Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Doctor-Mopar

Pages: [1] 2 3 ... 5
1
Bílarnir og Græjurnar / Re: Six-pack Challenger
« on: March 19, 2014, 14:41:11 »
Loksins er búið að mála Challengerinn. Ætli það séu ekki komin 25 ár síðan hann var tekinn í sundur.

Þakka Arnþór bílamálara og hinum strákunum fyrir frábæra vinnu.


2
Bílarnir og Græjurnar / Re: Six-pack Challenger
« on: February 15, 2014, 23:13:28 »
Fleiri myndir

3
Bílarnir og Græjurnar / Re: Six-pack Challenger
« on: February 15, 2014, 13:09:33 »
Sá gamli er kominn í sparifötin

4
Bílarnir og Græjurnar / Re: Sixpack Challenger
« on: December 13, 2013, 22:17:56 »
Það er víst ekki hægt að segja að uppgerðin á sixpack Challengerinum gangi hratt. Nú er hann loksins farin í sprautun. Það verður sennilega búið að mála bílinn fljótlega eftir áramót. Ég held að það séu að verða komin 10 ár síðan við bræður keyptum bílinn af Gulla Emils. Þetta kemur í rólegheitunum þótt hægt gangi.

5
Bílarnir og Græjurnar / Re: Six-pack Challenger
« on: May 30, 2012, 12:05:43 »
Jú þetta er liturinn.

Ef vel tekst til þá á bíllinn að líta nákvæmlega út eins og þessi bíll á myndinni. Liturinn er eins að utan og innan.


6
Bílarnir og Græjurnar / Re: Six-pack Challenger
« on: May 29, 2012, 23:14:52 »
Orginal litinn sem heitir Burnt Orange. Það er sami litur og er á botninum.

7
Bílarnir og Græjurnar / Re: Six-pack Challenger
« on: May 29, 2012, 23:05:03 »
Fleiri myndir

8
Bílarnir og Græjurnar / Re: Six-pack Challenger
« on: May 29, 2012, 23:03:01 »
Takk Moli fyrir þessar gömlu myndir. Gaman að sjá þetta.

Ég skrapp í skúrinn og tók slatta af myndum af bílnum til þess að sýna hvernig hann lítur út í dag. Það er búið að sparsla allt nema húddið og skottið. Annað er nokkurnvegin komið.


9
Bílarnir og Græjurnar / Re: Six-pack Challenger
« on: May 29, 2012, 18:59:26 »
Þetta er number matching sixpack challenger. Þegar aftursætið var tekið úr bínum lá orginan skráningarseðillinn undir gormunum. Myndin er af skjalinu. Allir kóðarnir segja til um hvernig bíllinn kom frá verksmiðjunni.
 
Viggo heitir maðurinn sem flutti bílinn inn 71 eða 72 held ég. Síðan hafa ýmsir átt bílinn en hann var tekinn í sundur sennilega fyrir sirka 25 árum síðan. Ég og Alli bróðir keyptum bílinn í pörtum af Gulla Emils á Flúðum fyrir um 10 árum og ætlum að klára að setja hann saman. Þetta hefur tekið langan tíma en skröltir samt alltaf smá áfram. Nú er semsagt komið að því að sprauta bílinn og því er ég að leita að góðum málara.

10
Bílarnir og Græjurnar / Six-pack Challenger
« on: May 28, 2012, 21:10:56 »
Núna er komið að því að mála Challengerinn sem við bræður erum búnir að vera að gera upp eða öllu heldur eiga í mörg ár. Gunnar Bjarnasson bifreiðasmiður er búinn að rétta bílinn og grófsparsla fyrir sprautun.

Ég er búinn að vera að leita að góðum málara sem er tilbúinn að taka þetta að sér en leitin gengur frekar illa. Ef einhver bílamálari er að lesa kvartmíluspjallið og hefur áhuga á að skoða málið þá má hann hafa samband.

Myndirnar sem ég set hér með innlegginu eru gamlar. Það er búið að rétta og sparsla hurðirnar og fleira sem sést ekki á þessum myndum.

