Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Gretar Franksson. on January 19, 2006, 00:09:45

Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Gretar Franksson. on January 19, 2006, 00:09:45
Sælir félagar,
Það er etv. kominn tími til að reifa málin um hvaða flokka menn vilja keppa í næsta sumar. eftir að hafa heyrt álit allmargra keppnismanna er komin upp tillaga.

OF-flokkur
GF-flokkur
SE-flokkur
MC-flokkur
10.9 sek
11.9 sek
12.9 sek
Mótorhjólaflokkarnir

Flokkur verði keyrður ef 2 keppendur mæta eða fleirri.
GF.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Heddportun on January 19, 2006, 01:10:53
GT-Flokkurinn??Mér finnst hann MUST

Og svo að búa til flokk t.d L2C-flokkurinn þar sem hámarksaldur væri 25ára og svoleiðis til að fá fleiri unga stráka inn í þetta sport.Svo að 1500 colt þurfi ekki að spyrna við Sérútbúinn spyrnubíl sem ekki er götulöglegur þar sem möguleikarnir eru engvir á sigri
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Racer on January 19, 2006, 02:24:24
talað var alveg uppí 14.99 með sec flokkana þó ekki meint en það skyldist!!!! , það eru fleiri sem mættu yfir 12.9 en undir í sumar.

annars segji ég að gömlu ættu að prófa sec fyrst í stað þess að vilja keyra bara gömlu flokkana svo sem SE , spurning að gera SE að sec flokk s.s. aðeins öryggisreglur og fylgja tímamörkum ;)

annars spurði ég á fundinum einn jaxl sem fylgdi SE hugsun hvort það skipti einhverju öðru máli hvort hann væri að keyra með reglum SE eða hvort hann væri í sec og fékk bara svarið "Vil SE" :lol:

p.s. Þeir sem vilja gömlu flokkana geta það alveg ef þeir smala eins mörgum og beðið er um að skrá sig til að fá að keppa í þeim flokki sem fæst þáttaka.

l2c flokkurinn er eiginlega bara RS og 14.9 sec flokkur , annars er til flokkur þar sem hámarkið er 2.0L án nitró og túrbínu og þarf að vera skoðaður (minnir að auka klausa var að FF væri sér , RWD væru einnig sér og 4wd væri auðvita sér eða hver sem vinnur sinn flokk berst við hina sigurvegana)

Kveðja Litli Strumpurinn sem veit ekkert og kann ekkert (ekki einu sinni að skrifa í samhengi)
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: baldur on January 19, 2006, 09:45:51
Já það var nú einusinni búinn til 1999cc og undir N/A flokkur og það mætti enginn.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 19, 2006, 11:15:43
Lög Kvartmíluklúbbsins

Hafnarfirði 9.október 2000

9. gr. Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins ákveður keppnis- og svæðisreglur sem skal framfylgja að fullu hverju sinni. Keppnisreglum má aðeins breyta eftir að þær hafa verið samþykktar á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða. Gildandi keppnisreglur skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 1965 Chevy II on January 19, 2006, 11:57:20
Quote from: "Nonni_Z28"
Lög Kvartmíluklúbbsins

Hafnarfirði 9.október 2000

9. gr. Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins ákveður keppnis- og svæðisreglur sem skal framfylgja að fullu hverju sinni. Keppnisreglum má aðeins breyta eftir að þær hafa verið samþykktar á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða. Gildandi keppnisreglur skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.

Sæll Nonni
Þetta er gott og gilt, en það er ekki verið að tala um að breyta keppnisreglum, heldur aðeins hvaða keppnisreglum (flokkum) á að keyra eftir.
SE fyrir mig takk,GF til vara.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Dr.aggi on January 19, 2006, 12:49:16
Sælir félagar.

12.90 flokkur er fyrir bíla sem fara yfir 12.90, það er að segja 12.90 og upp úr.
Það er mjög einfallt þarna uppi í flokki þar sem allt er leifilegt að koma bíl úr 14-15 sek niður í 13 og verða þannig áhorfunar vænn.

Ég myndi vilja sjá breitingu á GF flokki að einu leiti, það er að segja taka út númera skilduna og halda inni að ökutækið skuli samt sem áður standast skoðun að undanskildu pústkerfi og dot (götu viðurkendum) hjólbörðum.

Einnig myndi ég vilja sjá MC flokk í þeirri hugmyndafræði eða hugsjón sem hann var hugsaður í upphafi. Banna strokun yfir upphaflega fáanlega vélarstærð + 0.60" bor í viðkomandi árgerð af bifreið.
Og að sjáfsögðu engin klísturs gúmmís skóbúnað.

kv.
AGGI
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: baldur on January 19, 2006, 19:25:21
Ég tek undir það, er ekki SE flokkurinn kjörinn fyrir þá sem vilja komast á klístrað gúmmí?
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 440sixpack on January 19, 2006, 19:35:30
Allt eru þetta góð og gild sjónarmið. En ekki gleyma því að til þess að keyra þessa gömlu flokka þarf flokkaskoðun, það kallar á mannskap sem hefur ekki verið fyrir hendi til að vinna það starf fyrir KK.

Að endurvekja MC í því formi að banna slikka, er bara afturför. Flestir þeir bílar sem keyrðu MC voru að klukka frá 11.60 til 12.80 á slikkum. Þessir bílar myndu bara spóla út í eitt í startinu á radialdekkjum. En ég er sammála um að banna stroker. Svo komum við aftur að því, hver og hvernig á að fylgjast með því hver er með strokaðan motor og hver ekki.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Kiddi on January 19, 2006, 19:43:02
Quote from: "440sixpack"
hvernig á að fylgjast með því hver er með strokaðan motor og hver ekki.


Ef menn hefðu verið á fundinum í gær þá vissu þeir kanski eitthvað um þetta :roll:  :roll:
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 440sixpack on January 19, 2006, 20:30:56
Ouch, og fyrir hönd þeirra sem ekki komust á fundinn, þá fáum við sjálfsagt ekki að vita leyndóið, allavega ætlar Kiddi ekki að kjafta frá. :lol:

Frekar barnalegt og biturt Kiddi minn.

Þannig að ef einhver sem var á fundinum vildi vera svo vænn að upplýsa okkur sem komumst ekki á fundinn, þá væri það vel þegið.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Dr.aggi on January 19, 2006, 20:35:43
Það er víst hægt að mæla strók með mæli í gegnum kerta gat svipað og þjöppumælir,kostar ekki svo mikið hjá Summit racing.
og með dekkin, bara góða sjón og örlitla visku. :roll:
Svo eru líka til mýktarmælar til að mæla mýkt á gúmmíi í hjólbörðum.

hvað er afturför og hvað er framför hvort er glæsilegra að fara á 12.00 á götudekjum eða 11.70 á slikkum  ??

Svo tel ég það líka æskilegt að flokkakerfið sé vel þrepaskipt
kv.
Aggi
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Kiddi on January 19, 2006, 20:39:46
Mér finnst bara frekar slappt af manni eins og þér (stjórnarmeðlimur) að mæta ekki á þennan fund og ekki heldur síðasta og ekki hafa þeir nú verið margir :wink:
Jú jú ég get allveg upplýst þessu.. strokkurinn er fylltur af lofti (gegnum kertagatið) og skífa eða einhverskonar aflestur segir til um "kúbikastærðina". Talaðu við Hálfdán eða Nóna (hann er í stjórn með þér, mannstu) ef þú villt frekari uppl.

Ekkert barnalegt að benda á staðreindirnar :o

Kiddi.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Heddportun on January 19, 2006, 21:06:31
Quote from: "440sixpack"

Að endurvekja MC í því formi að banna slikka, er bara afturför. Flestir þeir bílar sem keyrðu MC voru að klukka frá 11.60 til 12.80 á slikkum. Þessir bílar myndu bara spóla út í eitt í startinu á radialdekkjum. En ég er sammála um að banna stroker. Svo komum við aftur að því, hver og hvernig á að fylgjast með því hver er með strokaðan motor og hver ekki.


Mickey Tomson Radial slikkarnir eru alveg jafn góðir ef ekki betri en klístraðir slikkar svo það er ekki fyrirstaðan
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 19, 2006, 22:58:00
Sælir Kvartmíluáhugamenn.
Ég skrifa nú ekki oft enn nú get ég ekki orðabundist.
Fyrst svar til herra BOSS.
25 ára aldurstakmark er ekki allt í lagi.Við hvað ættu 25 ára og yngri að vera hrædir við, að tapa fyrir einhverjum gamlingja á gamalli cortinu eða hvað.
Sjálfur væri ég alveg til í að spyrna við nokkra polla í fjögra cyl flokki þó að ég sé kominn á efri ár samkvæmt þínum stuðli.
Svo þetta með 1500 Colt hlítur að hafa átt að vera brandari hjá þér. það kemur engin til með að koma á svoleiðis og ætlast til að vinna,eini möguleikinn
til að vonast til að vinna væri að fara í braket flokk enn það má ekki minnast á svoleiðis án þess að einhverjir fari ekki af hjörunum.
Annars finst mér flestir flokkarnir sæmilegir nema OF sem er algjört bull og það ætti að henda honum út og setja Competition í staðinn enn þetta er nú bara mín skoðunn og þarf ekkert endilega rétt að ykkar mati.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Dr.aggi on January 19, 2006, 23:14:06
Sæll vertu Fordfjarki.

þetta er nú svipað og að líkja saman tommustokki og digital skífmáli.

OF er beturumbæt competition.

kv.
dr.aggi í hundraðasta parti
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 1965 Chevy II on January 20, 2006, 00:01:45
Quote from: "Boss"
Quote from: "440sixpack"

Að endurvekja MC í því formi að banna slikka, er bara afturför. Flestir þeir bílar sem keyrðu MC voru að klukka frá 11.60 til 12.80 á slikkum. Þessir bílar myndu bara spóla út í eitt í startinu á radialdekkjum. En ég er sammála um að banna stroker. Svo komum við aftur að því, hver og hvernig á að fylgjast með því hver er með strokaðan motor og hver ekki.


Mickey Tomson Radial slikkarnir eru alveg jafn góðir ef ekki betri en klístraðir slikkar svo það er ekki fyrirstaðan
Ef af banni yrði þá væru mjög líklega öll soft compound dekk bönnuð.
SE er fínn fyrir þá sem vilja slikka að mínu mati.
Title: mín skoðun
Post by: Ingvar jóhannsson on January 20, 2006, 02:20:25
Mín skoðun

Of
Gf
Se
Mc
Gt
13.90
14.90
Mótorhjólafokkarnir


Of:  Þekki ekki nógu vel reglurnar til að hafa skoðun.
 
Gf: Er sammála Agga með númera skylduna.  Það sparar keppendum talsverðan aur að sleppa númerunum.  Keppendur yrðu samt að standast skoðun á skoðunarstöð.  Pústkerfi yrði undantekning.

Se:  Inni en vantar fleiri kúbik og þyngdarþrep heldur en 415cid lágmark 1350kg/515cid lágmark 1550Kg.  Þessi tvö þyngdar og kúbik kombó eru þau einu sem eru virkilega samkeppnis fær.  Það vantar að hægt sé að keppa með ódýrari 302cid og 350cid vélum svo eitthvað sé nefnt.  Koma með hugmyndir.

Mc:  Flokkur fyrir þá sem rúlla í bíó á kagganum daginn fyrir keppni.  Flokkur með fullt af takmörkunum til að laða að hinn almenna rúntara.  Slikkar og softcompound bannað.  

Gt:  Við meigum ekki gleyma að það er til fullt af sporturum þarna úti með mikla möguleika til að gera góða hluti.  Það var bara gaman að fylgjast með Hafsteini og Big red um árið (Blown LS1 Camaro vs. mmc 3000vr4).  Kúbburinn þarf á þessum flokk að halda til að losna við ímyndina að þeir sem mæta með annað en gamla áttu verði tjargaðir og fiðraðir.

