Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: blobb on March 24, 2005, 22:51:12

Title: info um 340 mopar
Post by: blobb on March 24, 2005, 22:51:12
ég er að kaupa mér bíl sem á að vera með vél úr trúðinum torfærubílnum og er að spá hvort einhver viti hvað er búið að gera fyrir hana

Með Kveðju. Kristján
Title: info um 340 mopar
Post by: maggifinn on March 24, 2005, 23:42:16
Stjáni bróðir smíðaði einu sinni mótor oní trúðinn..

 það var 383 chevy með toppstykkin úr pintóinum hans Sigurjóns Haralds 18° hedd minnir mig . tók bara vel á,,
 
 veit ekki hvaða vél þú ert að tala um þar sem 340 er kræsler og man ég ekki til þess að Gunni hafi notað  nokkuð annað en chevy
Title: info um 340 mopar
Post by: Einar Birgisson on March 25, 2005, 08:15:09
Heddin hans Sigurjóns voru ekki 18° heldur 23°.
Title: info um 340 mopar
Post by: maggifinn on March 25, 2005, 12:11:22
Quote from: "Einar Birgisson"
Heddin hans Sigurjóns voru ekki 18° heldur 23°.

 
 nú? jæja allavega þurfti speisera á milliheddið til að runnerarnir mættust.
Title: info um 340 mopar
Post by: blobb on March 25, 2005, 15:50:25
þessi vél er ofaní hilux 84' dökkblár er staddur í þorlákshöfn
Title: info um 340 mopar
Post by: ÁmK Racing on March 25, 2005, 17:32:17
þetta er ekki vél úr trúðnum.Hann var með 355 nú með 434 chevy.Þetta er Hilux sem Gunni(trúður) átti og lét setja þessa vél í hann fékk hana hjá Hreppa(Gulli Emils) og ég held að Kjartan Guðvarðar í Mosó hafi sett hana í.Annars er best fyrir þig að hrngja bara í Trúðinn.Hann heitir Gunnar GUnnarsson og á heima einhverstaðar í Keflavík.K.v Árni
Title: info um 340 mopar
Post by: blobb on March 25, 2005, 17:42:21
okey takk fyrir
Title: 18 deg
Post by: Einar Birgisson on March 25, 2005, 17:48:33
nú? jæja allavega þurfti speisera á milliheddið til að runnerarnir mættust.
_________________
Ég var með 18deg bowtie hedd á 436 vélinni í Novuni minni eina keppni (götuspyrnu) sem Bjössi Túba á núna þannig að ég þekki munin, svo skrúfaði ég þessa vél sem Sigurjón átti nokkrum sinnum saman fyrir Halla Ævars sem var aðeins að keppa í torfærunu á sínum tíma, plús það að þegar Sigurjón var að keppa á Pintóinum (um og uppúr 1990) þá voru 18 deg hedd ill eða ófáanleg nema fyrir Nascar team eða þá sem höfðu "mjög" góð tengsl við GM sjálfan, sem ég efa að Sigurjón hafi haft.
Title: info um 340 mopar
Post by: maggifinn on March 25, 2005, 21:37:10
ég er alls ekkert að þrjóskast með 18gráðurnar Einar, bara man að það var svona nálgunar issue með milliheddið, það hefur greinilega verið af öðrum orsökum einsog þú bendir réttilega á, mjög brattir runnerar eða eitthvað með dekkhæð að gera...