Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: dart75 on April 25, 2008, 13:48:42

Title: græni 69 chargerinn
Post by: dart75 on April 25, 2008, 13:48:42
ég sá að það var buið að fjarlægja græna chargerinn úr garða bænum veit nokkur hvað varð um hann eg fer bara hreinlega að grata ef honum hefur verið hent þótt að bíllinn hafi verið ónytur af ryði
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Moli on April 25, 2008, 16:57:49
Hann stendur held ég við bakhús við Suðurlasbrautina, nálægt GYM80 minnir mig.
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Halldór Ragnarsson on March 06, 2009, 17:16:48
Og er þar ennþá  í dag
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Jón Þór Bjarnason on March 06, 2009, 18:57:59
Svona leit hann út í gamladaga.
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: jkh on March 06, 2009, 20:04:37
Svo leit hann svona út og fékk smá power
Kalli eigandi frá 1980 til1992 R64444
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: stebbsi on March 07, 2009, 09:28:53
Er hann nokkuð til sölu eða?
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Moli on March 07, 2009, 18:18:12
Hann var amk. til sölu fyrir einhver 2-300 kall. En það er gríðarmikil vinna sem þarf að leggja í hann.
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Damage on March 07, 2009, 19:15:13
þegar eg hringdi þegar billinn var auglystur var ekki hægt að fa hann fyrir kronu minna en 400þus
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Stefán Már Jóhannsson on March 07, 2009, 19:19:59
Er þetta grey ekki svo gott sem ónýtt? Hef reyndar aldrei skoðað bílinn, bara séð myndir og heyrt lýsingar.
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Halldór Ragnarsson on March 07, 2009, 19:22:15
Hann þarf "Extreme makeover" í það minnsta
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: stebbsi on March 07, 2009, 20:07:03
Það er alveg bókað mál að hann þarf mikið af ást en svona bílum á ekki að henda, og afhverju er ekki búið að koma honum inn einhverstaðar, hann þolir nú ekki mikið meira af útiveru..
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Halldór Ragnarsson on March 07, 2009, 20:10:16
Þetta er eiginlega ofviða venjulegum skúrakalli.það þyrfti mann eins og JKH og slatta af $$$,til að bjarga greyinu
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: VRSCD on March 08, 2009, 18:39:59
Síðast þegar ég sá hann var hann mjög vondur það var rétt áður ein hann var tekinn úr garðabænum maður þyrfti stál eistu í svona project og skort á almennri skynsemi just my 2cents
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: MoparFan on March 08, 2009, 23:16:01
Já ég er sammála því að það þarf ansi einbeittan brotavilja til að klára þennan bíl.  Reyndar var ég eitthvað að hugsa í þá átt að maður með góða suðuvél gæti smíðað flotta röragrind undir trefjaframenda og fara með þennan bíl í átt að pro touring eða road racing looki. En vonandi gengur einhver í málið áður en hann verður verri.

http://www.go-fast-parts.com/5735297.html

http://www.moparmusclemagazine.com/featuredvehicles/b_body/mopp_0712_1969_dodge_charger_pro_touring/index.html

http://www.moparmusclemagazine.com/featuredvehicles/b_body/mopp_0605_1968_dodge_charger/index.html

http://www.chromjuwelen.com/de/german-engineering/szene/1969-dodge-charger-daytona-angry-ueber-pro-tourer.html
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Dodge on March 09, 2009, 12:55:54
Bara kaupa á hann afturbretti, úr með gólfið og reisa dýrinu
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Halldór Ragnarsson on March 10, 2009, 14:38:35
 :shock: $829  stk  afturbrettið
https://www.paddockparts.com/Paddock/productr.asp?pf_id=AMD7002669R&gift=False&0=dept.asp%2Cdept_id%3D4%26menu_id%3D%26Tree%3D%2CDodge%2FPlymouth&1=dept.asp%2Cdept_id%3D86%26menu_id%3D%26Tree%3D0%2CDodge%2FPlymouth%20New%20Products&2=product_family.asp%2Cfamily_id%3D12465%26Tree%3D1%2CDodge%2C%20Plymouth%20Full%20Quarter%20Panel&HSLB=False&mscssid=FA08A2BCC9AE4675A31A63DD2BAB9A96
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Dodge on March 10, 2009, 15:27:11
ok... kaupa hjólbogana og klæma hitt til :)
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: jkh on September 21, 2009, 15:05:01
Ein gömul mynd tekinn 1981 Breiðholt í bakgrunni, breytt
í dag
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: meistari on September 21, 2009, 18:24:46
eigandinn vinnur við boddyviðgerðir alla daga  það er ekki mikið mál fyrir hann að riðbæta flakið hann hefur örugglega bara nóg annað að gera
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Gabbi on October 09, 2009, 23:36:46
eruði nokkuð með myndir af honum hverning hann litur ut i dag?
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Rúnar M on October 16, 2009, 20:07:08
eimmitt bara fara drífa í þessu.......koma bílnum á götuna og reisa dýrinu :wink:....það þætti nú ekki ásættanlegt að láta tjónaðan krabbameinssjúkling liggja úti .....fyrst í mörg ár í Garðabæ og svo við Suðurlandsbrautina :shock:....
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: Gummari on October 16, 2009, 23:09:15
umræðurnar um þessa ruslahrúgu fer að nálgast sódómu umræðuna hvað er að :shock:
Title: Re: græni 69 chargerinn
Post by: ADLER on October 17, 2009, 00:38:58
eimmitt bara fara drífa í þessu.......koma bílnum á götuna og reisa dýrinu :wink:....það þætti nú ekki ásættanlegt að láta tjónaðan krabbameinssjúkling liggja úti .....fyrst í mörg ár í Garðabæ og svo við Suðurlandsbrautina :shock:....

Þessi er nú búinn að liggja víða, stóð í Kópavogi í mörg ár á einum tveim stöðum í því ágæta bæjarfélagi næst varð ég var við hann á geymslusvæðinu en þar var hann einnig í nokkur ár þar á eftir var hann svo inní Garðabæ og nú er hann kominn til Reykjavíkur.

 Ástæðan fyrir því að svona er komið fyrir bílnum er þeim kunn sem þekkja til eigenda sögu bílsins seinustu ár  :neutral: