Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Kristján Skjóldal on March 02, 2008, 09:14:15

Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Kristján Skjóldal on March 02, 2008, 09:14:15
Jæja strákar og stelpur nýjustu fréttir herma að búið sé að leifa NOS og radial slikka í öllum flokkum og Mótorhjól  :spol:
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: SupraTT on March 02, 2008, 09:48:22
ha er það ?  þu ert að grinast, er einmitt buinn að selja. :evil:


jæja maður verður vist að finna eitthvað öflugt til að flytja inn fyrir biladaga   :twisted:  ef þetta er satt þa verður helmingi skemmtilegra að taka þatt og mun skemmtilegra fyrir ahorfendur
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Heddportun on March 02, 2008, 12:50:48
Þá verða þetta alvöru bíladaga   8)
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: DariuZ on March 02, 2008, 13:00:19
Það finnst mér nú óliklegt....
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Kristján Skjóldal on March 02, 2008, 14:52:49
hvað þá  :? ég er ekkert að plata það var kosið um þetta á aðalfundi í gær :idea:  svo að þetta verður leift 8)
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: 3000gtvr4 on March 02, 2008, 17:18:24
Er þetta allveg í lagi að gera þetta??? Er þessi gata allveg að bjóða uppá svona?????
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Belair on March 02, 2008, 17:23:36
Kvað með staðsetingu ?
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Chevy Bel Air on March 02, 2008, 19:17:17
Flott að það skuli verið búið að leyfa hjólin aftur.
 :smt038
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Dodge on March 03, 2008, 09:47:08
það var náttúrulega timaskekkja að leifa alla poweraddera nema gas...
ég hefði reindar viljað sjá limit á 1 poweradder.

Svo verður maður aftur að fara að harka það af sér að horfa á hjólin...
Title: Götumíla
Post by: Kristján F on March 03, 2008, 20:30:16
Sælir félagar

Hvenær dettur þessi reglubreyting inn ?
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: DariuZ on March 03, 2008, 21:26:31
Quote from: "Kristján Skjóldal"
hvað þá  :? ég er ekkert að plata það var kosið um þetta á aðalfundi í gær :idea:  svo að þetta verður leift 8)


Ó....  skjús mí..

Þannig að þá fá 600-700hö græjur að fara á þessa götu með bullandi gas og semi slikka?
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: villijonss on March 04, 2008, 03:31:07
Quote from: "DariuZ"
Quote from: "Kristján Skjóldal"
hvað þá  :? ég er ekkert að plata það var kosið um þetta á aðalfundi í gær :idea:  svo að þetta verður leift 8)


Ó....  skjús mí..

Þannig að þá fá 600-700hö græjur að fara á þessa götu með bullandi gas og semi slikka?
 
 Voðalega ertu eitthvað ekki með þessari ákvörðun ? :roll:
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Kristján Skjóldal on March 04, 2008, 09:07:39
ég veit ekki betur en að 600 til 1100 hö bílar geti verið á götum bæjarins eins og aðrir :?  :wink:
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: villijonss on March 04, 2008, 12:04:24
jaa það hefur verið svo undanfarið ,svo held eg ad þegar menn eru á götuslikkum þá hafi þeir bara meira vald á vagninum .
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: motors on March 04, 2008, 13:31:18
Quote from: "villijonss"
jaa það hefur verið svo undanfarið ,svo held eg ad þegar menn eru á götuslikkum þá hafi þeir bara meira vald á vagninum .
Sammála ættu að hafa meira vald á bílunum,en jafnframt eykst hraði og tímarnir lækka væntalega. 8)
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Heddportun on March 04, 2008, 15:42:54
Hvað er bremsukaflinn langur?
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: 3000gtvr4 on March 04, 2008, 19:18:35
Er þetta bara ekki rugl að leyfa þetta

Hvernig er með öryggi þarna á bílum og fólki og öðrum verða bílar ekki að ná allt 200km hraða þarna :shock:

Og hvennig er löggan að taka í svona og hvernig er að fá leyfi fyrir þessu núna???
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Belair on March 04, 2008, 19:28:15
allvega fá t.d björgunarsveitamenn í gæslu á öllum gatnamót til að tryggja að bílar farir ekki inná brautina
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: villijonss on March 04, 2008, 19:56:57
veit ekki betur en að flestar gerðir bíla sem geta flokkast löglegir og skoðaðir í þessaa blessuðu götuspyrnu komist ekki einu sinni á 120 mílan hraða á 1/4 mílunni so? gangi þeim vel á umþb helmingi styttri kafla eða er ég ekki annas  örugglega að fara með rétt mál í sambandi við lengdar muninnn ?
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Heddportun on March 04, 2008, 20:06:27
Þetta er 1/8 en ekki 1/4 úr mílu
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: baldur on March 04, 2008, 20:19:33
Bílar ná samt alveg nálægt 3/4 af þeim hraða sem þeir ná á kvartmílu
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Jón Þór on March 04, 2008, 20:23:07
Finnst nú bara gaman af þessu en eins og einhver sagði þá hefði ég viljað sjá bara einn power adder  :oops:
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Kristján Skjóldal on March 04, 2008, 20:57:54
ég held að EB hafi verið mældur mest 160 km og hjólin eru á því líka mest 8)  þetta er bara hið besta mál 8)
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Heddportun on March 04, 2008, 21:07:39
Quote from: "Kristján Skjóldal"
ég held að EB hafi verið mældur mest 160 km og hjólin eru á því líka mest 8)  þetta er bara hið besta mál 8)


Hvaða tíma náði hann :) ?
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Björgvin Ólafsson on March 04, 2008, 21:13:34
Quote from: "BadBoy Racing"
Hvaða tíma náði hann :) ?


Hann var að keyra á nælon slikkum, með nítró og berar flækjur á 6,61x eftir því sem ég best man.

kv
Björgvin
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Einar Birgisson on March 04, 2008, 22:08:33
Ekki allveg Bjöggi, ekkert gas og með pústi, 4 tommu reyndar.
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Belair on March 04, 2008, 22:24:26
og timinn  :?:  :D
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Einar Birgisson on March 04, 2008, 22:37:27
6.6 eitthvað
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Dundari on March 04, 2008, 23:39:24
Það væri notturlega alveg þvílíkt upplagt að sjá þessa Novu með á spyrnuni í sumar?!!? 8)
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on March 05, 2008, 19:49:22
Verður sem sagt í lagi að mæta með bíla sem eru á grænum númerum ?
Sem sagt tæki sem væru t.d. að keppa í GF flokki ?

kv
Gummi
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Dodge on March 05, 2008, 19:58:26
Sennilega mundu þeir sleppa ef þeir eru með fulla skoðun..?
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: top fuel on March 05, 2008, 22:09:13
Snild :D  :D
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Buddy on March 05, 2008, 23:50:02
Það er flott að loksins séu slikkar og nítró leyft, einnig gaman að hjólin fá að brumma þarna aftur.
En ég verð að tuða um keppnina þarna í fyrra að manni var sagt að mæta snemma því að það væri svo mikil mæting, ok ég mætti um hálf þrjú, en komm on ég var búinn um níu eða tíu leytið um kvöldið og samt var ég í fjarka flokknum þar sem voru bara örfáir(7 minnir mig) að keppa í!!!
Hvernig á það að ganga með hjólunum líka? Tveggja daga keppni? Þessi keppni gekk svo seint fyrir sig að maður gat náð upp svefni milli runna  :roll:
Ég skil alveg aðstöðuleysið í þessari götu þarna og vona að það verði gert eitthvað betra en síðast, en það sem fór mest í mig var þessi "snillingur" sem stjórnaði trénu, hann ræsti mig og Jón Þór á Meganenum meðan Jón þór var að stage-a sig inn í bakgír.  :evil:

Jæja nóg af tuðinu, ég fer að hljóma eins og kelling á túr.  Vona að keppnin í ár verði geðveik með nýju reglunum.

Kv.

Björn K.
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Óli Ingi on March 05, 2008, 23:59:22
hvað reglur gilda um púst í 8cyl flokknum? 2,5" og kútar?
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Kristján Skjóldal on March 06, 2008, 08:21:05
maður á ekki að stage sig inn í bakgír :?
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Anton Ólafsson on March 06, 2008, 09:06:56
Quote from: "Óli Ingi"
hvað reglur gilda um púst í 8cyl flokknum? 2,5" og kútar?


Skoðað púst. Engin stærðar takmörk,
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Dodge on March 06, 2008, 09:44:36
Quote
maður á ekki að stage sig inn í bakgír  

Nákvæmlega...

Maður keyrir áfram inní geislann þangað til seinna ljósið kviknar og stoppar svo..

Það er alstaðar þannig (eða á allavega að vera þannig) að þegar báðir eru
búnir að stage-a er tréð tafarlaust ræst.
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Buddy on March 06, 2008, 10:18:24
Málið var að drengurinn fór of langt fram, og var að færa sig aðeins aftur en graurinn á trénu var ekkert að spá í því og ræsti bara.

Maður hafði það bara á tilfinningunni að gaurnum fannst allt annað en V8 bara tímasóun.

