Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Nóni on June 08, 2007, 13:58:23

Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Nóni on June 08, 2007, 13:58:23
Eitthvað hefur rofað til og menn lifnað við. Ég er að fara niður á löggustöð að sækja leyfi fyrir helgina.

Engin ákvörðun hefur verið tekin í stjórn klúbbsins um hvort keppni verður sett á eða ekki en eftir fundinn í kvöld verður keyrt ef veður leyfir.


Kv. Nóni :D
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Daníel Már on June 08, 2007, 14:57:43
ég er búnað ná mér í viðauka !!! sjáumst í kvöld  :wink:
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Hera on June 08, 2007, 15:01:44
Til hamingju allir, en aðallega til þeirra sem unnu vinnuna  =D>
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Valli Djöfull on June 08, 2007, 16:09:27
Talaði við VÍS og TM..

VÍS lét mig hafa frían viðauka til 1. október.. no problemo! :)
TM ætlaði að falla frá kröfu um þennan 50 þús kall yfir þessa helgi.. og endurskoða það gjald á mánudag

Ekki búinn að heyra í sjóvá.. allir að redda viðauka og láta emaila sér! :)
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: NOS on June 08, 2007, 16:48:05
hrein snilld nóni hittumst í kvöld
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Ragnar93 on June 08, 2007, 16:51:26
verður þá kvartmíla á morgun?
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Kristján Skjóldal on June 08, 2007, 18:23:06
já þetta er allt gott og blessað :wink:  en þetta skiftir mikklu máli fyrir okkur hér fyrir norðan það er ekki eins og við búum við hliðina á brautini :evil:   hvenar getum við vitað það með vissu hvort það verði keppt á morgum eða ekki  :?  og ef þessi keppni verður er hún þá gild til Islmeistara :?:
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Daníel Már on June 08, 2007, 18:33:06
efast um um að það verði einhver æfing í kvöld miðað við þessa heilvítis rigningu sem er alltaf hérna.. maður er orðinn frekar pirraður á þessu.
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Bc3 on June 08, 2007, 19:00:03
ohhhh 2 late !!!!!!! :roll:
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Kristján Skjóldal on June 08, 2007, 22:09:59
jæja hvað gerðist á þessum fundi :?:
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: ElliOfur on June 08, 2007, 23:01:16
Menn töluðu 'með rassgatinu'  :!:
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: cv 327 on June 08, 2007, 23:32:11
Quote from: "Kristján Skjóldal"
jæja hvað gerðist á þessum fundi :?:


Tek undir með Kristjáni, fyrir okkur sem ekki komust á fundinn.
Kv Gunnar B.
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Nóni on June 08, 2007, 23:38:29
Við vorum komnir með leyfið í hendur rétt fyrir kl. 16:00 í dag þannig að við getum keyrt. Það verður æfing á morgnu frá 11 til 15 þannig að allir hvattir til að mæta.

Engin keppni.


Kv. Nóni
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Ragnar93 on June 09, 2007, 00:05:19
hvenar verður þá keppni?
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: baldur on June 09, 2007, 00:28:50
Helgina 23-24. Júní.
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Ragnar93 on June 09, 2007, 00:48:18
okey
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Kristján Skjóldal on June 09, 2007, 08:21:23
er þetta þá klárt þá helgi eða hvað :?:
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Nóni on June 09, 2007, 09:37:21
Félagi Kristján, ekkert er öruggt í lífinu. Allra síst þegar eiga þarf við einstaklinga eins og þá sem við höfum þurft að kljást við upp á síðkastið sem neituðu okkur í 3 vikur um leyfi, komu svo og sögðu ,,þið fáið leyfi, ekkert mál" og svo kemur ekkert skriflegt og maður fær skammir frá yfirvöldum fyrir.

Leyfið okkar gilti fyrir þessa 3 daga og ekkert meir, vonandi verður komið leyfi fyrir sumrinu næst.

Vonandi gengur þetta klakklaust fyrir sig þarna næstu helgi með leyfi og annað, Ó.G. er á leiðinni norður að ,,taka út svæðið" sagði hann okkur á fundi í gær.


Kv. Nóni
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Dodge on June 09, 2007, 14:34:04
svona opnið ykkur, hvar stóð (stendur) hnífurinn í beljunni?
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Gunnar_H_G on June 09, 2007, 17:08:55
Heyrðu, ég veit ekki betur en að þið hafið aldrei sent LÍA skriflega umsókn um leyfi varðandi keppnina þessa helgi!

Annars þá gekk rallið hjá AÍFS vel, ennþá svoldið blautur í skónum.

Svo ef að þið ætlið að fara að gagnrýna LÍA og störf LÍA og vonast til þess að það skili árangri þá skulið bara gjöra svo vel að ganga í LÍA eða finna einhverja leið framhjá því. Fyrr fáiði ekki að henda einum einasta manni úr stjórn, sama hvað ykkur finnst hann mikill hálfviti. LÍA er með lýðræðislega kosningar og þið hafið enn eingan kosningarétt á því þingi.

Ég er opinberlega hættur að skrifa inná þetta spjall því ég einfaldlega nenni ekki að velta þessu fyrir mér lengur. Sá að ég hef miklu meira gaman af því að starfa með rallý og torfærumönnum, því ætla ég bara að sleppa því að reyna að starfa með ykkur í bili. Vegni ykkur vel.

