nóni on April 19, 2005, 22:32:27
Sæll Dóri, ekkert mál með frekjuna, ég er vanur.  :D  :D
Það er komin niðurstaða í málið með æfingar, þær verða opnar öllum svo lengi sem þeir eru meðlimir í Kvartmíluklúbbnum. Þá verða þær haldnar á fimmtudögum í sumar vegna ýmissa ástæðna.

Í einhverju bölvuðu rugli held ég að ég hafi þurrkað út einn póst frá þér Dóri, eða einhverjum öðrum. Þetta var óviljandi og biðst ég afsökunar.

Kv. Nóni
Title: Föstudagsæfingar
Post by: Kiddi on April 19, 2005, 22:46:54
"Það er komin niðurstaða í málið með æfingar, þær verða opnar öllum svo lengi sem þeir eru meðlimir í Kvartmíluklúbbnum"

Glæsilegt.... Hvernig er það, þú nefnir fimmtudagskvöld.. Eru við þá að tala um að nýja félagsheimilið sé að fara að komast þá í notkun eða??
Title: Nóni
Post by: Preza túrbó on April 19, 2005, 23:12:39
Ekkert mál Nóni minn. Þú hefðir mátt þurka einn "Nóni  :?:  :?: " Póstinn í  leiðinni. það er fínt að vita af æfingunum þá kasski breggður maður sér uppá braut annars lagið, fyrir utan keppnir.  :D  :D  :D.

En hérna Nóni þetta með Hjólið hans Óla  :?:  hvernig er það  :?:   :D

Kveðja:
Dóri G.
Title: Hjólið hans Óla!
Post by: Nóni on April 20, 2005, 12:43:41
Sælir, það kom ákveðinn afturkippur í lagningu rafmagns upp að svæðinu okkar vegna tregðu hjá rafveitunni í Hafnarfirði þó að fyrirheitin hafi verið fögur þannig að við erum að vinna að annarri lausn sem við sjáum ekki fyrir endann á ennþá.


Hjólið hans Óla er vinnslu núna, komin þessi líka rosa kúppling til að koma sér af stað þannig að þetta ætti að smella saman hjá honum. Þið sáuð eflaust myndir og myndskeið af því á síðunni hjá mér en sjaldan er góð mynd of oft skoðuð og hér fáið þið eintak.

http://www.icesaab.net/pix/Firstrun1.WMV

(http://www.icesaab.net/pix/olahjol/SAABhjol3.JPG)


Kv. Nóni
Title: Föstudagsæfingar
Post by: Preza túrbó on April 20, 2005, 20:06:14
coooool hjól verður gaman að sjá endannlega mynd af því