Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Gulag on December 19, 2007, 17:28:18

Title: Pontiac Grand Am GT.
Post by: Gulag on December 19, 2007, 17:28:18
sælt veri fólkið.

Félagi minn er með Pontiac Grand Am GT, V6, 3,1, árgerð 1995.
Bíllinn á það til að missa allan gang, rétt tussast áfram, en svo þess á milli er allt í fína lagi í marga daga..

Ég er að velta fyrir mér hvort einhverjir hér þekki þessa bíla og gætu komið með smá hugmyndir hvað gæti verið að hrjá greyið?

ef ekki, er ekki hægt að tengja þá tölvu við þessa bíla? bilanalesa?
og ef svo er, vitið þið um einhvern sem er með svona tölvu fyrir pontiac?

gracias..
Title: Pontiac Grand Am GT.
Post by: Heddportun on December 19, 2007, 19:36:17
Er ekki bara raki í kveikjukerfinu eftir allar rigningarnar t.d í þræði íháspennukeflinu
Title: Pontiac Grand Am GT.
Post by: Belair on December 19, 2007, 20:15:32
Quote from: "BadBoy Racing"
Er ekki bara raki í kveikjukerfinu eftir allar rigningarnar t.d í þræði háspennukeflinu


hummm eg efast um að það sé háspennukefli í honum
Title: Pontiac Grand Am GT.
Post by: Kiddi on December 19, 2007, 20:34:29
Quote from: "Belair"
Quote from: "BadBoy Racing"
Er ekki bara raki í kveikjukerfinu eftir allar rigningarnar t.d í þræði háspennukeflinu


hummm eg efast um að það sé háspennukefli í honum


 :lol:  :lol:  Jú það eru 2 eða 3 háspennukefli á svona mótorum minnir mig..


PS. Talaðu við Mótorstillingu og láttu þá athuga málið nánar :wink:
Title: Pontiac Grand Am GT.
Post by: Gulag on December 19, 2007, 20:43:27
þetta virðist ekki vera tengt raka, þetta er búið að vera svona í nokkra mánuði, svo dettur allt í lag og þá rúntar kauði bara hægri og vinstri..

er mótorstilling með tölvu fyrir svona bíla?