Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Nonni on February 03, 2006, 11:39:28

Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: Nonni on February 03, 2006, 11:39:28
Vegna mismunandi notkunar á RON, MON og (RON+MON)/2 hérlendis og fyrir vestan lendir maður stundum í vafa hvaða oktantölu maður á að nota.  Er einhverstaðar til tafla sem hægt er að fletta þessu upp?

Það væri fróðlegt að vita hvað t.d. 88 okt og 92 okt samsvarar á pumpunni hér á klakanum.
Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: baldur on February 03, 2006, 12:36:55
Well skv evrópustaðli þá er 95RON = 91 octan eftir ameríkustaðlinum.
98RON á að vera 93 AKI.
Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: Kiddi on February 03, 2006, 13:07:44
Kanarnir nota í lang flestum tilfellum PON ( (RON+MON)/2 ), það sem við sjáum á dælunum okkar er RON, s.s. 95, 98 og 99 (markaðsfræðis bull, meira er betra).
Til að reikna út hvað okkar bensín er í PON gerum við eftirfarandi..... Munurinn á RON (research octane number) og MON (motor octane number) eru 9-10 octane stig. En við viljum vita PON (pump octane number) sem er bara meðaltal RON og MON eins og áður kom fram.
við tökum 9.5/2= 4.75, 98RON - 4.75 = 93.25PON o.s.frv.
Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: Nonni on February 03, 2006, 15:21:23
Akkúrat það sem ég þurfti að vita :)

Þannig að ef vélin krefst 92 PON þá jafngildir það 96,75 RON og þá kemur 98 okt aðeins til greina.

Takk
Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: Kiddi on February 04, 2006, 00:58:26
Þarf nýja 383 vélin á 98oct bensíninu að halda :wink:  :?:  Mín þarf það allavegana :o
Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: Nonni on February 04, 2006, 08:36:40
Það virðist vera, maður er nú hættur að brúka hann dagsdaglega svo það ætti að vera í lagi :)
Title: Oktan-spurning
Post by: beevee on March 14, 2006, 10:07:52
350 cu. vél með compr.ratio 9.0 :1.  
Hvaða bensín ætti ég þá helst að nota á hana ? :?:
Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: baldur on March 14, 2006, 10:27:56
95 oktan.
Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: Bannaður on July 27, 2006, 17:47:33
við hvaða þjöppuhlutfall liggja þá mörkin á 95 og 98
Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: shadowman on July 28, 2006, 11:48:09
Bannaður
Við erum að tala um 95 okt er upp að 9,00 og 98 okt er upp í 10,00 en samnt fer þetta mikið eftir headum og lögun sprengirýmis . Einnig spilar inn í hvernig stimpillinn er í laginu svo sem með kolli eða ekki .


Shadowman
Frekar þjappaður
Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: baldur on July 28, 2006, 13:42:20
Það má vel nota 95 upp að svona 10:1 og hærra á vélum sem eru með góða hönnun á brunarýminu.
Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: shadowman on July 28, 2006, 16:32:40
Góðan dag
UUU hvað stendur í póstinum fyrir ofan ddöööö  :roll:


Shdowman
allveg ruglaður í SPRENGRÝMUM
Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: Heddportun on July 28, 2006, 17:48:23
DCR og SCR eru tvö ólík fyrirbæri sem segja nokkurnveginn til um lágmarks octantölu á vél miða við þjöppu
Title: Premuim pump gas
Post by: Goði on April 19, 2007, 13:59:48
Ég er að spá í vél, hún er með 9,8 í þjöppu.
Sá sem setti hana saman segir hana þurfa "Premium pump gas"
Er það 98 oct. eða gæti 95 oct. dugað.
Kv.HG
Title: Oktantala hér og þar.....
Post by: Heddportun on April 19, 2007, 19:35:35
það er 98oct
Title: Re: Oktantala hér og þar.....
Post by: Hr.Cummins on September 08, 2011, 19:45:01
Það má vel nota 95 upp að svona 10:1 og hærra á vélum sem eru með góða hönnun á brunarýminu.

BMW E39 M5 er með 12,7 OEM þjöppu.... 95okt, no problem....

Ég á 13,7 þjöppu stimpla í svoleiðis vél ef að menn hafa áhuga á að kaupa :lol:

annars þykir mér þetta hið furðulegasta mál, en ég notaði einmitt ekki 13,7 stimplana sjálfur vegna pinging vandamála  :-"