14.90 og 13.90:  Mér líst illa á 12.90 – 10.90.  Ég held að þessir flokkar ræni keppendum úr flokkum eins og SE (nefndur sem dæmi) sem þurfa sárlega á þeim að halda.  Mér líst betur á 14.90 – 13.90.  Stílað inn á þá sem eru að taka sín fyrstu skref í kvartmílu og eiga ekki gamlan MC.  Það var góð þáttaka í þessum flokkum í sumar og klúbburinn þarf á keppendum að halda.  Þetta er sennilega ekki það áhorfenda vænsta en kannski er hægt að vinna þetta upp með berbrjósta ræsir.

Athugasemdir og uppbyggileg gagnrýni eru vel þegin, skítkast afþakkað.  Það er lítið mál að finna rangfærslur þegar skrifað er um alla flokkana í einu.  Menn meiga hafa skoðun hvort sem sem þeir hafa keppt einu sinni eða 100 sinnum.  Það er ósanngjarnt að kæfa góða hugmynd á þeim forsendu.  Tökum stubbana til fyrirmyndar og verum góðir við hvorn annan (líka Ford kallana) :)

Kveðja Ingvar
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Racer on January 20, 2006, 09:38:17
Quote from: "fordfjarkinn"

Svo þetta með 1500 Colt hlítur að hafa átt að vera brandari hjá þér. það kemur engin til með að koma á svoleiðis og ætlast til að vinna


tja ekki vanmeta bíla og menn.. þú gætir tapa :lol: , Hyundai gerði scoupe túrbó og þar er komið turbo manifold , ágætt úrval er til af túrbínum , það er til nóg til að styrkja innihald þessar litlu 1500cc vélar bæði frá hyundai og MMC , colt er léttur , 13" passar undir colt svo minni dekk = sneggri af stað , hægt að lækka bílana til að bílinn tekur betur af stað.

Þú gæti tapað fyrir colt 1500cc ;)

p.s. ég veit um einn með 1300cc accent vél í háum 10 og aðra vera með 1500cc vera í 9-11 sec ;) ef menn vilja eyða pening þá gætu þeir tekið stóru vélarnar með að tjúna einhverja ómerkilega bíla.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 20, 2006, 09:55:59
Sæll DR.AGGI
Þetta er alveg rétt hjá þér. Hvernig gat ég látið mér detta annað í hug enn að við Islendingar gætum ekki betrum bætt margra áratuga langt fullkominn kepnis flokk frá ameríku mekka kvartmílunar.
Með því aðkaupa reglubók frá N.H.R.A rétt blaða í henni og hugsa altof margar reglur hendum þeim út notum Kíló á kúbik , forskota kerfið og allt leifilegt. Kallast það nú að betrumbæta.
Þú meinar náturulega of =tommustokkur og digital = Competition þar sem digital er fullkomnara.
Þetta er eins og að fá gefins fullkomið einbílishús og breita því í torfkofa.
K.V TEDDI
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 20, 2006, 11:09:10
Sæll davíð
Minni dekk? Gæti það ekki þítt meira spól.
Lækkaður bíll þíðir ekki endilega snegri af stað. það er samspil fjöðrunar og dekkja sem ráða þar öllu um.
Svo með þennan 1300 accent hanner nú sjálfsagt sáralítið breittur og hefur væntanlega ekki kostað neitt. Sennilega bara ryfið hann út úr ruslahaug á partasölu einhver staðar í hundsrassi ogdottið íhug að setja í gang.
Að lokum. Hundai S coupe eru taldar mestu turbo druslur sem framleidar hafa verið á jörðini Það er að segja ljótir kraftlausir og aksturseiginlegalausir skrjóðar. Þetta er nú samkvæmt erlendum bíla blöðum.
Ef að það kemur einhver sem er á betra tæki en ég þá hann skilið að vinna mig. Ég verð þá bara að bæta mig næst enn ekki fara að grenja og hugsa hvað allir eru vondir við mig að vilja ekki stofna flokk fyrir mig og minn bíl.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Heddportun on January 20, 2006, 11:51:09
Quote from: "fordfjarkinn"


25 ára aldurstakmark er ekki allt í lagi.Við hvað ættu 25 ára og yngri að vera hrædir við, að tapa fyrir einhverjum gamlingja á gamalli cortinu eða hvað.
Sjálfur væri ég alveg til í að spyrna við nokkra polla í fjögra cyl flokki þó að ég sé kominn á efri ár samkvæmt þínum stuðli.
Svo þetta með 1500 Colt hlítur að hafa átt að vera brandari hjá þér. það kemur engin til með að koma á svoleiðis og ætlast til að vinna,eini möguleikinn
.


Þetta með aldurstakmark er aðeins til að reyna að koma nýju fólki inn á æfingar og keppnir því það er oftast ekki mjög ríkt til að geta hennt nokkrum 100.000þús köllum í bílana sýna eins og þig gömlu og ríku kallarnir til að gera þá aflmeiri og tilbúna til að keppa á.Reynsla hefur líka mikið að segja o.s.f

Ja bracket race er það sem ALLIR eiga möguleika á að vinna og mætti vera oftar þó svo að mætingin sé ekki altaf góð en einhverstaðar verður  að byrja.

Það þarf að koma nýjum mannskap inn í sportið og þetta var svona meira hugsað með það að markmiði með þennan "L2C flokk" og 1500 Coltin var bara dæmi
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Dr.aggi on January 20, 2006, 12:11:06
Sæll Teddi gleðilegt ár og gaman að sjá þig hér á spjallinu.
Ég mátti til með að glensast aðeins, ég vissi það að þú tækir því ekki ílla þar sem ekki er um feminíska sál að ræða.

En varðandi OF þá var hann búinn til úr nokrum mismunandi undirflokkum í compitition búið til línurit til að fá stiglausa jöfnun á milli þessara flokka.
Og þetta línurit er likillinn í Of flokki.

Compition hefur ámóta marga undirflokka og höfðatala Íslendinga,
hentar vel í Ameríku en hentaði ekki hér, við reyndum compitition og bracketið,mestu ládeyðuár  Íslenskrar kvartmílu sögu.

Auðvita eru Amerískar flokkareglur þræl úthugsaðar og henta vel fyrir þeirra bílaflota.  Við munum aldrei ná einusinni þeim keppenda fjölda sem þeir fá á sínum smæstu hobby brautum.