Ég er með síma 8630721

11
Ég gleymdi náttúrulega að gefa upp símanúmerið her fyrir ofan. En upplýsingar um felgurnar er hægt að fá í síma 8630721

12
Varahlutir Til Sölu / Til sölu tvær Center Line álfelgur
« on: May 13, 2011, 14:20:16 »
Til sölu tvær Center Line álfelgur. Gatastærðin passar fyrir Chrysler og ég held líka Ford

Hér er mynd og upplýsingar um þessar felgur. Verðhugmynd er 50 þúsund fyrir báðar en það er kostnaðarverð hjá summit. Felgurnar hafa verið mjög lítið notaðar og líta út eins og nýjar.

http://www.summitracing.com/parts/CLL-055704545/

13
Sæll,
Já ég var að spá í gamla fordinn sem var á Skarði í gamladaga. Þetta var leigubíll sem Kristján Júlíusson átti og seldi síðan Skírni á Skarði. Ég man þegar Bjössi og Bragi komu á honum til Reykjavíkur og voru að vinna hann undir lakk á gamla verkstæðinu hans Hannesar. Bíllinn var svo askoti flottur alltaf þegar hann var á Skarði eða allaveganna í minningunni. Það væri gaman að vita hvort þessi bíll sé einhverstaðar til í drasli.

Fordinn væri flottur í hlaðinu á Skarði í dag innan um alla gömlu traktoranna sem þið eruð að gera upp :) Ég hugsa að það séu margar minningar og sögur sem fylgja þessum bíl hjá mörgum í Skarðsfjölskyldunni.

14
Veit einhver hvort Ford Fairlane 1967 sem var með númerið Þ47 sé til í drasli í dag ? Þetta var blár bíll  fjögurra dyra.

15
Bílar Óskast Keyptir. / Er að leita að gömlum austin mini
« on: September 16, 2009, 19:32:41 »
Ef einhver á gamlan austin mini em hann vill selja þá hef ég áhuga.

upplýsingar í síma 8665876

alli

16
Bílarnir og Græjurnar / Re: Pink Panther
« on: July 07, 2009, 00:21:58 »
Ef einhver lumar á álmilliheddi og blöndung sem passar á mopar 440 og vill selja það þá vantar mig slíka gripi.

Einnig vantar mig converter fyrir 727 skiptingu sem tekur á sirka 2500 snúningum ef einhver skildi luma á svona dóti þá er ég í síma 8630721 eða tölvupóst thokri@rarik.is

Við erum með sixpack blöndunga í cudunni og ég er alveg að gefast upp á þessari uppsetningu. Mjög erfitt að fá almennilegan gang í vélina með þessu dóti.

17
Ef einhver lumar á álmilliheddi og blöndung sem passar á mopar 440 og vill selja það þá vantar mig slíka gripi.

Einnig vantar mig converter fyrir 727 skiptingu sem tekur á sirka 2500 snúningum ef einhver skildi luma á svona dóti þá er ég í síma 8630721 eða tölvupóst thokri@rarik.is

18
Bílarnir og Græjurnar / Re: Pink Panther
« on: July 05, 2009, 22:42:16 »
Nú er farið að sjá fyrir endan á þessu í bili allavegana. Það væri gaman að setja öflugan HEMI mótor í bílinn seinna. Gerum það kanski þegar kreppan er búin.

19
Bílarnir og Græjurnar / Re: Pink Panther
« on: April 10, 2009, 21:44:08 »
Fleiri myndir

20
Bílarnir og Græjurnar / Re: Pink Panther
« on: February 03, 2009, 21:41:47 »
Mér finnst þessar gömlu góðu krómfelgur alltaf flotastar.
Eða bara Chrysler rally felgurnar, vel breiðar að aftan.
Þessar álfelgur passa bara ekki við þessa gömlu bíla.
Passa betur á nýrri bíla.

Það verður náttúrulega hver  að hafa sinn smekk. Ég hef átt svona bíla bæði með krómfelgur eins og þú  ert að vísa í og líka með álfelgum. Mér finnst álfelgurnar lang flottastar.  O:)

Pages: [1] 2 3 ... 5