Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: firebird400 on March 25, 2005, 20:37:43

Title: Til sölu/óskast keypt
Post by: firebird400 on March 25, 2005, 20:37:43
Er búið að opna fyrir svörum í söluþræðina

Ég vildi ekki fara að svara einhverjum bara til að tjekka á því en ég tók eftir því að það var eitt svar komið í óskast keypt

Ef svo er þá vil ég bara segja að það var kominn tími til :wink:
Title: Til sölu/óskast keypt
Post by: blobb on March 25, 2005, 20:41:29
ef það er búið að því þá væri í lagi ef menn séu ekki að drulla yfir bílana sem menn eru að selja og eiðileggja fyrir öllum

en annars það væri ekkert vitlaust að opna fyrir spjallið þar ef menn geta haldið sínum skoðunum fyrir sig
 :wink:
Title: Til sölu/óskast keypt
Post by: 1965 Chevy II on March 25, 2005, 20:41:31
Nei það er ekki búið að opna þessi póstur var færður þá er eitt svar var komið.
Það verður ekki opnað fyrir svör í til sölu óskast keypt þeir sem hafa áhuga geta bara drullast til að hringja eða senda einkapóst.
Þvílíkt rugl sem fylgdi þessu áður.
Title: Þetta er fínt svona!
Post by: Nóni on March 25, 2005, 23:22:05
Bæði það að það fór fram þarna ótrúleg vitleysa og svo ef það kom eitthvað tengt kvartmílu til sölu þá týndist það í rifrildi um ryðgaða dæhatsúa og úrbrædda jeppa.

Þetta er mjög gott svona, engar kvartanir hafa komið fram.


Kv. Nóni
Title: Auglýsingar
Post by: Gizmo on March 25, 2005, 23:27:12
En væri ekki þjóðráð að hafa möguleika á að eyða auglýsingum sem eru ónýtar eða hafa sjálfdauða á öllum auglýsingum eftir ca 60 daga ?
Title: Til sölu/óskast keypt
Post by: 1965 Chevy II on March 25, 2005, 23:47:02
Það hafa oft komið upp dæmi að einhver er að leita að varahlut eða bíl og hann finnst svo í eldgömlum pósti.
Þetta er ekkert fyrir.
Title: Til sölu/óskast keypt
Post by: Gizmo on March 26, 2005, 09:13:07
það væri nú samt allt í lagi að maður geti eytt eigin auglýsingum alveg, það er ekki til neins að hafa þær þarna eftir að hluturinn er seldur eða fenginn.  

Ef auglýsingunum væri eytt sjálfkrafa eftir einhvern rúmlegan tíma þá væru þær líka meira markverðar þær auglýsingar sem yrðu þarna inni.  það getur varla verið að meirihlutinn af því sem var auglýst fyrir ári síðan sé ennþá til sölu.

Svo hlýtur þetta að taka pláss einhversstaðar.
Title: Það er ekkert mél
Post by: Nóni on March 26, 2005, 10:05:06
Það er ekkert mál að eyða póstum eða breyta þeim í "SELT", bara lesa síðuna þegar þú ert búinn að skrá þig inn og ert að horfa á póstinn þinn.

Nóni
Title: Til sölu/óskast keypt
Post by: Gizmo on March 26, 2005, 10:40:04
Ég veit allt um það að það sé hægt að breyta þeim, ég er að tala um að eyða mínum auglýsingum ALVEG þegar ég vill.  Ef þú ferð inná einhverja auglýsingu sem þú hefur gert þá kemur aðeins "tilvísun" eða "breyta" en ekkert sem eyðir þeim eins og þú segir hér að ofan.  

Aftur á móti ef þú ferð á einhvern nýlegan póst þinn sem ekki hefur verið svarað þá kemur þar kostur sem er "X" eða "eyða" sem verður óvirkt er einhver hefur svarað þér eða þræðinum.  

Ég skil ekki afhverju maður má ekki bara eyða sínum auglýsingum ALVEG þegar þær eru ónýtar eins og á öllum öðrum spjallsíðum.
Title: Til sölu/óskast keypt
Post by: 1965 Chevy II on March 26, 2005, 12:16:13
Núna geta allir innskráðir eytt sínum auglýsingum.
Title: Til sölu/óskast keypt
Post by: Dodge on March 27, 2005, 11:49:52
í sumum tilfellum væri nú gott að geta svarað þarna...

eins og í 3 síðustu skifti sem ég sá eitthvað sem mig vantaði þá var ekki skilið eftir símanúmer e-mail eða neitt og viðkomandi checkar ekki einkapóstinn