Kv.

Björn
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Anton Ólafsson on March 06, 2008, 10:35:38
Quote from: "Buddy"
Málið var að drengurinn fór of langt fram, og var að færa sig aðeins aftur en graurinn á trénu var ekkert að spá í því og ræsti bara.



Ef þú ferð of langt, þá ert þú sjálfkrafa búinn að tapa ferðinni,

Ræsirinn á að setja tréið af stað um leið og seinnibíllinn kveikir stage ljósið!!!
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: edsel on March 06, 2008, 11:02:40
Quote from: "Anton Ólafsson"
Quote from: "Óli Ingi"
hvað reglur gilda um púst í 8cyl flokknum? 2,5" og kútar?


Skoðað púst. Engin stærðar takmörk,

myndi maður sleppa í gegnum skoðun með kútalaust 2,5" púst á jeppa?
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: baldur on March 06, 2008, 11:13:20
Fer eftir hávaðanum og skapinu sem skoðunarmaðurinn er í.
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Anton Ólafsson on March 06, 2008, 11:30:14
Quote from: "baldur"
Fer eftir hávaðanum og skapinu sem skoðunarmaðurinn er í.


Tja kannski annarstaðar,

En hér er mælirinn rifinn upp fyrir allt sem mögulega gæti heyrst í.
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: edsel on March 06, 2008, 14:50:43
heirist smá í honum, það kom allavega stór svartur blettur á vegg sem hann stóð við þegar ég gaf soldið í
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: motors on March 06, 2008, 15:16:46
Quote from: "edsel"
heirist smá í honum, það kom allavega stór svartur blettur á vegg sem hann stóð við þegar ég gaf soldið í
Fullur af sóti :?:,en gangi þér samt vel með trukkinn þó ekki sé þetta góður fyrsti bíll, bara mitt álit. :)
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: edsel on March 06, 2008, 15:21:03
Quote from: "motors"
Quote from: "edsel"
heirist smá í honum, það kom allavega stór svartur blettur á vegg sem hann stóð við þegar ég gaf soldið í
Fullur af sóti :?:,en gangi þér samt vel með trukkinn þó ekki sé þetta góður fyrsti bíll, bara mitt álit. :)

getur verið, spúir samt soldið eldi, man einhverntíman þegar vinur minn var að taka upp hljóðið í honum í símann sinn þá gargaði hann altí einu svo að hann yfirgnæfði hljóðið í honum, svo reif hann upp hurðina eldrauður í framan og sagði að helvítis bíllinn hefði næstum kveigt í sér og símanum, svo gaf ég aftur í og þá varð allt bjart í kringum okkur,
hvað áttu við sem ekki góður sem fyrsti bíll?
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: maxel on March 06, 2008, 15:30:32
Quote from: "edsel"
Quote from: "motors"
Quote from: "edsel"
heirist smá í honum, það kom allavega stór svartur blettur á vegg sem hann stóð við þegar ég gaf soldið í
Fullur af sóti :?:,en gangi þér samt vel með trukkinn þó ekki sé þetta góður fyrsti bíll, bara mitt álit. :)

getur verið, spúir samt soldið eldi, man einhverntíman þegar vinur minn var að taka upp hljóðið í honum í símann sinn þá gargaði hann altí einu svo að hann yfirgnæfði hljóðið í honum, svo reif hann upp hurðina eldrauður í framan og sagði að helvítis bíllinn hefði næstum kveigt í sér og símanum, svo gaf ég aftur í og þá varð allt bjart í kringum okkur,
hvað áttu við sem ekki góður sem fyrsti bíll?

Dýr í viðhaldi og eyðir miklu...
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Halldór H. on March 06, 2008, 20:39:54
Ég var ræsir þarna, en hvernig á ég að vita í hvaða gír tækið er
hjá keppanda. Ekki hef ég neitt á móti 4 cyl flokk var bara að sinna mínu starfi. Hins vegar voru sömu mennirnir að klúðra þessu trekk í trekk.
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: motors on March 07, 2008, 13:36:06
Þetta verður flott ef þessi áætlun BA gengur eftir þ.e.a.s. að leyfa nos, slikka og hjólin,væri sem dæmi flott að sjá Camaróinn hjá Þórði Tómassyni með 632 cid og með fulla skoðun,og svo er gomma af bílum sem væri gaman að sjá.
Title: Uppröðunar-tölva
Post by: Contarinn on March 07, 2008, 16:15:56
Mér skilst að það eigi að kaupa uppröðunartölvu, það flýtir náttúrulega helling fyrir gangi mála.
Title: Re: Uppröðunar-tölva
Post by: villijonss on March 08, 2008, 12:27:46
Quote from: "Contarinn"
Mér skilst að það eigi að kaupa svoleiðis, það flýtir náttúrulega helling fyrir gangi mála.


ha? vantar ekki kvótið með þessu eða er ég eini maðurinn sem finnst þetta innlegg koma out of no where  :lol:
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Halldór H. on March 08, 2008, 14:29:56
Ekki er ég að ná þessum :shock:
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: firebird400 on March 08, 2008, 15:15:08
Ef spyrnan verður haldin á sama stað þá má gera mikið til þess að fá götuna lagaða við startið.

