Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Gizmo on February 18, 2005, 18:48:33
-
Rakst á þennan í Vökuportinu í dag á leiðinni í rif, bað þá að halda honum til hliðar ef einhver vildi kaupa hann og gera upp. Þetta er V8, 318, leðurklæddur og virðist nokkuð heillegur miðað við allt, allavega vel uppgerðarfær.
Sjálfskiptingin er talin vera biluð en vélin á að vera ágæt.
Ef einhver hefur áhuga á að fá þennan bíl fyrir eitthvað sanngjarnt þá er bara að hringja í Steinar í Vöku, 567-6860.
-
í guðana bænum hringdu og segðu þeim að pressa þennan viðbjóð með öllu
-
Pressan fengi meltingartruflanir af þessu :lol:
-
hvernig er það,nú vantar mig ýmislegt einsog viftuhlíf og eitthvad drasl.. Er ekkert hægt að spjalla við þessa gaura þarna og fá að hirða eitthvað smotterí hjá þeim..?
-
mig langar í felgur, er hægt að fá þær á slikk ?
-
smekkur manna er mismunandi(sem betur fer)
mér fyns hann nokkuð flottur vinur minn áttan fyrir 2/3 árum
-
Ég man ekki betur en að þessi hafi verið með krabbamein á slæmu stigi fyrir löööngu síðan :roll:
-
annar hvor þessara tveggja bíla hinn blár er CMX týpa hvað sem það þíðir en var mjög lítið frammleitt af einhverjir 600/800 bílar aldrei meira en 1500 ég man ekki töluna nákvæmlega ekki þess virði að leggja á minnið en það sem mér fannst skondið við þetta var að bíllinn var sjaldgæfari en 71 340 cudan á Djúpavogi Líklega komu þessir bílar hingað vegna Auto 81 bílasýningarinnar í húsgagnahöllinni en spáið í að þessir bílar eru alveg jafn flottir/glataðir og 73 og uppúr tveggja dyra framleiðslan grand prix, le mans,cutlass,malibu,monte carlo,skylark,century,cordoba,charger,diplomat,le baron,fury,torino,montego,
cougar bara svolítið kantaðri (ala aries) en þeir flestir
-
sami félagi minn átti báða mirada bílana hvíta og bláa þessi blái var töluvert skemtilegri með 360 undir húddinu :mrgreen:
-
vinur minn á þennan bláa nuna en hann var á runtinum í kef þegar styrið datt af og hann nelgdi beint aftan á volvo og greyið volvoinn lagðist saman ogkellan sem var inni í honum fékk vægt taugaáfall en blessaður dodge greyið er inni í skur nuna og er aðbiða eftir vara hlutum að utan
-
þarna eru varahlutirnir handa honum, bíða í vökuportinu
-
allt sem er ameriskt er gull sem vert er að hirða vel um.. það verður bráðlega fátt til af essum köggum.
og ekki sakar að fákurinn er leður klæddur... væri ekki verra að líða ölrúnt í flakinu
-
Ég átti þennan, ásamt þessum Bláa, og þeir eru báðir vel uppgerðar hæfir, sérstaklega þessi blái. Svo má leingi deila um að fegurðina á þessu dóti....
-
Hér eru nokkrirhttp://www.magnumxe.com/carlisle.htm
-
Já það má gera þá nokkuð flotta, og að mörgu leyti var ég hrifnari af þessum hvíta því að mér fannst flottara að hafa rauða leðurinnréttingu enn bláa eins og var í þeim bláa
-
Ef einhver geðsjúklingur ætlar að kaupa þetta þá á bróðir minn smá dodge dót... (skifting,vélar,startar og margt fleyra)
það væri kanski hægt að redda þessum sem ætlar að kaupa þessa ófallegu bifreið...
-
Það er nóg til að skrítnu fólki, mér tókst til dæmis að eiga báða bílana sem að voru til á landinu í einu, samt fynast mér þetta vera ljótir bílar. Enn ég veit samt að þetta eru mjög sjaldgæfir bílar, og mjög fáir eftir í heiminum, og mér þætti leiðinlegt að sjá þá lenda í pressunni...