Svo fara þeir líka hjá sér,verða reiðir og kæra ef þeir sjá nakinn kvennlíkama en við verðum glaðir og fáum þrútara.
Þeir eru og hugsa öðruvísi eini samnefnarinn er mikið afl gúmmíbræðlu ilmur og hávaði.

Kv.
Dr.aggi....... þrútinn
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 20, 2006, 13:27:56
Sæll AGGI og gleðilegt kvartmílu ár.
Vonandi kemur þér til með að ganga vel með alcohol filtu rörastubbana á komandi vertíð.
Altaf gaman að horfa á fljótar græjur þjóta út brautina með tilheyrandi hávaða og látum.

Það skiftir ekki máli hvað undir flokkarnir eru margir þeir keppa allir á móti öllum og sá vinnur sem nær mestu út úr sinni uppsetningu sem þer verða að setja upp eftir ákveðnum reglum hvort sem þeir eru með 8 6 4cyl einn fjögra hólfa eða keflablásara grind eða bíl. Hver er á sínu indexi allt eftir því hvernig menn hafa ákveðið að setja ökutækið upp.
 
Enn í OF er þetta einhvað skrítið. Seijum svo að ég komi með nákvæmlega eins grind og þú sömu þyngd sömu kúbik nema þú með Alcohol + blásara enn ég með einn 850 tor eigum við þá að fara á sama indexi. Seijum svo að ég nái öllu sem hægt sé að ná út úr mínu kombói enn ekki þú . Samt vinnur þú af því að þú ert með meiri búnað á þínum mótor enn ég. Loftþjöpu og vínanda á mótieinu blöndunar tæki.

Þeir þarna uti í ameríku hreppi ná nu ekki þéirri breid að það sé altaf bíll úr öllum undir flokkum enda skiftir það engu máli hvort það eru 5 eða 50 ökutæki það er altaf hægt að keira flokkinn.
Hér höfum við orðið þvílíka flóru af góðum tækjum .Þetta ætti ekki að vera neitt vandamál og allir á jafnréttisgrundvelli.
Svo þætti mönnum ábiggilega gott að víta hvernig hvernig þeir standa sig gagn vart samskonar ökutækjum með samskonar uppsetningu í sama undir flokki og þeir sjálfir.
K.V. TEDDI REGLULEGUR
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Racer on January 20, 2006, 18:04:08
Quote from: "fordfjarkinn"
Sæll davíð
Minni dekk? Gæti það ekki þítt meira spól.
Lækkaður bíll þíðir ekki endilega snegri af stað. það er samspil fjöðrunar og dekkja sem ráða þar öllu um.
Svo með þennan 1300 accent hanner nú sjálfsagt sáralítið breittur og hefur væntanlega ekki kostað neitt. Sennilega bara ryfið hann út úr ruslahaug á partasölu einhver staðar í hundsrassi ogdottið íhug að setja í gang.
Að lokum. Hundai S coupe eru taldar mestu turbo druslur sem framleidar hafa verið á jörðini Það er að segja ljótir kraftlausir og aksturseiginlegalausir skrjóðar. Þetta er nú samkvæmt erlendum bíla blöðum.
Ef að það kemur einhver sem er á betra tæki en ég þá hann skilið að vinna mig. Ég verð þá bara að bæta mig næst enn ekki fara að grenja og hugsa hvað allir eru vondir við mig að vilja ekki stofna flokk fyrir mig og minn bíl.


var að meina að það var eytt slatta af peningum til að koma bílunum niður í flottann tíma og skiptir engu máli hvort það er colt eða Corvette allt er hægt ef vilji er til staðar, með scoupe þá var meint með að hirða túrbó pústgreinina af vélinni og setja betri túrbínu við en þess T15 enda kom engin 1.5L mmc vél með túrbínu að svo ég viti , annars rétt hjá þér og ert með það sem ég meinti.. var að tala um að lækka bílinn rétt svo hann nær sem bestu starti en ekki lækka bara til að lúkka.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 20, 2006, 21:43:35
Jæja Herra BOSS.
Þetta þíðir ekkert þetta aldurs takmarka bull. þessir unglingar virðast ekki þora að spirna hver við annan hvort eð er svo það er eins gott að leifa okkur gamla fólkinu að leika okkur við þá ör fáu sem eru það mikklar hetjur að þora. Hinir sem þora ekki eru bara raggeitur sem þikjast bara eiga einhvern æðislegan kagga heima í skúrnum enn geti ekki mætt að því að það vanti felgubolta eða einhvað álíka rugl í staðin fyrir að segja bara sannleikan, ég er aumingi með hor og slef í ra.....

Þetta með ríkidæmið á okkur gömlu skörfunum þá ætti ég nú ekki einu sinni fyrir dekkjunum undan bílnum þínum hvað þá fyrir honum öllum. Mér þikir nú margir af þessum ungu mönnum eiga helv.. flotta og frambærilega bíla sem er sómi af enn það virðist einhvað vanta upp á hetju skapinn og þorið.
K.V TEDDI Bleiða.
Title: Teddi rúlar
Post by: Einar Birgisson on January 20, 2006, 23:07:39
Já láttu þá heyra það TEDDI...........................
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Heddportun on January 21, 2006, 00:12:54
:)

Ég held að bankarnir eigi bílana,allt á lánum hjá þeim eða svona flestum

Þetta sport deyr út ef ekki koma fleirri nýliðar í það og eitthvað verður að gera til að halda þessu við eða efla þetta sport.

