Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Harry þór on February 19, 2005, 22:55:51

Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Harry þór on February 19, 2005, 22:55:51
Jæja gott fólk, við komum saman í dag nokkrir fársjúkir kraftakagga eigendur og vorum að spjalla um stofnun GM félags ( Genaral Motors ) klúbbbs. Eins og við vitum hefur verið til Mopar klúbbur og Mustang klúbbur en engin GM og það er allveg ómögulegt ástand.Okkur langar til láta á það reyna hvort ekki sé grunvöllur fyrir GM klúbbi.
 
Við ætlum að halda stofnfund í húsnæði KK föstudaginn  4. mars kl 20.30.

þangað til væri gaman að heyra í ykkur félagar þarna úti hvernig ykkur lýst á þessa hugmynd.

Svona klúbbur GM eiganda gæti verið skemmtileg viðbót við bíladelluna,svona félag gæti verið stjórn KK til aðstoðar.

Við sjáum fyrir okkur að svona klúbbur gæti staðið saman að sýningarhaldi, séð um GM svæðið og Mopar um sitt og Ford um sitt og svo yrði samkeppni um flottasta svæðið?

Svona klúbbur gæti tekið að sér einn vegg eða herbergi í nýja félagsheimilinu og skreytt í anda GM ???

Svona klúbbur getur komið saman og fengið sér vöfflur og bjór fyrir þá sem það kjósa.

KOMIÐ MEÐ COMMENT / HUGMYNDIR OG TILKYNNIÐ ÞÁTTÖKU HÉR FYRIR 4.MARS.

HARRY ÞÓR HÓLMGEIRSSON
ÞRÖSTUR GUÐNASON
HARRY HERLUFSEN
GUNNAR ÆVARSON
Title: GM Klúbbur
Post by: Kristján F on February 19, 2005, 23:42:45
Sælir félagar

Þetta er stórsniðug hugmynd og ég vil fá að vera með í þessu.


                   Kveðja  Kristján Finnbjörnsson
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Ásgeir Y. on February 19, 2005, 23:50:39
þetta er eitthvað sem ég væri meira en til í..
Title: t
Post by: Vettlingur on February 19, 2005, 23:51:09
:lol: Góð hugmynd Harrý, við erum svolítið einangraðir hérna fyrir norðan Hvalfjarðarpúströrið svo að það verður gaman að koma og hitta gamla félaga úr Hafnarfirði og kynnast nýjum.
Maggi Valur :?
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: 1965 Chevy II on February 19, 2005, 23:51:56
Ef ég má sleppa vöfflunni og fá tvo öl í staðinn þá er ég til.

Friðrik Daníelss.
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: siggik on February 19, 2005, 23:57:27
væri til í eitthvað svona, hvernig myndi þetta þá fara fram, en þar sem ég er í sullandi vinnu allavega fram að sumri þá gæti ég ekki mætt á neitt því miður, flott framtak, einmitt einsog er búið að vera ræða um hér ...
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Svenni Turbo on February 19, 2005, 23:57:47
HARRY ÞÓR HÓLMGEIRSSON
ÞRÖSTUR GUÐNASON
HARRY HERLUFSEN
GUNNAR ÆVARSON

Þið eruð þvílíkir snillingar, ég verð svo sannarlega með og skal jafnvel baka vöflurnar á góðum degi :!:
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: firebird400 on February 20, 2005, 00:04:01
Mopar og Mustang klúbbur en enginn GM klúbbur :shock:

Þetta er bara given, verður að verða að veruleika.

Ég skal ekkert lofa mér í sjálfboðavinnu þar sem vinnan er að reyna að drepa mig, var að vinna í dag og er að fara að vinna á morgun sunnudag, bíst fastlega við því að þannig verði þetta fram eftir sumri en ef þið viljið setja upp sýningu þá er birdinn voða mikið fyrir það að láta glápa á sig og mætir á svæðið
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Geir-H on February 20, 2005, 04:09:27
Já nema að það er meiri alvara í þessu heldur en Fannar er búinn að vera tala um,,
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Dr.aggi on February 20, 2005, 11:01:01
Ég verð með.
Gott framtak.

