Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Nonni on July 27, 2004, 10:24:03

Title: Vandamál með TH350 skiptingu
Post by: Nonni on July 27, 2004, 10:24:03
Skiptingin í mínum Blazer K5 var að klikka núna rétt í þessu.  

Fyrir nokkrum dögum fór bíllinn að hristast þegar ég tók af stað eftir beygju.  Ég var búinn að fara yfir allann framendann og allt var í lagi.  

í gær tók hann upp á því að hristast þegar tekið var af stað upp brekku, en mér fannst þetta einna líkast því þegar púði við millikassa fer, en þeir voru í góðu lagi.

Í morgun var ég með félaga mínum í bilanagreiningartúr og var að sína honum hristinginn.  Tók af stað í brekku, hann hristist eins og áður, en síðan heyrðist KRASS og sjálfskiptingin hætti að virka (þ.e. allt nema Park).  

Ég er með kæli og mæli á henni og hún hitaði sig ekki.  Ég hef nú ekki mikið vit á sjálfskiptingum en hallast helst að því að túrbínan geti valdið þessu.

Er einhver sjálfskiptisérfræðingur hér sem getur frætt mig um málið?

Kv. Jón H.