Hjólförin voru orðin það djúp að menn voru að setja stuðarana í geislann og þess vegna þjófstörtuðu sumir ýtrekað.
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: Halldór H. on March 08, 2008, 23:07:33
sæll Aggi  
 þetta er alrangt hjá þér, það eru ekki djúp hjólför þarna.
 Þeir sem voru að feila á þessu voru ýmist ekki að fatta hvar geislinn var og fóru þá of langt, sumir tóku alls engri tilsögn.
Hinsvegar getur það líka gerst að svuntan á bílunum lendi illa í geislanum.
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: firebird400 on March 09, 2008, 14:23:38
Sæll Dóri.

Jú svunturnar voru að lenda í geislanum, strákarnir tókum t.d. á það ráð með græna Audi-inn að vera með talstöðjvar til að segja honum til, hann ók í ljósunum alveg frá því að hann setti stuðarann í geislann.

Þetta var kannski ekki vandamál með alla bíla en alveg pottþétt vandamál hjá þessum með lágu svunturnar og spoilerkittin.

Ég var þarna á fremsta bekk og varð ýtrekað vitni af þessu
Title: Re: Uppröðunar-tölva
Post by: Contarinn on March 09, 2008, 17:42:49
Quote from: "villijonss"
Quote from: "Contarinn"
Mér skilst að það eigi að kaupa svoleiðis, það flýtir náttúrulega helling fyrir gangi mála.


ha? vantar ekki kvótið með þessu eða er ég eini maðurinn sem finnst þetta innlegg koma out of no where  :lol:

 sry, en hélt að menn sæju hvað stendur í "efni innleggs" , er búinn að laga þetta.
Title: Götuspyrna Ak 08
Post by: motors on March 14, 2008, 01:35:24
Hvað segir politíið :?: ,gefur hún grænt ljós á þetta
Title: Re: Götuspyrna Ak 08
Post by: KK-91 on April 27, 2008, 16:00:45
Hvað segir politíið :?: ,gefur hún grænt ljós á þetta

Þetta er í vinnslu  8-)
Title: Re: Götuspyrna Ak 08
Post by: Kvasir on May 30, 2008, 21:46:32
Nú veit ég ekkert hvort þetta er í réttum þræði, en ég vona að spjallstjórar annað hvort sjái í gegnum fingur sér, eða færi þetta á viðeigandi stað.
  Ég geri ráðfyrir að keppnishaldarar viji fá ábendingar frá ýmsum sjónarhornum, og vil því koma á framfæri mínu sjónarhorni á þetta, sem algerum amatör, en engu að síður áhorfanda, sem borgar fyrir að sjá þessa keppni:

Ég vil byrja á því að þakka fyrir skemmtilega keppni, og frábært framtak, sem ég er nokkuð viss um að er unnið í sjálfboðavinnu að mestum hluta, og aðgangseyrir fari í að greiða kostnaið og vonandi í fjáröflun fyrir bílaklúbb Akureyrar..en ....

Mér finnst bara stórlega ábótavant ýmsu í skipulagningunni á þessari keppni (eins og það hefur verið..t.d í fyrra).

Í fyrsta lagi, þá verður að reyna að undirbúa hlutina þannig að tafir verði sem minnstar, og helst engar. Einhver hér á undan talaði um að hægt hefði verið að dotta á milli ferða í keppninni..ýmindið ykkur hvernig það er fyrir þá áhorfendur sem borguðu sig inná þetta ?

