Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Olli on May 31, 2004, 00:11:12

Title: Mustang vandræði
Post by: Olli on May 31, 2004, 00:11:12
Sælir strákar.

Ég er með einn 98 Gt mustang sem tók allt í einu upp á því að drepa á sér öðru hverju og núna bara nokkuð oft.  (  t.d. átta sinnum úr miðbænum uppí breiðholt  )  
Þetta lýsir sér þannig að það er bara eins og hann kafni, hann gengur, en missir hratt niður snúning, og ekkert gerist þegar að maður reynir að gefa honum bensín, hann bara heldur áfram að verða þungur og drepur svo á sér.  Svo hoppar hann ekki í gang fyrr en eftir nokkra bið... svona ca. 2-5 mín.  
Annars gengur hann og vinnur eðlilega, svona á meðan hann helst í gangi :)

Hafiði einhverja hugmynd um hvað kynni að vera að?
Title: Mustang vandræði
Post by: firebird400 on May 31, 2004, 02:36:20
Hljómar eins og stífluð bensín sía