-
Kallið mig skrýtinn.
En þetta eru suddalega flottir bílar.
Ef ég hefði einhverju um það að ráða þá myndi ég bjarga þessum bíl strax.
-
ég verð að seiga að ég sé eftir að hafa ekki keypt þann hvíta af þér frank.
kv,tobbi krókudíll
-
Ég var hjá VÖKU í gær að versla og tók þá eftir því að þessi bíll er farinn en ég spurði ekki sérstaklega eftir því hvort að hann hefði lent í pressunni.
-
Hann fór í pressuna. :(
-
mér finnst þetta ekkert svo flottir bílar og allavega ekki þessi ryð haugur þanning að þetta eru engar sorglegar fréttir
-
eg a rudur i hurdinar a mirodu
-
mig langar að spirja ykkur vist að þið lumið á svona mörgum mindum hvort enhver af ikkur egji mind af fjólu bláa camaroinum
-
Ég gæti kannski við skrítinn og en fremur leiðinlegur að vekja upp gamlan þráð, En mig dauðlangar í blá bílinn og ég þekki strákinn sem á hann og hann er til í að selja mér hann.
En það sem ég var svona meira að velta fyrir mér hvort það sé hægt að fletta því upp hvort það séu til einhverjir fleiri svona bílar á landinu vegna þess að mig vantar þá vara hluta bíl til þess að geta gert upp bláu mirdöduna
-
Nei,sá blái er sá eini eftir.Komu þrír upphaflega.Einlitur blár sem er til,Einlitur hvítur og einn sem var blár með hvítan topp,en báðir eru þeir ónýtir núna.Það þarf einhver með áhuga fyrir gömlum bílum að eignast þennan bláa og varðveita hann.Þessar Miröndur eru orðnar frekar sjaldséðar meira segja í U.S.A.
-
þessi blái er kominn á bílaparta sölu í kefl,
hann endar líklegast eins og hinn, :roll:
það er voðalega lítið sem ég finn um þessa skrjóða á netinu, virðast allavega ekki vera í neinu uppáhaldi hjá google :?
-
hann stendur í portinu hjá bósa :?
-
tilhvers að rífa bíl sem er bara eini sinnar tegundar á landinu gætir í mesta lagi notað mótorinn og skiptingu?
-
hann var bara fjarlægður einhverstaðar frá að ósk lög og reglu
held að hann bíði bara eftir að eigandi vitji hans /eða ekki
-
ég á þennan bíl í dag, losaði fyri eiganda við hann. Planið er að hirða skiftinguna og vélinna úr honum og setja það í húsbílinn hja mér :twisted:
-
er 360 vél í þessu og 727 skipting eða?
-
ég á þennan bíl í dag, losaði fyri eiganda við hann. Planið er að hirða skiftinguna og vélinna úr honum og setja það í húsbílinn hja mér :twisted:
:(
-
Rakst á þennan í Vökuportinu í dag á leiðinni í rif, bað þá að halda honum til hliðar ef einhver vildi kaupa hann og gera upp. Þetta er V8, 318, leðurklæddur og virðist nokkuð heillegur miðað við allt, allavega vel uppgerðarfær.
Sjálfskiptingin er talin vera biluð en vélin á að vera ágæt.
Ef einhver hefur áhuga á að fá þennan bíl fyrir eitthvað sanngjarnt þá er bara að hringja í Steinar í Vöku, 567-6860.
Stendur þarna 318...
-
Þessi blái er með 360.Hinn var með 318
-
og hvað ættlaru að gera við bílinn þegar þú ert buinn að hirða vél og skiftingu úr honum og hvar er hann nuna svo eg gætt kannski fengið að skoða grippinn verð að fá hann þetta er safn gripur
-
Verst að ég á ekki skanner, var að horfa á gamla mynd af þessu bíl, þegar að ég kláraði bæði afturdekinn að aftan í einu spóli, allveg þangað til að það sprakk :twisted: bara gaman... :D
-
veistu nokkuð hvar hann er nuna?