2. menn koma til að sjá tryllitæki, sem þeir sjá ekki á hverjum degi..heyra hljóði..finna lyktina, og skynja aflið og hraðann. Menn sjá mikið af skemmtilegum tækjum. Því er mér algerlega óskiljanlegt afhverju er verið að keppa í flokkum eins og til dæmis þessum trukkaflokk, þar sem eru pick up bílar, sem maður sér í tonnatali á götunum á hverjum einasta degi að reyna að þenja sig.. það heyrist ekkert flott hljóð í þessum bílu...þeir fara ekkert hratt...taka ekki hratt af stað, og það hafa afskaplega fáir gaman af því að sjá þá spyrna hver við annan, nema kanski þeir sem sitja í þeim.  Flokkarnir eru nógu margir nú þegar, þó ekki sé verið að bæta svona grútleiðinlegum tækjum inní þetta. Afhverju er ekki líka keppt í +20 tonna flokki, sexhjólaflokki...díselflokki...eða guð má vita hvað ? Af því að það er grútleiðinlegt að horfa á þetta..rétt eins og það var grútleiðinlegt að horfa á fjórhjólin í sandspyrnunni...þessi tæki hafa ekkert að bjóða sem hin tækin á staðnum hafa ekki.

3. Áhorfendur : Það er bara einfaldlega ekki hægt, að bjóða mönnum uppá þá skelfingu sem var þarna í fyrra. Maður borgar talsverða upphæð til að koma og sjá þetta, og sér svo ekki baun !!!! Þegar þú ætlar að fara með fjölskylduna að sjá þetta, þá er þetta talsverður peningur. Fyrir utan að þurfa að bíða..og bíða..og bíða...og bíða lengur...nánast endalaust..og þurfa að róa konuna, og börnin..og segja þeim að þetta sé alveg að fara að gerast.. þá nær það ekki nokkurri átt, að maður þurfi að reyna að teygja sig upp fyrir hausana á þeim sem eru fyrir framan sig, til þess að reyna að sjá einhverja ögn. Afhverju endaði til dæmis grindverkið við Braggana í fyrra...afhverju mátti það ekki ná alveg að litlu kaffistofunni ?? það var grindverk þar líka..en þar gátu menn klesst nefinu upp að grindverkinu ókeypis...og nota bene..brautin náði miklu lengra en að bröggunum. Það er bara ekki hægt að hleypa endalaust af fólki inná þessa keppni, ef fólk borgar fyrir þetta.. svo sér helmingurinn ekki neitt!!! Ég var MJÖG ósáttur við þetta í fyrra.

4. Tímatökurnar... jesús minn... þegar tímatökurnar voru loksins að verða búnar.. þá var fólk farið að tínast af svæðinu aftur, því þetta tók ALLT OF LANGAN TÍMA!!!... ég er þess fullviss að þetta þarf ekki að taka svona óskaplega langan tíma.

5. Mig langar að benda mönnum á það, að það væri t.d hægt að leysa þetta með áhorfendavandann að hluta til, með því til dæmis, að fá á svæðið svona þúsund vörubretti og raða þeim upp í "tröppur", svona einskonar stúku...svo menn gæti komið sér fyrir þar, og séð býsna vel bara...að keppni lokinni, þá væri einfaldlega hægt að skila þessum brettum aftur til eigandans.... Þetta er gert víða, þegar þarf að skella upp bráðabirgðarstúku eða sviði.
--

Læt þetta nægja í bili, enda nóg komið af röfli..en ég bendi mönnum sterklega á þá staðreynd, að þessi póstur var ekki settur inn, til þess að vera með leiðindi og vesen, heldur frekar til að benda mönnum á , hvernig þetta horfir við okkur áhorfendunum, sem komum ekki nálægt þessu að öðru leyti.

Með von um góð svör..og með vinsemd...

Kvasir, Akureyri.
Title: Re: Götuspyrna Ak 08
Post by: Einar Birgisson on May 30, 2008, 22:43:48
Blessaður skrifaðu undir nafni "kvasir", ekki mikið mark takandi á svona póstum án nafns.
Title: Re: Götuspyrna Ak 08
Post by: Kristján Skjóldal on May 30, 2008, 22:54:23
jaaahá sko þú ert að sjálfsögðu velkomin að koma og hjálpa til við þetta allt :!: en staðreindin er sú að þetta er götuspyrna sem er sú eina á landinu og er sem sagt gerð á götu :idea: sem er það skásta sem er upp á að bjóða hér og þá koma upp alskonar vandamál sema svona gata hefur í för með sér #-o eins og td til baka braut vatnshalli og lítið plás margir áhorfendur og fleira fleira en ef þú hefur einhvern áhuga á mótorsporti þá er bara í lagi að þetta taki smá tima :D en við reinum alltaf að láta þetta ganga sem hraðast sem völ er á \:D/ og í sambandi við trukka flokk þá er þetta nú einn vinsælasti flokkurin  :!:og að þessir bílar virki ekkert er nú bara kaftæði þar sem svona kvikikndi er nú búinna að fara á mjög láum 14 sek 1/4 milu sem er svona eins og vel heitur Ford mustang gerir á góðum deigi  :-#he he he en svona er þetta bara sumir hafa gaman af 4 cil aðrir 6 og 8 gata og ef að þú ert ekki að fíla þann flokk sem er að keira þá fer þú bara upp í olis og kaupir pilsur handa fjölskilduni og kemur svo og horfir á með sól í hjarta  :Deða skilur fjolskilduna eftir á glerártorgi með $$$$$$$  :idea:og þá getur þú horft á ekkert mál ekki satt :D ps reindu svo að skrifa undir nafni :???:
Title: Re: Götuspyrna Ak 08
Post by: Björgvin Ólafsson on May 30, 2008, 22:55:02



