Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: ymirmir on February 23, 2005, 09:41:08

Title: Söluhugleiðingar
Post by: ymirmir on February 23, 2005, 09:41:08
Ætlaði nú bara að athuga með eitt. Segjum að ég sé að pæla í að selja kaggann, hvað haldiði að maður geti fengið fyrir hann? Trans Am 75 með 400pontiac vél.. Margir vita hvaða bíll þetta er þannig að þeir sem vita það endilega segið mér svona eitthvað.. Er nefnilega að skoða aðra kosti í bílamálum.. Fyrirfram þakkir
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Binni GTA on February 23, 2005, 10:35:05
Fer nú eiginlega allt eftir því á hvaða stigi bíllinn er ?
Title: Söluhugleiðingar
Post by: ymirmir on February 23, 2005, 11:55:33
já... hann er pretty much í sama ástandi og ég fékk hann í... Nema ný vél,nýr vatnskassi,converter og svo mundu fylgja með 400 skipting með transpak,8"mopar hásing,k&n sía og eitthvad ..man ekki meira.. þetta er gott project fyrir dúdda með bílskúr og græjur.. ég bara er ekki í þeirri aðstöðu akkurat núna..
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Binni GTA on February 23, 2005, 17:46:02
póstaðu mér myndum af gripnum og verðhugmynd !

binnigunn@internet.is
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Mtt on February 23, 2005, 19:00:45
Þú mátt senda mér myndir og verðhugmynd líka

mogmracing@talnet.is
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Moli on February 23, 2005, 19:41:30
Myndir:

(http://www.internet.is/bilavefur/album/gm/transam_hfj.JPG)
(http://www.internet.is/bilavefur/album/gm/transam_hfj_1.JPG)

ein gömul
(http://www.internet.is/bilavefur/album/gm/1975_transam_ez227.jpg)
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Gísli Camaro on February 23, 2005, 23:09:56
Sími?
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Kiddi on February 23, 2005, 23:21:08
Ég skoðaði þennan fyrir ca. ári og þá fannst mér hann ónýtur úr riði... + skemmtilega pluss klæddur að innan.......... Þarf mikið af kjark í að gera þennan bíl góðan, þótt hann sé með ágætis krami, 180 þús. 1. 2. og 3. er algert max fyrir bílin :cry:
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Anton Ólafsson on February 24, 2005, 00:13:04
Átt þú nokkuð eigandaferil bílsins?
Title: Söluhugleiðingar
Post by: ymirmir on February 24, 2005, 14:17:03
180 max?..vélin kostaði það þannig að hann fer nú á aðeins meira en það.. annars verður hann ekki seldur.simple as that..einsog ég sagði þá er þetta gott fyrir menn sem hafa aðstöðu og græjur í þetta..
Title: Söluhugleiðingar
Post by: molin on February 25, 2005, 22:02:37
gott efni myndi eg halda fyrir menn með aðstöðu og sambönd út (ebay)
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Einar K. Möller on February 25, 2005, 22:08:27
Síðan hvenær kostaði þessi vél 180 þús. ? Nema að þú hafir verslað nýja. Kristófer Ö. Ásgrímss. á Selfossi átti þennan bíl fyrir einhverjum árum. Halli vinur minn kaupir hann svo (Kiddi skoðaði hann einmitt hjá honum í Hfj.), Jón Trausti vinur minn eignast hann svo í skiptum við Halla. Það var aldrei neitt gert fyrir bílinn á öllum þessum tíma svo mig minni og ef mér skjátlast ekki var vélin farin að hegða sér eitthvað leiðinlega (ég allaveganna eyddi LÖNGUM tíma í að fá sómasamlegan gang í hana.

Ég tek undir það sem Kiddi segir með verðið (sorry dude)
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Ásgeir Y. on February 25, 2005, 23:16:35
mér skilst að það sé búið að skipta um hreyfil síðan þá.. er það ekki annars..?
Title: Söluhugleiðingar
Post by: JHP on February 26, 2005, 01:44:28
Fór hann ekki á staur hjá Jóni Trausta.
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Einar K. Möller on February 26, 2005, 02:34:39
Það var ekki þessi, það var ´79 bíll sem hann átti sem endaði á staurnum. Sá bíll er núna á Akureyri.
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Ásgeir Y. on February 26, 2005, 08:57:31
held það sé búið að rífa hann núna.. hér eru einmitt myndir síðan við vorum að leika okkur með hann á ak seinasta sumar.. :)  http://www.cardomain.com/memberpage/323797/4
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Jakob Jónh on February 27, 2005, 13:11:37
Sælir er þessi bíll til sölu eða ekki?
Ég er búinn að reyna að ná á eigandann í gegnum pm og e-mail en fæ enginn svör :(
Kveðja Jakob.
Title: Söluhugleiðingar
Post by: ymirmir on February 27, 2005, 17:37:38
Einar K. möller.. Ef ég man rétt þá auglýstir þú fyrir Jón Trausta bílinn.. Auglýstir hann á 250 þús kall þá.. Þegar ég fæ bílinn í hendurnar er vélin gjörsamlega handónýt.. ekki neitt í lagi við hana, miklu meira en mér var sagt og það er komin allt önnur vél í bílinn.. Sú vél kostaði 180 þús kall.. auk þess keypti ég ný vatnskassa element og það er kominn converter,önnur skipting komin og 400 með transpak fylgir,8"mopar hásing líka og flækjur.. það eru smávægileg atriði sem þarf til að koma honum í gang og er að huga að því sjálfur.. Er að skoða hvað ég gæti fengið fyrir hann og ég biðst fyrirgefningar á að senda ekki einkapóst til þeirra sem hafa sent mér... Er bara brjálað að gera hjá mér og er svona að pæla almennilega í þessu öllu
 
Allavega bíllin er ekki falur fyrir 180 þús kall.!
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Einar K. Möller on February 27, 2005, 17:54:30
Ok málið dautt, þetta var bara eitthvað sem ég vissi ekkert af og biðst bara afsökunar á því.

Gangi þér vel með söluna.

Mbk.

EKM
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Kristófer on March 01, 2005, 20:25:19
Blessaður vertu ekkert að selja gripinn þá sérðu bara eftir því seinna.

Sæll Einar M. hvað fór í vélinni?? Þetta var orðin svo góð vél.
Title: Söluhugleiðingar
Post by: Örn.I on March 28, 2005, 20:26:41
Ásgeir jú það er búið að rífa 79 transinn hvar er ryð í þessum bíl af einhverju ráði?