Kvartmílan => Ford => Topic started by: Mustang Klúbburinn on January 22, 2011, 22:05:47

Title: Næsta skúraheimsókn hjá Mustang klúbbnum 3.febrúar
Post by: Mustang Klúbburinn on January 22, 2011, 22:05:47
Næsti hittingur er fimmtudaginn 3. febrúar
Mæting kl 19,30 í Rauðhellu 8 ( á móts við Álverið). Hugmyndin að sameinast í bíla og keyra svo til Keflavíkur þar sem Þorgrímur er búin að setja upp metnaðarfulla dagskrá.

Farið verður í heimsókn í tvo skúra.
Annarsvegar hjá Ragnari Sigurðssyni þar sem við sjáum 1967 Mustang og 2008 Shelby í smíðum.
Þaðan heimsækjum við Magnús Magnússon og félaga í geymsluskúr þar sem nokkrir félagar geyma bíla sína. Þar eru m.a. 2 bílar, Hot Rod og Oldsmobil í eigu Magga. Þar eru m.a. Firebird, Mustang Mach 1 og Comet, svo einhverjir séu nefndir.

kveðja
Íslenski Mustang Klúbburinn
Title: Re: Næsta skúraheimsókn hjá Mustang klúbbnum 3.febrúar
Post by: 70 Le Mans on January 22, 2011, 23:38:33
þarf maður að vera í Mustang klúbbnum til að geta komið?
Title: Re: Næsta skúraheimsókn hjá Mustang klúbbnum 3.febrúar
Post by: emm1966 on January 23, 2011, 11:12:46
Nei það eru allir velkomnir.
Title: Re: Næsta skúraheimsókn hjá Mustang klúbbnum 3.febrúar
Post by: emm1966 on January 31, 2011, 09:40:44
Rauðhella
Title: Re: Næsta skúraheimsókn hjá Mustang klúbbnum 3.febrúar
Post by: emm1966 on February 02, 2011, 19:21:06
Minnum á þetta.
Title: Re: Næsta skúraheimsókn hjá Mustang klúbbnum 3.febrúar
Post by: Mustang Klúbburinn on February 09, 2011, 01:11:25
Heimsókn okkar til Keflavíkur tókst mjög vel.  Á bilinu 30 til 35 manns mættu í ferðina sem var vel skipulögð af Þorgrími og félögum.  Byrjað hjá Ragnari þar sem hann sýndi okkur smíði á 67 Mustang sem hann er langt kominn með að gera að Shelby Tribute. Síðan var farið til Magnúsar og skoðaðir nokkrir bílar í geymsluskúr.  Magnús bauð okkur síðan heim til sín þar sem hann er að smíða Hot Rod Ford 1946  Coupé módel.  Þetta verður mikil kerra hjá honum þegar hann klárar bílinn.

Eftir þetta var okkur boðið í skúrinn hjá Þorgrími en þar var hann með Shelbyinn og til viðbótar þá buðu Þorgrímur og Ragnar upp á kökur og gos.  Flestir fóru um 22:30 en nokkrir voru fram til 23:30 að skoða myndasafn og sjalla.

Við viljum þakka þeim félögum í Keflavík fyrir skemmtilegt kvöld og frábærar mótttökur.

Myndir
http://www.mustangis.com/is/myndir/adalalbum/garage-meeting-3-feb-2011 (http://www.mustangis.com/is/myndir/adalalbum/garage-meeting-3-feb-2011)