Það verður gaman að sjá þetta sport eftir 20 ár með sömu mönnunum og þurfa að ýta þeim í hjólastólunum upp að bílunum og hjálpa þeim upp í
Title: Áfram með reglurnar
Post by: Gretar Franksson. on January 21, 2006, 00:34:00
Sælir félagar,
GT-flokkur er það ekki málið, hafa hann einnig inni. Tillaga Ingvars er hún bara ekki vænleg til að keyra eftir næsta sumar?? Spáum í þetta og verum undirbúnir á næsta aðalfundi.
GF.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Dohc on January 21, 2006, 01:55:31
Ég verð með á mínum Nissan Skyline R32 GTR 8)

ég á bara eftir að skrá mig í klúbbinn...þ.e að borga gjaldið

og svo stenfi ég á lágar 12sek eða háar 11sek...miðað við að bíllinn minn eigi að vera að skila 400hö (samkvæmt gaurnum sem seldi mér bílinn að utan)

í hvaða flokk færi ég? :wink:

Hérna er bílinn minn:
http://paranoid.is-a-geek.com/B%edlamyndir/teitur/album/
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: ÁmK Racing on January 21, 2006, 04:12:12
Teitur þú færir í gt.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Marteinn on January 21, 2006, 06:47:30
Quote from: "fordfjarkinn"
Jæja Herra BOSS.
Þetta þíðir ekkert þetta aldurs takmarka bull. þessir unglingar virðast ekki þora að spirna hver við annan hvort eð er svo það er eins gott að leifa okkur gamla fólkinu að leika okkur við þá ör fáu sem eru það mikklar hetjur að þora. Hinir sem þora ekki eru bara raggeitur sem þikjast bara eiga einhvern æðislegan kagga heima í skúrnum enn geti ekki mætt að því að það vanti felgubolta eða einhvað álíka rugl í staðin fyrir að segja bara sannleikan, ég er aumingi með hor og slef í ra.....

Þetta með ríkidæmið á okkur gömlu skörfunum þá ætti ég nú ekki einu sinni fyrir dekkjunum undan bílnum þínum hvað þá fyrir honum öllum. Mér þikir nú margir af þessum ungu mönnum eiga helv.. flotta og frambærilega bíla sem er sómi af enn það virðist einhvað vanta upp á hetju skapinn og þorið.
K.V TEDDI Bleiða.


ég þori nu alltaf að spyrna og gerði mikið af því á síðasta ári og var sennilega á hverri einustu æfingu og var að djöflast á minum rauða
honda civic 1600 og náði 14,935@91,40 milum á 8)

og mun mæta næsta sumar á öflugri bil og syna þessum gömlu köllum hvernig 4cyl honda fer neðar enn 13 sec 8)
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Racer on January 21, 2006, 11:51:24
Matti ekki taka þessu illa en fara niður 0.9 sec þýðir slatta af tjúni , gerist ekki einn.. tveir... og og og.... 3 :lol:
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 21, 2006, 11:53:21
Herra JMR
Það er ánæjulegt að sjá að sumir séu áhugasamir þó að þeir eigi ekki fljótustu græjuna á landinu. þá er það mjög gott að markmið að t.d slást við besta Hondu tíman eða 1600cc tíman fyrir þá sem eiga soleiðis. Það er ekkert að því að eiga 14sek bíl ef hann er 1600cc 4cyl þá er bara gott markmið að reyna við 13,99. Bara að markmiðið sé að vera fljótari en síðast.

Herra Einar
Meigi nýji bíllin verða tilbúinn sem fyrst öskra ógurlega og vera ofsa snöggur og fljótur út míluna.

KV. TEDDI
[/b][/i]
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 3000gtvr4 on January 21, 2006, 13:02:23
Málið er bara það að ef þetta tekur bara svo langan tíma þessar keppnir, ég mæti þarna í fyrra með 2 vinum mínum( 2 Imprezur og Lancer Evo ) og við vorum að mæta kl 11.00 og fórum heim kl 18.00 :shock: og fengum að taka 5 run á þessum tíma. Ég held bara að fólk sem er að byrja fari frekar á æfingar og fara 30 run á 2 tímum og það bara fyrir 5000kr allt sumarið, í staðinn fyrir að mæta á keppnir og borga 2500kr og fara í mesta lagi 8 run á 6 til 8 tímum.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Dodge on January 21, 2006, 14:48:04
Sem áhorfandi og einhver sem er lengi búinn að ætla í kvartmílu langar mig bara að segja.

Skiftir litlu máli hvaða flokkar og reglur eru svo lengi sem flokkarnir eru ekki of margir og fámennir, og að flokkar og reglur séu þær sömu allavega nokkur ár í röð.. maður ætlar að fara að smíða sér kvartmílubíl og veit svo ekkert hvort hann verður löglegur í heppilegann flokk ári seinna. og allt fer í pælingar og second guesses og ekkert gerist...

það er kannski bara ég, en ég tel þetta ekki auðvelda nýjum mönnum leið inní sportið.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: ÁmK Racing on January 21, 2006, 18:08:38
Já ég held að það sé sama hvað er keyrt það eru altaf einhverjir sem eru ósáttir þetta bara virkar þannig.En það sem Klúbburinn þarf að gera er að setja á dagskrá annað hvort gamla draslið eða þá hitt dótið og fylgja því því það virkar ekki að ætla að bjóða upp á margar gerðir af keppnisfyrirkomulagi og það að menn eigi bara að rotta sig saman í flokka er glatað.Þetta á bara að vera skýrt í hverju á að keppa þá virkar þetta ágætlega.Varðandi Mc þá fiinst mér það lummó að menn þurfi að vera á radial hjólum.Gt flokkinn mæti slípa aðeins t.d leifa nítró og stróker en þá bara n/a vélar.Með bestu kveðju Árni Már Kjartansson
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Marteinn on January 21, 2006, 20:20:22
Quote from: "Racer"
Matti ekki taka þessu illa en fara niður 0.9 sec þýðir slatta af tjúni , gerist ekki einn.. tveir... og og og.... 3 :lol:


jebb ég veit :wink:
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Marteinn on January 21, 2006, 20:21:26
Quote from: "fordfjarkinn"
Herra JMR
Það er ánæjulegt að sjá að sumir séu áhugasamir þó að þeir eigi ekki fljótustu græjuna á landinu. þá er það mjög gott að markmið að t.d slást við besta Hondu tíman eða 1600cc tíman fyrir þá sem eiga soleiðis. Það er ekkert að því að eiga 14sek bíl ef hann er 1600cc 4cyl þá er bara gott markmið að reyna við 13,99. Bara að markmiðið sé að vera fljótari en síðast.
KV. TEDDI
[/b][/i]


já gaman af þessu :wink:

en nuna er ég á 1800cc bíl og er að fara 13,836@97,40 mílum og ætla neðar  :wink:
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 21, 2006, 22:47:52
Herra 3000.
Eg var nú ekki endilega að segja að það ættu allir að mæta í keppnirnar heldur svona eins og í rægtini ,fyrir sjálfan sig. Svona meira svona personulega sigra á æfingakvöldunum. Láta svo stóru kallana um að skemta okkur á keppnum. Personulega finst mér gaman á æfingunum og vonandi kemst ég á þær flestar. því fleiri tæki þeim mun skemtilegra.
Enn ef menn vilja endilega keppa þá verða menn að vera tilbúnir að bíta í súru eplin í formi tafa og svoleiðis. Allt tekur þetta jú sinn tíma bara mis mikin.

