Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Valur_Charade on February 23, 2005, 15:22:57

Title: Smá upplýsingar um toll vantar!
Post by: Valur_Charade on February 23, 2005, 15:22:57
Þetta er reyndar ekkert um kvartmílubílainnflutning!  :?
Ef að ég myndi kaupa mér fjórhjól af ebay hvað þarf ég að borga í toll? Veit það einhver?
Title: Smá upplýsingar um toll vantar!
Post by: kawi on February 23, 2005, 16:52:57
shopusa.is
 8)
Title: Smá upplýsingar um toll vantar!
Post by: chevy54 on February 23, 2005, 18:46:36
það eru engir tollar af kvartmílubílum!!!
Title: Smá upplýsingar um toll vantar!
Post by: Gizmo on February 23, 2005, 19:26:10
Vésleðar, mótorhjól og fjórhjól eru öll í 30% vörugjaldi, við það bætist svo VSK.

semsagt, kaupverð með öllum flutning og tryggingum hingað til lands x 1,3 x1,245 og þá hefur þú ca verð.

Dæmi;

Hjól útúr búð úti 250.000.- isk
Flutningur og tryggingar 50.000.-

Samtals 300.000.-
Viðbættur Tollur 30% gerir samtals 390.000.-

sem bætist svo 24,5% VSK á þá er hjólið orðið 485.550.-

Skráningargjöld, númer ofl ca 10-15 þús og þá ertu kominn í 500.000.- eða kaupverð úti X 2
Title: Smá upplýsingar um toll vantar!
Post by: 1965 Chevy II on February 23, 2005, 19:41:54
Það er gæji að selja hjól frá Kína ný 200cc á 150.000kr hann er í Hafnarfirði,meira veit ég ekki um þetta.
Title: Smá upplýsingar um toll vantar!
Post by: baldur on February 23, 2005, 20:44:55
Quote from: "Gizmo"
Vésleðar, mótorhjól og fjórhjól eru öll í 30% vörugjaldi, við það bætist svo VSK.

semsagt, kaupverð með öllum flutning og tryggingum hingað til lands x 1,3 x1,245 og þá hefur þú ca verð.

Dæmi;

Hjól útúr búð úti 250.000.- isk
Flutningur og tryggingar 50.000.-

Samtals 300.000.-
Viðbættur Tollur 30% gerir samtals 390.000.-

sem bætist svo 24,5% VSK á þá er hjólið orðið 485.550.-

Skráningargjöld, númer ofl ca 10-15 þús og þá ertu kominn í 500.000.- eða kaupverð úti X 2


Maður greiðir ekki vörugjöld af flutningskostnaði.
Title: Smá upplýsingar um toll vantar!
Post by: Valur_Charade on February 23, 2005, 21:51:35
Quote from: "chevy54"
það eru engir tollar af kvartmílubílum!!!


já ég tók reyndar fram að ég væri að tala um fjórhjól  :roll:  hehe

en ég get semsagt bara margfaldað verðið á hjólinu með tveimur sirka?
(takk fyrir góð viðbrögð)  :wink:
Title: hjól
Post by: TONI on February 23, 2005, 22:00:17
Best að láta fylgja með með ódýru hjólin að heimasíðan er www.staupasteinn.ehf.is  það eru samt ekki öll hjólin þar. Kv. TONI
Title: Smá upplýsingar um toll vantar!
Post by: Nonni on February 23, 2005, 23:00:22
Quote from: "baldur"

Maður greiðir ekki vörugjöld af flutningskostnaði.


Stofn til álagningar vörugjalds er CIF íslenskur staður.  Í því er því flutningur og vátrygging innifalin.  Þannig að, jú maður greiðir vörugjöld af flutningskostnaði.
Title: Smá upplýsingar um toll vantar!
Post by: Gizmo on February 23, 2005, 23:07:39
og svo er maður alltaf plokkaður um umsýslugjöld, pappírsgjöld, kvittanir og eyðublöð, bréfaklemmur, hefti, pennastrik ofl ofl hjá tollinum, flutningsaðila, skráningarstofu, sendibíll og þess háttar.  Borgar sig að bæta við ca 25 þúsund í allskyns rugl sem ómögulegt er að sjá fyrir.