Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Ó-ss-kar on March 27, 2005, 16:41:35

Title: Með keppnir í sumar.
Post by: Ó-ss-kar on March 27, 2005, 16:41:35
Sælir , langar að forvitnast um þetta hvenar keppnir og sömuleiðis æfingar byrja ? er fundað um það eða er það einhver föst dagsetning sem mér yfirsást? :o , og einnig hvetja þá sem eiga f-body bíla að láta sjá sig , meina þó það sé ekki stefnt á 1st sæti þá er alltaf gaman að sjá marga mismunandi bíla. Verða þá kannski fleiri jafnir bílar frekar en kannski tveir sem að rúlla upp flokknum og tveir í eftirdragi :) , fullt af þessum bílum á klakanum , massa GT flokkinn og gera allt vitlaust!! :):):)

dont hate the player... hate the game
Title: Æstur keppandi!
Post by: Nóni on April 17, 2005, 10:08:28
Sæll Óskar, skil eiginlega ekki hverning mér yfirsást þessi þráður en svona er það víst þegar þetta drukknar í einhverju öðru sem má ekki nefna sínu rétta nafni án þess að allt verði vitlaust. Nú er ég búinn að setja upp nýtt borð fyrir þetta svo að við skulum sjá til.

Endilega æstu sem flesta í að koma og keppa á f-body, þetta eru glæsilegir bílar og flott að sjá þá úti á braut. Nú í sumar komið þið til með að keyra við sambærilega bíla hvort sem það er f-body eða gamall Mustang eða kannski SAAB, því að keyrt verður eftir föstu sekúnduindexi sem er mjög hentugt því að allir geta því verið með á eigin forsendum og þurfa ekki að passa inn í einn sérstakan flokk heldur keppa bara við sambærilega fljóta bíla.

Kv. Nóni
Title: Með keppnir í sumar.
Post by: Heddportun on April 17, 2005, 20:53:46
Ég ætla að koma,hvað er metið í GT flokknum
Title: Með keppnir í sumar.
Post by: Moli on April 17, 2005, 21:11:08
Quote from: "Boss"
Ég ætla að koma,hvað er metið í GT flokknum


http://www.kvartmila.is/islandsmet.html
Þetta er að vísu tafla síðan 2003 og það mætti alveg uppfær hana, held að Steingrímur eigi enn metið á Corvettunni, er hinsvegar ekki með það á hreinu hvað það er.
Title: Með keppnir í sumar.
Post by: baldur on April 17, 2005, 21:33:33
11.98 minnir mig