On alky racing team
Agnar H Arnarson

Chevrolet malibu chevelle 1967
Chevrolet top alkohol dragster
Willys coupe 1941
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Siggi H on February 20, 2005, 12:49:36
ég er til í að vera með í þessu. nema hvað að ég bý útá landi þannig ég kemst því miður ekki á þennan stofnfund.

Kv. Sigurður Helgason

Chevrolet Camaro Z-28 '84
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Fannar on February 20, 2005, 14:38:30
ég er til í þetta :D
en er þetta ekki bara bygt upp á grunni hugmyndar minnar? :D
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Nonni on February 20, 2005, 17:29:11
Líst vel á hugmyndina, mæti   8)
Title: GM
Post by: Camaro SS on February 20, 2005, 21:38:59
Já kanski maður verði með,flott framtak drengir.
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: JHP on February 20, 2005, 21:43:23
Þótt fyrr hefði verið (http://easy.go.is/hubs/05_dec/dec_update02.gif)
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: ÁmK Racing on February 20, 2005, 23:05:33
þetta er mjög gott mál ég er til.K.v Árni Már Kjartansson
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Addi on February 21, 2005, 18:41:07
Ég er meira en til, mæti ef ég verð ekki að vinna, frábært framtak.
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: 440sixpack on February 21, 2005, 19:16:29
Með stofnun MC-deildar innan KK síðasta sumar var gerð tilraun til að sameina Ford Chevy og Mopar bílaáhugamenn, og margir ykkar sem skrifað hafa hér á undan að þeim lítist vel á þetta eru meðal þeirra er gengu í MC-deildina síðasta sumar.  Held ég megi fullyrða að enginn þeirra hafi komið á fund KK nokkru sinni.  Heldur vildi ég sjá ykkur áhugasömu chevy karla á fundum hjá KK, og að bílaáhugamenn hætti þessari tegundadýrkun, þetta er allt sama draslið.  Að mínu mati er þetta ekki KK til framdráttar.

Tóti

PS: Og fyrir þá sem ekki vita er Moparklúbburinn saumaklúbbur.
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Sævar Pétursson on February 21, 2005, 20:10:19
Þetta er frábær hugmynd, ég ætla að ver með. Ég get ekki séð hversvegna við GM kallar megum ekki líka hafa sauma-vöflu-bjórklúbb eins og þið hinir.
Sævar P.
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Gísli Camaro on February 21, 2005, 23:19:09
Verð með potttþétt með.


Gísli Rúnar Kristinsson. Cammi 86
Title: Tegundapólitík
Post by: Sigtryggur on February 21, 2005, 23:54:44
Heyr,heyr Tóti!
Ágætur maður sagði eitt sinn"vél er bara járnhlunkur fullur af einhverju rusli sem snýst voða hratt og veit ekkert hvað það heitir,það er bara spurningin hvursu fær þú ert að laga þetta dót til"
Title: Gm
Post by: Blaze on February 22, 2005, 22:11:53
En ef maður á jeppa af GM ætt?  Fær maður samt að vera með?
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Gizmo on February 22, 2005, 23:10:04
Ég tek undir með Tóta, á að stofna sérklúbb um hvert einasta merki ?  Á að stofna GM Camaro, Corvette, og Malibu undirdeildir seinna meir í "GM klúbbinum" af því að það er ekki eins flott að vera á Camaro eins og Corvettu ?  

Væri ekki nær að ALLIR hittust saman á fimmtudagskvöldunum áfram í stað þess að byrja í einhverjum sértrúarköltum í öllum hornum ?  

Síðastliðið sumar hittust nokkrir úr hinum svokallaða Ford/Mustang "klúbbinum" niðri við Nauthól, þegar örfáir GM bílar (3) voru komnir á staðinn (ég einn þeirra) þá rauk einhver Ford maður tautandi eitthvað rugl uppí sinn bíl og tætti burt, af því að þetta var heilög Ford samkoma og GM/Mopar/Annað rusl væri ekki Fordunum samboðið né velkomið...  Mátti ég ekki koma á mínum GM bíl að tala við félaga minn sem á Ford án þess að leggja GMinum mílu í burtu og koma labbandi eftir að hafa farið í lúsabað og sótthreinsun ?

