Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: ymirmir on February 17, 2005, 23:29:59

Title: Tilkeyrsla
Post by: ymirmir on February 17, 2005, 23:29:59
Hvernig er best að tilkeyra nýupptekna vél..  Þarf maður að láta hana ganga í 2000 snúningum í kyrrstöðu eða er betra að tilkeyra hana á almennri keyrslu ca 1000km.? Vélin er 400 big block poncho boruð 0.17mm.    Endilega segið ykkar skoðanir
Title: Tilkeyrsla
Post by: baldur on February 17, 2005, 23:37:28
Mín skoðun er að það þurfi að lesta vélina til þess að hringirnir nái að slípa sig við cylendrana. Annars verður vélin aldrei þétt. Vil meina að fyrri aðferðin sem þú nefndir sé bara hrein eyðileggingarstarfsemi, því það þarf álag til þess að hringirnir nái að setjast.
Kannski er líka sniðugt að vera ekki að snúa henni í 8000rpm svona á meðan þessu stendur.
Sumsé, vera duglegur að gefa í en ekki snúa vélinni neitt rosalega.
Skipta svo um olíu og síu eftir í mesta lagi 1000km.
Svona geri ég þetta amk, aðrir hafa kannski aðrar hugmyndir um þetta.
Title: Tilkeyrsla
Post by: Gunni gírlausi on February 17, 2005, 23:45:22
Drive it like you stole it  :twisted:
Title: Tilkeyrsla
Post by: -Siggi- on February 17, 2005, 23:54:46
Ég var einmitt að lesa um þetta nýlega og hér er ein kenning
http://www.mototuneusa.com/break_in_secrets.htm
ekki ósvipað og baldur er að lýsa.
Title: Tilkeyrsla
Post by: 1965 Chevy II on February 18, 2005, 00:09:24
What's The Best Way To Break-In A New Engine ??
The Short Answer: Run it Hard !
Title: Tilkeyrsla
Post by: 1965 Chevy II on February 18, 2005, 00:11:52
Annars ef þú ert ekki með rúllu undirlyftur þá skaltu keyra inn knastinn fyrst samkvæmt leiðbeiningum.
http://www.cranecams.com/?show=reasonsForFailure