Heill og sæll ”Kvasir” og takk fyrir jákvæða gagnrýni.

Það er rétt hjá þér að allt þetta starf er unnið í sjálfboðavinnu við þessa viðburði og gert áhugans vegna, jafnt fyrir keppendur sem áhorfendur enn sem komið er. Þetta mun þó vissulega breytast að einhverju leyti með tilkomu akstursíþróttasvæðis Bílaklúbbsins og vona ég að menn fagni því, enda mun aðstaða okkar batna til muna með því og loks verða akstursíþróttamönnum sæmandi. Í þessu tilviki má nefna til að vekja til umhugsunar hvað þarf marga iðkendur til að sparka í bolta til að fá yfir yfirbyggðan knattspyrnuvöll með gervigrasi svo menn geti sparkað LÍKA á veturna!

Við eigum hinsvegar við það óvenjulega vandamál að stríða, sér í lagi þar sem við erum í keppnishaldi í mótorsporti, að svæðið sem við höfum til umráða við götuspyrnuna er að springa utan af okkur vegna þess að það eru að koma of margir áhorfendur og var sú stað uppi í fyrra að það þurfti að hætta að selja inn rétt er keppni var að byrja þar sem biðröð náði langt út á Glerárgötu og umferð var orðinn stopp þar sökum ágangs!!

Ég skal hinsvegar fara yfir athugasemdir þínar hér eftir númerum og reyna að svara því eftir bestu getu.

Keppnin í fyrra var keyrð með 78 keppendum og við búum ekki við þann lúxus að hafa tilbaka braut.
Keppni hófst samkvæmt dagskrá kl. 17.00.- og henni var lokið um hálfníu, við erum því að tala um þrjá og hálfan tíma – sem mér persónulega finnst ekki mikið, þetta ætti helst að taka allann daginn enda Bíladagar bara einu sinni á ári.

Ég get þó upplýst þig um það að fyrir utan tilbaka brautina þá vorum við enn það sveitó í fyrra að það er öllu raðað upp hjá okkur handvirkt, en hefur ekki komið að sök hingað til þar sem það þarf að ferja bíla úr pitti og koma þeim að rásmarki. Í ár höfum við látið búa til veg bak við Olís svo hægt sé að komast hjá þessum töfum og keypt nýjan tölvubúnað fyrir ljósin okkar svo allt raðist upp sjálkrafa. Þetta ætti að koma í veg fyrir ”dauðar stundir” eins og sumir sjá, þó ég sé á því að það sé alltaf viss sjarmi yfir því að sjá alla keppendur aka í halarófu upp brautina og gera sig klára fyrir næsta run. Þetta er svona sjáanlegur munur á því að við séum að keppa á umferðargötu en ekki á þar til gerði og hönnuðu akstursíþróttasvæði. Tímatökurnar sjálfar eru keyrðar fyrir auglýstan tíma spyrnunnar og milli þeirra og keppni er eðlilega hlé, sem verður þó styttra í sumar sökum nýs tæknibúnaðar.

Það er allskostar rangt hjá þér að fólk komi eingöngu á götuspyrnu til að sjá tryllitæki sem það sér ekki á hverjum degi. Til þess mæta menn á sandspyrnu eða kvartmílukeppni og jafnvel torfærukeppni – allt eftir áhugasviði.

Götuspyrna er hugsuð einungis fyrir ökutæki sem eru í daglegu brúki, eða hæf til þess. Því er trukkaflokkurinn algjör nauðsyn – enda ekkert smá magn af þeim á götunum í dag. Það sama má segja um fjórhjólaflokk í sandspyrnu, ég er ekki að segja að ég sé að deyja úr spenningi þegar þeir rúlla brautina – þetta fer bara eftir framboði og eftirspurn eins og allstaðar annarsstaðar.