Kv. Gunnar Hörður Garðarsson
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Belair on June 09, 2007, 17:28:45
:roll:  :smt039
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Halldór H. on June 09, 2007, 19:32:02
Gunnar H G. Stattu þá við STÓRU orðin.
 Ég held að allir séu alsælir með það.
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: ElliOfur on June 09, 2007, 20:24:04
Stór orð og mikill missir að maður með 6 pósta á bakvið sig sé opinberlega hættur að skrifa inn á þetta annars ágæta spjall okkar. Athyglisvert  :roll:
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 09, 2007, 20:40:28
http://www.kvartmila.is/spjall/search.php?search_author=Gunnar_H_G
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Belair on June 09, 2007, 21:25:50
Innlegg: 6 mörg hjalpar og aðstoðar innlegg  :wink:
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: 1966 Charger on June 10, 2007, 00:37:35
Eins og fleiri hef ég orðið fyrir verulegum vonbrigðum með að lögreglustjóraembætti höfuðborgarsvæðisins afturkallaði leyfi KK til keppnishalds en snérist svo hálfpartinn hugur og bjó til tímabundið (sic) leyfi fyrir klúbbinn.  Það er mér með öllu óskiljanlegt (með tilliti til þess óútreiknanlega veðurfars sem við búum við) hversvegna þetta leyfi var ekki látið gilda fyrir eina keppni óháð hvenær tækist að halda hana.  Hinsvegar geta ástæður þessa hringlandaháttar með leyfisveitingar til KK varla verið alvarlegar fyrst lögreglustjóraembættið telur engu að síður í lagi að gefa KK þetta tímabundna leyfi.  Vonandi rann það upp fyrir lögreglustjóraembætti höfuðborgarsvæðisins að ein sterkasta regla stjórnsýslulaga þeirra sem embættinu ber að fara eftir við ákvarðanir sem þessar er svonefnd meðalhófsregla sem er svona:

 Meðalhófsreglan.

Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti.  Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til."

(Meðalhófsreglan á rætur í Þýskalandi á 19. öld og varð til þegar farið var að flytja verkefni frá lögreglu til annarra stjórnvalda og er í dag ein meginreglna stjórnsýslulaga í siðuðum þjóðfélögum).

Ég tel að lögreglustjóraembættið hafi ekki gert sér grein fyrir að með því að draga til baka leyfið tók það íþyngjandi ákvörðun sem kom niður á KK og keppendum í íþróttinni og áhorfendum og hafi þar með líklega brotið stjórnsýslulög.

Í 21. aldar stjórnsýslu gefa yfirvöld yfirleitt ákveðna fresti til að gera útbætur en banna ekki starfsemi  stofnana, fyrirtækja eða félaga (gott dæmi um þetta er starfsemi heilbrigðiseftirlitsins).  Lokanir og bönn eiga bara við í alvarlegum tilvikum.  Með því að snúast hugur og gefa KK tímabundna leyfið viðurkennir lögreglustjóraembættið að hér væri ekki um alvarlega hluti að ræða (hvað sem það nú annars var).

Vægari aðferðir hljóta því að vera næsta skrefið á löggustöðinni og þar með gagnrýnni afstaða þar á bæ til álits þeirra sem eiga að veita umsagnir um leyfi til akstursíþróttakeppna sbr. spánnýja reglugerð nr. 507/2007.

Ragnar
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Kristján Skjóldal on June 14, 2007, 19:02:05
Jæja er þá búið að sækja um leifi fyrir næstu keppni sem er eftir 9 daga :?:
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Krissi Haflida on June 14, 2007, 19:05:12
Það sem hann sagði :?:
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Kristján Skjóldal on June 18, 2007, 00:04:18
Halló er öllum sama eða hvað :?:  :roll: við sem búa út á landi þurfum smá fyrivara á þessu hvort að það verði keppni eða ekki :? þið í stjórn KK eigið að vera komnir með þetta leifi minst 8-10 dögum fyrir keppni er það klárt eða ekki :?:  von um svar sem fyrst upp á að geta græjað allt í kringum þetta sport  :?:  :wink:  :roll:  :?
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 18, 2007, 01:11:56
Þetta er bara ekki svona einfalt mál. Við erum búnir að vera að berjast í þessu síðan guð má vita hvenar. Yfirvaldið er ekkert að flyta sér. Vonandi getum við sagt ykkur góðar fréttir seinnipartinn á morgun en það er ekki sjálfgefið miðað við það sem á undan er gengið.
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Kristján Skjóldal on June 19, 2007, 21:30:10
þetta er fábært að heira að það verður keppni 23/6 jibi fáum að sá td 632 í rauða botni :smt098
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: nonni400 on June 21, 2007, 23:22:41
Er mannskapurinn ap tala um einhvrn sem fer 12 km upp fyrir ham hrada
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: nonni400 on June 21, 2007, 23:25:43
Sa sem hefur eitthvad um thetta ad segja can kiss my ass, so fuck you forever
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Kristján Skjóldal on June 21, 2007, 23:48:26
:smt017
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 22, 2007, 00:03:27
Hvað er maðurinn að meina?  :-k
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: 1965 Chevy II on June 22, 2007, 00:19:35
Allir aðrir póstar hjá honum eru rétt stafsettir og nokkuð eðlilegir,ekki botna ég þetta,einvher kannski stolist inn á hans nafni?
Title: Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Post by: Valli Djöfull on June 22, 2007, 10:06:36
eða menn að pósta fullir... it happens :)