Herra STEBBI.
Flestir birja nú smátt og þróa sig svo upp.
Svo eru breitingarnar aldrei svo mikklar að það taki langan tíma að laga. Enn best er að hafa sem minstar beitingar á milli ára. Svo þarf maður ekkert að fá þúnglindiskast yfir reglum til að stunda æfingarnar. Fylgja bara örigisreglum þá eru allir hamingjusamir. Þú kemur bara með þína uppsetningu og reynir að grilla andstæðingana. Hættu nú þessum skúra pælingum og mættu með gullið á æfingarnar sjálfum þér og öðrum til ánæju og indis auka.

Herra ÁMK
Ég sé ekkert athuga vert við það að menn sem eru með sambærilega bíla rotti sig saman í flokk þá gæti hann kanski þróast sem fjölmennur flokkur sem fleiri hefðu áhuga á. T.D.útbúa tæki í viðkomandi flokk að því að það væri ekki von á breytingum á árs fresti.
K.V. TEDDI
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: ÁmK Racing on January 21, 2006, 23:26:10
Menn eiga bara ekki að þurfa standa í því.Það eiga ekki að vera 20 flokkar að velja um þega það eru 30 tæki sem mæta.Voða ert þú áhugasamur Teddi á þú eitthvað tæki sem þú hefur hug á að mæta með?Kv Árni
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 22, 2006, 13:46:03
Halda í sekondu flokkana og hætta þessu rifrildi.  :D  :D  :D  :D
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: baldur on January 22, 2006, 18:12:31
Quote from: "ÁmK Racing"
Gt flokkinn mæti slípa aðeins t.d leifa nítró og stróker en þá bara n/a vélar


Já, mér finnst bjánalegt að bæði GT og RS (reyndar leyft í RS bara á 1600cc vélar ef ég man rétt) skuli ekki leyfa nítró sem power adder á meðan það er frjálst að nota túrbó eða blower. Nítróið hefur nefnilega engan séns í hina power adderana þegar kemur að því að búa til mikið afl. Það er hæglega hægt að þrefalda aflið með því að blása smá en það gerist líklega ekki mikið annað en góð sprenging ef maður reynir að sprauta 600hp af nítró ofaní mótor sem er 300hp N/A.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 1965 Chevy II on January 22, 2006, 18:29:04
Sammála,reglan ætti að vera einn power adder sama hvað maður velur sér.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 22, 2006, 19:47:12
Ég er nú búin að vera frekar áhugasamur um þetta sport síðan sirka 1975 með hléum og pásum og mis virkur.

Sammála of margir flokkar miðað við þáttöku ökutækja.

Það er enginn að rífast þetta heita umræður.
K.V TEDDI
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Marteinn on January 23, 2006, 01:55:15
TEDDI á hverju ert þú ?
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 23, 2006, 09:40:18
Ökutækið sem ég fylgi er örlítið breitt Honda Del Sol sem Gunnar vinur minn Bjarnason á, rekur og keyrir í þessu tveggja manna teymi.
K.V. TEDDI.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Dr.aggi on January 23, 2006, 13:24:39
Misskyldi ég spurninguna?
Eða misskyldir þú hana Teddi
 :lol:  :lol:  :lol:  :twisted:

kv
dr.aggi
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Dodge on January 23, 2006, 19:08:52
fordfjarki.

það hentar ekkert alltaf öllum að byrja smátt og svera sig upp.
ég tildæmis á engann bíl sem hentar til kvartmílu en hinsvegar á ég dusterskel sem verður alldrey bíll sem slíkur en getur auðveldlega orðið kvartmílutæki með slatta vinnu.. en þá er spurningin vill maður vera að halda í grindina eða smíða röragrind, halda kvalbaknum eða endurhugsa hann og færa relluna aftar. hvað á að halda í mykið af original gólfi eða többa almennilega. reyna að halda honum skoðunarhæfum eða láta allt flakka til að einfalda málið.

kannski er best að miða bara á seconduflokka þar sem allt sleppur inn, en svo veit maður ekkert hvað þeir lifa lengi.

en hinsvegar sé ég þetta ekki fara að gerast hjá mér alveg strax vegna tíma og peningaleisis. en ég vildi bara skjóta þessu fram svona til umhugsunar.

svo er lika eitt dæmi sem maður hefur af reynslu.  þegar slikkarnir voru skyndilega leifðir í mc án nokkurrar viðvörunar þá fór bróðir minn suður að keppa og fékk ekkert að vita af þessu nema 2 dögum áður eða eitthvað svoleiðis, og var náttúrulega burstaður af mun aflminni bílum.
hann átti náttúrulega enga slikka til, en hefði getað átt þá ef þetta hefði verið samþykkt á aðalfundi eins og venja er fyrir.

en þetta er nú bara svona dæmisaga og enginn í fílu eða neitt svoleiðis, bara til umhugsunar.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 23, 2006, 21:57:20
HÆ BLEIKUR.
Ef þessi skel er þokkalega heil  og allir boddy partar passa svona nokkurnvegin þá er bara að þrífa allan skít og drullu. létta eins og hægt er (kostar ekki mikið) .Mála flott (alveg merkilegt hvað hægt er að gera með pensli). Stól, stíri og mótor + drifbúnað = tilbúin á æfingarnar.
Nema þú sjáir hann fyrir þér sem æðislegan 1000 hp pro mod kagga,tímalaus og auralaus maðurinn. Maður sníður sér bara stakk eftir vexti. Það er hægt að gera þetta tímafregt og dírt eða einfalt og ódírt til að birja með.
Ég meinti nú ekki að það ætti endilega að birja á fjögra cyl bíl . heldur bara einhverju einföldu sem væri svo hægt að breita og betrum bæta með tíð og tíma og betri fjárhag. Maður verður að geta leikið sér samfara breitingum og vinnu.
Bara koma með gripinn á æfingar og hafa gaman af að standan flatan enn ekki bara stóra drauma og brenna út á öllu saman áður en nokkuð gerist.
KV. TEDDI draumóramaður með reynslu.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 1965 Chevy II on January 23, 2006, 22:06:41
Quote from: "fordfjarkinn"
HÆ BLEIKUR.
Ef þessi skel er þokkalega heil  og allir boddy partar passa svona nokkurnvegin þá er bara að þrífa allan skít og drullu. létta eins og hægt er (kostar ekki mikið) .Mála flott (alveg merkilegt hvað hægt er að gera með pensli). Stól, stíri og mótor + drifbúnað = tilbúin á æfingarnar.
Nema þú sjáir hann fyrir þér sem æðislegan 1000 hp pro mod kagga,tímalaus og auralaus maðurinn. Maður sníður sér bara stakk eftir vexti. Það er hægt að gera þetta tímafregt og dírt eða einfalt og ódírt til að birja með.
Ég meinti nú ekki að það ætti endilega að birja á fjögra cyl bíl . heldur bara einhverju einföldu sem væri svo hægt að breita og betrum bæta með tíð og tíma og betri fjárhag. Maður verður að geta leikið sér samfara breitingum og vinnu.
Bara koma með gripinn á æfingar og hafa gaman af að standan flatan enn ekki bara stóra drauma og brenna út á öllu saman áður en nokkuð gerist.
KV. TEDDI draumóramaður með reynslu.

Allt þetta frá manni sem á ekkert keppnistæki né ætlar að keppa í kvartmílukeppnum í sumar :!:  :wink:
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 24, 2006, 10:00:27
Ó fyrirgefðu Frikki og félagar. Ég vissi bara ekki að maður mætti ekki tjá sig hér á þessari síðu nema að maður ætti kvartmílu tæki og væri búin að skuldbinda sig til að taka þátt í keppnum og æfingum. Annars hélt ég að það væri allt í lagi að röfla svolítið hér  þar sem þú værir nú búin að vera duglegur að pósta hér inn. þó að lítið hafi farið farið fyrir keppnisástundun. Enda búina að vera duglegur í skúrnum víð að gera upp gullfalegan kaggan í mörg ár. Vonandi verðuru ánægður með tækið og megir þú eiga margar ánæju stundir uppá braut í keppnum og æfingum á komandi árum í þínum chevrolet TRANS AM.
KV. TEDDI kvartmílutækjalausi.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: baldur on January 24, 2006, 12:03:47
Chevrolet TRANS AM :lol:
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Dodge on January 24, 2006, 12:45:46
maður kemst td ekki í mc eða se með enga innréttingu eða skoðun..

mc bíll, se bíll, gf bíll og of bíll eru bara alls ekkert svipuð tæki og ekkert vist að einhver hentugur mc bíll verði nokkurntíma góður gf bíll.

td. á mc bíl þykir kannski höfuðatriði að vera með lítinn bíl með stórar hjólskálar, svo ferðu í gf með sama bíl og getur gert skálarnar eins stórar og þú vilt en ert þá kannski á einhverju stuttu og hábyggðu dóti sem fer alldrey beint.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 1965 Chevy II on January 24, 2006, 17:38:54
Quote from: "fordfjarkinn"
Ó fyrirgefðu Frikki og félagar. Ég vissi bara ekki að maður mætti ekki tjá sig hér á þessari síðu nema að maður ætti kvartmílu tæki og væri búin að skuldbinda sig til að taka þátt í keppnum og æfingum. Annars hélt ég að það væri allt í lagi að röfla svolítið hér  þar sem þú værir nú búin að vera duglegur að pósta hér inn. þó að lítið hafi farið farið fyrir keppnisástundun. Enda búina að vera duglegur í skúrnum víð að gera upp gullfalegan kaggan í mörg ár. Vonandi verðuru ánægður með tækið og megir þú eiga margar ánæju stundir uppá braut í keppnum og æfingum á komandi árum í þínum chevrolet TRANS AM.
KV. TEDDI kvartmílutækjalausi.

Tíhíhí :D Varðstu nokkuð sár?
Hér er talfrelsi svo skrifaðu eins og þú getur,ekki samt verða sár það er óþarfi,maður má nú skjóta smá :D
Title: hihi
Post by: Jóhannes on January 24, 2006, 17:55:29
Quote from: "baldur"
Chevrolet TRANS AM :lol:


hahaha  :D
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 24, 2006, 21:06:37
Jaaaaaá þáer bara að redda einhverjum innréttingar druslum HR DODGE. það er fullt af góðum hirðusömum Mopar köllum sem gætu verið þér innanhandar með svona dót. Svona Duster fittar vel í alla amerísku kagga flokkana alveg upp eða niður í OF flokk. Hef sjálfur keyrt svoleiðis, ekkert merkilegur tími (10.90) miðað við ofurgræjurnar í dag en gaman samt.
Tækið var sér smíðaður DUSTER sem Svavar þáverandi formaður átti 440 vél sem ég átti að mestu sjálfur fyrir utan milli hedd knastás tor og einhvað smoterí sem ég fékk lánað hjá góðum Mopar mönnum þetta var á þeim árum þegar menn héldu vart vatni fyrir 10 sek tækjunum ca 88.
Eru ekki einhver kílóa takmörk í MC  ef svo er þáer ekkert betra að vera með sem minstan bíl. svo þikistu ekki eiga neinn kvart mílu bíl. Áttu ekki þessa fínu duster skjel (hálfnað verk þá hafið er) bara smá föndur og þá hefst þetta allt.
Frikki ég er ekkert sár sob sob buhu fyrirgefðu misti mig aðeins. það er nú bara gaman að fá skot frá mikilsvirtum mönnum í klúbnum búhúhú afsakið ræð bara ekkert við mig.
Kv TEDDI með grátstafinn í kverkunum.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: shadowman on January 24, 2006, 21:28:21
HÆ Þið
Þið ættuð að balðra minna og reyna að gera eitthvað í þessum skrjóðum í staðinn fyrir að hanga á netinu :twisted:


 :twisted: Shadowman :twisted:
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 1965 Chevy II on January 24, 2006, 21:51:40
Quote from: "shadowman"
HÆ Þið
Þið ættuð að balðra minna og reyna að gera eitthvað í þessum skrjóðum í staðinn fyrir að hanga á netinu :twisted:


 :twisted: Shadowman :twisted:

þessu er dritað niður í kaffitímum :P
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Kristján F on January 24, 2006, 22:14:14
Sælir

Það eru engin þyngdartakmörk í mc en þau eru í se og gf eftir því sem ég best veit, í se er vél upp að 415 cid lágmark 1350kg og yfir 415 cid lágmark 1550 kg. Gf þá máttu vera 1300kg á línunni lágmark.
   