Varðandi áhorfenda svæði þá erum við eins og ráð gera fyrir með ”götuspyrnu” og þar af leiðandi ekki á þeim örugga stað sem við myndum vilja halda svona keppni á, það er ástæðan fyrir því að áhorfendum er ekki hleypt niður eftir allri brautinni – þó við vissulega vildum svo allir sæju sem best. Við þurfum að uppfylla ströng skilyrði til að fá leyfi til að halda þetta þarna og fáum yfirvöld ávallt til að fara yfir þau áður en við hefjum keppni.

Það er búið að skoða ýmsa möguleika með upphækkanir fyrir áhorfendur þar sem ekki er hægt að leigja stúkur í þetta hér á landi enn sem komið er. Vörubrettinn hafa alltof mikla slysahættu en lausnin sem Vinnueftirlit Ríkisins er nú búið að samþykkja fyrir árið í ár eru gámafleti - sem við komum til með að raða upp á þeim stað sem áhorfendur hafa verið á sunnan við brautina. Þau verða sett í alla vega þremur hæðum og þannig frá þeim gengið að enginn geti dottið niður, nema með ásetningi. Það verður vonandi til þess að flestallir sjái það sem þeir komu til að sjá og borguðu fyrir.

Enn og aftur vill ég samt þakka þér fyrir áðurgreindar athugasemdir, við viljum hafa þetta sem skemmtilegast fyrir alla – annars værum við ekki að standa í þessu brasi 8-)

Vona að þú skemmtir þér vel á Bíladögum 2008

Bestu kveðjur!

Björgvin
Title: Re: Götuspyrna Ak 08
Post by: Valli Djöfull on May 30, 2008, 23:54:44
Ég vil bara þakka góð svör :)

Og einnig vil ég benda á eins og aðrir hér að hér skrifi menn undir nafni.  Erfitt að taka menn alvarlega sem ekki skrifa undir nafni.
Title: Re: Götuspyrna Ak 08
Post by: Kvasir on May 31, 2008, 11:54:47
Ég þakka greinagóð svör Björgvin.

Það er mér hulin ráðgáta afhverju menn nenna að eyða púðri og tíma í að gagnrýna það að ég skrifi ekki undir mínu rétta nafni. Í fyrsta lagi, þá ættuð þið ekkert að bjóða uppá þann möguleika að maður geti skráð sig hérna, nafnlaust, ef það er svo alger dauðadómur að gera slíkt. Ég get engan veginn fengið skilið afhverju þið þykist ekki geta tekið mann alvarlega ef hann skrifar ekki undir nafni. Leit þessi póstur hjá mér út eins og grín ? Það sem skiptir máli í þessu öllu, er málefnanleg umræða, ekki hver ég er !
  Að koma með svör á borð við : " það er voðalega erfitt að taka mann alvarlega sem skrifar ekki undir nafni", er í besta falli hlægilegt. Menn verða bara að eiga það við sjálfan sig, ef þeir líta á kommentið sem eitthvert grín, bara af því að þeir vita ekki nafn þess sem skrifaði það. Ég hefði haldið að það væri innihaldið sem skipti máli, en ekki umbúðirnar.

Ég kom hérna með mitt sjónarhorn á málinu, og hélt að flestir myndu taka því fagnandi að fá rökstuddar ábendingar um hluti sem betur mættu fara. Ég fékk greinagóð svör frá Björgvin, og ábendingu um að fara með konuna í Olís og troða pylsu í smettið á henni frá öðrum. Hvern ber nú að taka alvarlega í þessari umræðu?

---

Ég veit að auglýstur tími í fyrra var kl 17:00 og keppninni var lokið um níu leytið og telst það líklega ekki langur tími. En ef þú ætlaðir að eiga einhverja von um að sjá eitthvað af keppninni, þá þurftirðu að vera mættur um kl 14:00, ef mig mis-minnir ekki. Til að eiga einhverja möguleika á því að sjá eitthvað, þurfti að mæta áður en tímatakan hófst.

Ég skal vel viðurkenna að þetta með trukkaflokkinn, er bara persónulegt mat mitt, og eflaust hafa aðrir einhverja allt aðra skoðun á málinu...þó það nú væri. Að sjálfsögðu er ég ekki að ætlast til þess að menn fara í einu og öllu eftir mínum persónulegu tuttlungum, en ég var kanski meira að reyna að benda á, að það væru kanski helst til margir flokkar orðnir, og það þyrfti kanski að skera niður einhversstaðar. Þá tel ég t.d trukkaflokkinn minnst áhugaverðan.

