Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Gísli Camaro on February 23, 2005, 12:48:36

Title: Eru þetta e-h vitleysingar á ebay?
Post by: Gísli Camaro on February 23, 2005, 12:48:36
hver er reynslan af ebay? er maður að kaupa af einstaklingum eða fyrirtækjum þegar hlutirnir eru nýjir? en notaðir. finn nefnilega hræódýrar flækjur á ebay en er ekki alveg að treysta dæminu ef þetta er e-h ibbi eins og ég sem er að selja þær úti t.d.. og hvað fleyri síður en summit eru með varahluti. (þig vitið hvernig vara- og aukahluti ég er að meina)
Title: Eru þetta e-h vitleysingar á ebay?
Post by: Nonni on February 23, 2005, 13:56:54
Það eru allskonar menn á ebay.  Ég er búinn að kaupa helling á Ebay fyir nokkur þús. dollara og aðeins í einu tilfelli var ég ekki 100% ánægður (en þetta voru nú bara $10).  

Áður en ég kaupi þá skoða ég alltaf orðspor seljanda.  Ef það er nálægt 99% og hann er með fjöldann allan af sölum á bakvið sig þá er þetta að öllum líkindum alvöru maður.  Síðan les ég feedbackið til að heyra hvað menn segja um hann.  

Ef allt lítur vel út þá sendi ég viðkomandi póst þar sem að ég segist vera frá Íslandi og borgi með Paypal, og spyr um flutningskostnað.  

Það er nefnilega oft sem menn segjast aðeins senda innan USA en ef maður talar við þá að fyrra bragði þá eru þeir tilbúnir til að senda beint.

Ef þú skiptir við alvöru aðila þá er þetta ekkert mál (ég myndi ekki þora að skipta við einhvern sem hefur ekkert record, hann er óskrifað blað og gæti verið skúrkur).

kv. Jón H.
Title: Eru þetta e-h vitleysingar á ebay?
Post by: Gísli Camaro on February 23, 2005, 18:42:53
takk kærlaga fyrir uppl.
Title: er þetta eitthvað til að spá í ?
Post by: Damage on February 25, 2005, 17:57:23
er þetta eitthvað til að spá í ?
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=43952&item=7956401043&rd=1
Title: Re: er þetta eitthvað til að spá í ?
Post by: Nonni on February 25, 2005, 22:41:17
Quote from: "Damage"
er þetta eitthvað til að spá í ?
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=43952&item=7956401043&rd=1


Þetta ætlaði aldrei að downloadast hjá mér svo ég sá aldrei mynd af vörunni.  

En seljandinn virðist vera með ágætt feedback, og margar sölur á bakvið sig.  Hann segist bara senda innan USA svo þú þarft að hafa sambandi við hann að fyrra bragði og athuga með flutning til Íslands.  

Einnig gætir þú rætt við Eggert með flutning heim, en ég var að fá dót í gegnum hann og mæli með hans þjónustu.
Title: Feedback
Post by: Ziggi on February 25, 2005, 22:55:13
talandi um gott feedback http://feedback.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?ViewFeedback&userid=mizzelphug&items=25&page=1&frompage=-1&iid=-1&de=off
Title: Eru þetta e-h vitleysingar á ebay?
Post by: Jón Þór Bjarnason on February 26, 2005, 09:19:09
Einhver sagði mér að það skipti engu máli ef seljandi vill aðeins selja innan Bandaríkjanna ef maður lætur bara senda á addressuna hjá SHOP USA í Norfolk. Sjá addressu efst í vinstra horni á síðunni þeirra.
http://www.shopusa.is/
Title: Eru þetta e-h vitleysingar á ebay?
Post by: Nonni on February 26, 2005, 10:15:59
Quote from: "Nonni_n"
Einhver sagði mér að það skipti engu máli ef seljandi vill aðeins selja innan Bandaríkjanna ef maður lætur bara senda á addressuna hjá SHOP USA í Norfolk. Sjá addressu efst í vinstra horni á síðunni þeirra.
http://www.shopusa.is/


Það er innanlandssala og skiptir ekki máli með flutning.  Menn ættu þá frekar að láta senda vöruna á Eggert sem er með aðstöðu í New York.

En stundum þá er alveg eins gott að láta senda þetta beint heim, sérstaklega með minni hluti sem manni liggur á, og þá er gott ef seljandi er tilbúinn að senda beint heim.