Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: GonZi on November 12, 2006, 22:11:09

Title: Pontiac Firebird
Post by: GonZi on November 12, 2006, 22:11:09
Sælir, langaði svona að forvitnast um fyrsta bílinn sem ég átti, það var semsagt Firebird, árg ´83, orginal 2.8 V6, en ég setti 305 V8 í hann og 350 skiptingu. Svartur. T-toppur.....minnir að númerið hafi verið MA-903

Hefur einhver hugmynd um afdrif þessa bíls? Og lumar kannski einhver á myndum  :D
Title: Pontiac Firebird
Post by: Moli on November 12, 2006, 22:26:33
sæll, skráður eigandi býr á Skagaströnd, hann er búinn að eiga hann síðan 2002, en númer búinn að liggja inni síðan 2001
Title: Pontiac Firebird
Post by: Mustang´97 on November 15, 2006, 14:47:47
Ef þetta er bíllinn sem ég held að þetta sé, þá keypti núverandi eigandi hann eftir brunatjón, það kviknaði í honum á ljósum í bænum. Hann er búinn að standa inni síðan hann fékk hann og er alltaf á leiðinni í uppgerð sem verður sennilega aldrei neitt af, a.m.k miðað við alla hina bílana sem hann á og eru á leiðinni í uppgerð, og svo er auðvitað ekki séns að fá neitt keipt af þessu hjá honum.