Varðandi áhorfendur og annað, þá er ég ekki að kaupa þau svör, að þetta sé götuspyrna, og aðstaðan sé eftir því. Það fáist leyfi til að gera þetta svona með mjög svo ströngum skilyrðum og allt það sem margir ágætir menn hafa bent mér á.
  það er nefnilega akkúrat mergur málsins!! Það er ekki áhorfendaaðstaða á svæðinu, og þetta ER EINMITT úti á miðri götu. Það er einmitt akkúrat,fjandakornið, það sem við erum sammála um!! , en á öðrum forsendum þó. Þar sem aðstaðan er akkúrat svona, þá ættuð þið að taka tillit til þess í alla staði. Það er t.d ekki hægt að selja endalaust inná þessa keppni af þessum sökum. Það er ekki hægt að rukka háa upphæð þegar aðstaðan er ekki boðlegri en þetta. Ég veit vel að menn eru að reyna að gera vel, og í flestum atriðum, eru menn að gera það. En ég skal bara alveg viðurkenna, að ég varð sjóð-band-bullandi brjálaður í fyrra, eftir að hafa borgað það sem mér fanst, talsverða upphæð fyrir fjölskylduna og vinafólk mitt, og svo sáum við ekki rassgat. Það skal tekið fram, að við komum samt MJÖG tímanlega á staðinn.
  Ég bendi líka á, að ég borgaði inn í fyrra, og beið og beið á meðan tímatakan fór fram, og stuttu eftir að keppnin byrjaði, þá labbaði fólk bara frítt inn og tróð sér framfyrir í þokkabót. Ég sá ekki alveg afhverju ég hefði verið að borga mig inná þetta, þegar aðrir löbbuðu bara í gegn og sáu það sama.

Þetta með brettin var svo sem bara hugmynd, og auðvitað hægt að fara hvaða leið sem er í þessu. Tók þetta bara sem dæmi, því svona bretti er hægt að fá lánuð í massavís og skila þeim bara að notkun lokinni. Það tekur ekki nema hálftíma fyrir tvo menn að slá upp handriðum á þetta svo slysahættan sé lítil sem engin, enda þarf þetta ekki að ná hátt uppí loftið.

En ég fagna þeim svörum sem Björgvin kom með hérna að ofan, og efast ekki um, að það takist betur til í ár.

Bíladagar eru skemmtileg uppákoma, sem skilur mikið eftir sig í bænum. Að sjálfsögðu á það að vera metnaður allra, að gera alltaf betur og betur. Betur í ár, en árið á undan.

Þakka fyrir mig, Kvasir.
Title: Re: Götuspyrna Ak 08
Post by: villijonss on May 31, 2008, 13:33:16
Ég vill meina að menn eru að sækjast eftir því að þú nafngreinir þig sem og allir aðrir, sökum þess að menn vilja vita við hvern þeir eru að tala , Svo líka eftir að þessi regla um að menn skrifuðu undir nafni þá minnkaði sóðakjaftur og annar dónaskapur um helling.

Og þar sem ég HEf verið bæði áhorfandi ,keppandi sem og starfsmaður á þessum viðburði þá veit ég að B.A gerir þetta sko ekki með lafandi hendi.

(tek fram að þetta er mín skoðun)  Svo eins og með alla aðra útiviðburði í þessum heimi þá hvort sem það er 40 000 manna tónleikar eða götuspyrna eða hvað sem það er . þá er það hverss og eins að fá redda sér góðu view i  og hvað hann dvelur lengi á viðburðinum, fer algjörlega eftir áhuga. Ef þú vilt ekki sjá neitt nema "tryllitækin"  spyrna  komdu þá bara aðeins seinna því að þá eru bara true fans eftir og plassið fínt

Annars finnst mér að betri svör getiru ekki fengið en þau sem Björgvin hefur gefi þér. 

Title: Re: Götuspyrna Ak 08
Post by: Steini on June 05, 2008, 23:25:48
Getur einhver sagt mér hvort mótorhjól verða leyfð í götuspyrnunni. Ég hringdi í B.A á föstudaginn var, og þá var þetta ekki komið á hreint. [-o<
Title: Re: Götuspyrna Ak 08
Post by: Björgvin Ólafsson on June 06, 2008, 00:33:45
Getur einhver sagt mér hvort mótorhjól verða leyfð í götuspyrnunni. Ég hringdi í B.A á föstudaginn var, og þá var þetta ekki komið á hreint. [-o<


Sæll vertu, mótorhjólin verða ekki keyrð með í ár.

Samkvæmt áætlun vegagerðarinnar, sem sér um viðhald á Tryggvabrautinni, er ekki hægt að lofa því að það verði búið að malbika götuna fyrir Bíladaga í ár og því var ekki hægt að koma mótorhjólum með inn á umsókn um keppnisleyfi :???:

kv
Björgvin