Svona örklúbbar ýta bara undir merkjahatur, bull og leiðindi.

Við erum ekki nógu margir í þessu landi með bíladellu til að standa í svona sértrúarsöfnuðum.
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Kiddi on February 22, 2005, 23:16:06
Sammála, man einhver t.d. þegar Helgi69 setti á stofn einn svona "meeting" af mucle car bílnum fyrir aftan stöðina?? Planið varð rúmlega troðfullt af gömlum köggum :shock: það var vel heppnað...
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Svenni Turbo on February 24, 2005, 00:40:29
19 Félagar, ágætis byrjun en það vantar nú nokkra sterk sterka GM menn sem vonandi bætast við fljótlega.

Gizmo og Kiddi ég held ég megi lofa að þessi vöflu klúbbur verði ekki nein klíka og komi ekki til með að skemma neitt fyrir öðrum uppákomum né félags starfi, og ég sé fyrir mér að þetta sé ágætis leið fyrir Gm sjúklinga að skiftast á myndum varahlutum og þekkingu, ekki dæma þennan félagsskap fyrir framm þó einhver Ford eigandi hafi einhvertíman misst sig ég efast um að það komi þessu máli neitt við, en ef þið þurfið að pirra ykkur á þessu þá getið þið náttúrulega sleft því að ganga í klúbbinn, en ég vonast til að þið sláið til þar sem þið eigið nú báðir Gm :wink:
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Jakob Jónh on February 24, 2005, 14:58:23
:) Góð hugmynd látum reyna á þetta.
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Ásgeir Y. on February 24, 2005, 18:51:44
ég held að þetta verði ekkert nema gaman
Title: hvar á ég að skrifa nafnið mitt...
Post by: Jóhannes on February 27, 2005, 23:25:50
i vote 4 chevy
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: JONNI on March 03, 2005, 20:38:26
:shock:  :shock:
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: Ásgeir Y. on March 03, 2005, 21:47:15
jæja.. ég kemst víst ekki.. alltaf einhver matarboð sem maður "verður" að sækja.. verð bara að vera þarna í anda...
Title: fundur
Post by: Harry þór on March 04, 2005, 15:55:53
Jæja strákar og stelpur nú er komið að því,fundurinn verður í kvöld kl 20,30.
Það verða heitar vöfflur með alles og Dóri í sjoppunni ætlar að selja okkur kaffi með.

Ég hvet alla til að koma með GM bækur og blöð með og leyfa okkur hinum að sjá.

ATH. það eru allir GM eigendur velkomnir.

nefndin
Title: gm
Post by: Ziggi on March 04, 2005, 17:46:23
En hvað með tilvonandi GM eigendur?
Title: Ziggi
Post by: Harry þór on March 04, 2005, 17:56:30
Ziggi þú ert velkominn auðvitað.

nefndin
Title: spurning með Andersen
Post by: Harry þór on March 04, 2005, 17:57:58
Við setjum spurningarmerki við Mr. Andersen 8)

fh nefndarinnar
Harry Þór
Title: GM klúbburinn
Post by: Harry þór on March 05, 2005, 18:36:59
Stofnfundur GM klúbbsins var í gær.Stofnfélagar voru 15.
Formaður var kosinn Þröstur Guðnason og aðrir í stjórn eru Harry Þór - Harry Samúel Herlufsen - Gunnar Ævarsson .

Þetta á svo sem ekki að vera neitt flókið, bara halda utan um okkar mál og láta þetta þróast.

Fundir verða 1.þriðjudag hvers mánaðar, vöfflur með öllu og spjall - sögur.

Við hefðum nú viljað sjá fleiri . Kannski var það IDOLIÐ .

Það er bara mæta 5.april og láta skrá sig, það kostar ekkert.


Harry Þór
Title: Fundur
Post by: Blaze on March 10, 2005, 20:31:37
Maður reynir kanski að kíkja næst  :D
Title: Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Post by: íbbi_ on April 06, 2005, 03:23:50
já synd að hafa misst af þessu...

lýst bara vel á þennan nýja klúbb
loksins komin GM nörda grúbba,
count me in!