                        Kristján
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 24, 2006, 22:52:20
Rétt þetta Shadowman láta okkur aumingjana fá það óþvegið ekki veitir af að sparka svolítið í okkar feita rass. Verst þætti mér að þurfa að sleppa flöskuni ef ég ætti að gera einhvað.
Hlökkum til að sjá gæðingin þinn í keppnum og æfingum í sumar.
Kv. TEDDI alltaf hálfur.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Dodge on January 25, 2006, 18:05:02
jájá það geta svo margir vitað allt  um hvað hentar öllum.

þetta er bara mitt atkvæði.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 440sixpack on January 25, 2006, 18:18:58
Svo kasta þeir stórum steinum sem búa í glerhúsum, og krafsa yfir allt með því að reyna að halda því fram að þetta hafi bara verið grín. :o  :roll:
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: fordfjarkinn on January 26, 2006, 11:35:51
HÆ BLEIKUR
Ég var nú ekkert að reina að seigja þér hvað hentaði þér best þú hlítur að vita það best sjálfur. Heldur benda á hvað gæti hentað og hverjir mögu leikarnir gætu verið svona alment í svona stöðu.
Ef draumarnir eru stórir þá getur verið ágæt að birja á litlum draum sem gæti vaxið og stækkað annars gæti þetta bara endað með martröð eins og hjá mörgum sem hafa farið á stað með stóra drauma. Svo eru líka margir sem tegst með þrautseiju að láta stóru draumana rætast.
Gangi þér allt í haginn með þetta verkefni hvernig svo sem þú leysir það.
KV. TEDDI
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: ÁmK Racing on January 27, 2006, 23:00:12
Já það er bara svona menn eru hrifnir af gömlu flokkunum sem er fínt en það má altaf slípa þetta til.Ég sá að menn voru að ræða um hér framar á þessum þræði að þeir vildu banna stróker í Mc flokki ég er ekki samála því hins vegar mæti setja 480cid limmit eða eitthvað svoleiðis,svo finnst mér að það ætti að leifa mc mönnum að vera á götuslikkum eða radial götuslikkum en limitera hæð við 26 tommur þvi dekkinn stopa þig á endanum.Með SE þá finnst mér að það ætti að setja 28.5 tommu dekkja limit i stað 30" sem eru í dag.Burt séð frá því sem stendur á dekkinu heldur bara hvað það stendur undir bílnum.Gt flokkinn á að leifa einn power adder að eigin vali og leifa stróker.Og annað með Mc þá finnst mér þessi árgerðar mörk asnaleg.Bara smá hugmyndir með von um góðar undirtektir besta kveðja Árni Már Kjartansson :D
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 1965 Chevy II on January 27, 2006, 23:31:15
Sælir,ágætt að láta bara reglurnar vera og reyna bara að fara eftir þeim :?:
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: ÁmK Racing on January 27, 2006, 23:59:47
Nei ekki samála slípa þetta til og svindla svo eins og hægt er. :D Persónulega finnst mér þessir flokkar ornir úreldir það sást 2004 það kepptu alveg jafn fáir eða færri en í fyrra þannig að taka þetta upp án einhverja breyttinga er tímaskekkja að mínu mati.Það þurfa ekki endilega að vera mínar bara ef þær eru góðar.Og svo að sjálf sögðu á að framfylgja þeim á keppnis stað.Kv Árni
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 1965 Chevy II on January 28, 2006, 10:57:33
Mig grunar að stór hluti af lélegri mætingu sé einmitt vegna endalausra breytinga hjá okkur á reglunum ( sérstaklega í MC og GF),ef það væru enn radial dekk í MC þá skiptir stróker eða annað minna máli og svo ætti að vera einn poweradder að eigin vali í GT. :wink:
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: maggifinn on January 28, 2006, 12:52:28
er hægt að búast við miklum keppendafjölda í flokk einsog MC þegar ekki er hægt að fá þennan "klía" tryggingaviðauka á fornbílatryggingu. verða ekki bara flestir númerslausir sem mæta?
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: 1965 Chevy II on January 28, 2006, 13:45:33
Quote from: "maggifinn"
er hægt að búast við miklum keppendafjölda í flokk einsog MC þegar ekki er hægt að fá þennan "klía" tryggingaviðauka á fornbílatryggingu. verða ekki bara flestir númerslausir sem mæta?

Nei sennilega ekki,nema menn tryggi þá á venjulegann máta.
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: ÁmK Racing on January 28, 2006, 13:49:57
Hæ Frikki ég held að það sé ekki málið heldur það að menn fara altaf í fýlu ef hlutirnir eru ekki gerðir eftir þeirra höfði.Málið er að það eru allt of margir Smá Kóngar í þessum klúbb sem ætla sér að fá sýnu framgeng annars mæta þeir ekki til leiks.Er ekki að dæma neina sérstaka bara finnst þetta hafa þróast svona síðustu ár.Svo eru auðvitað ótal aðrar ástæður sem hver og einn hefur fyrir því að komast ekki til leiks.Kv Árni
Title: Keppnisflokkar næsta sumar
Post by: Kristján F on January 28, 2006, 19:30:07
Frikki skrifaði
Nei sennilega ekki,nema menn tryggi þá á venjulegann máta.


Ef þú tekur bíl á fornbílatryggingu af þeirri tryggingu og setur á almenna tryggingu til að fá viðaukann þá er ekki hægt að bakka aftur á fornbílatryggingu :(