Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Benni on March 22, 2005, 18:21:27
-
Er það rétt skilið hjá mér að ef að td. 4 bílar í GF flokk mæta í keppni, í sumar, þá verður sá flokkur samt ekki keyrður ?
Kveðja Benni Eiríks
-
Hæ.
Og svariði nú......
Við bíðum spenntir. (augsýnilega fleiri en ég sem erum með "öfurgann misskilning" á þessu brölti öllu saman.
Og munið, að það sem stjórnin ákveður getur hún líka "af-ákveðið".
(mar segir bara, "sorrý mistök".)
-
Var ekki samþykkt á aðalfundi að ef fjórir keppendur mæta í einhvern af þeim flokkum sem voru einnig samþykktir inn á aðalfundi væri flokkurinn keyrður??? Þá hljóta fjórir félagar að geta tekið sig saman og keyrt í þeim flokki... ekki satt??
ég og mínir þungu þankar....
-
Er það rétt skilið hjá mér að ef að td. 4 bílar í GF flokk mæta í keppni, í sumar, þá verður sá flokkur samt ekki keyrður ?
Kveðja Benni Eiríks
Sæll Benni, sælir strákar (og þökk fyrir að fylla í skarðið fyrir mig).
Flokkarnir sem stjórnin hefur ákveðið að keyra verða keyrðir í sumar. Komi hins vegar einhverjar eindregnar óskir um að athuga annað, þá er ég að tala um frá 4 eða fleiri keppendum, þá munum við að sjálfsögðu skoða það. Við munum ekki hlusta á menn sem ætla að keppa í einhverjum ákveðnum flokk en þusa og þrasa um að það eigi eða eigi ekki að keyra enhvern annan flokk.
Kv. Nóni