Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - joihall

Pages: [1]
1
Mikið áttu ólært um virði bíla vinur.  Dragðu andann tvisar, þrisvar og athugaðu það að þarf að koma í veg fyrir,að öllum merkilegum bílum á Íslandi verði hent (af því eru 4 dyra).  99% af amerískum bílum hér í gengum árin voru 4 dyra, vegna þess að hinir voru bara ekki praktískir. Og 4 dyra bílar komstu alveg jafn hratt og 2 dyra.

2
Þetta hefur ekkert með tollgengi að gera.  Bíllinn þarf að vera orðinn 40 ára þegar hann lendir á klakanum, til að teljast fornbíll.

3
Það breytist ekkert um áramót, því tollafgreiðslan miðast við komudag til landsins.  Það verður því að flytja bílinn aftur úr landi og til baka, ef að á að fara eftir bókinni hjá tollinum.

4
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Mitsubishi Sigma
« on: August 17, 2009, 00:45:02 »
Það koma upp þessar síður í Svíþjóð og Danmörku, www.bildelsbasen.se og www.dataophug.dk.  Þetta eru lagersíður frá mörgum partasölum.
Ef þú ert góður í pólsku, þá eru miklar umræður þennan innspýtingarheila á www.mitsumaniaki.com

5
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Mitsubishi Sigma
« on: August 13, 2009, 16:48:50 »
Ef þú slærð inn seinni partinn af númerinu í Google, þ.e. E2T35777, sem er partnúmer framleiðandans, Melco, þá kemur upp að þetta er til í úrvali á partasölum í Svíþjóð og Danmörku fyrir lítið fé 1.000 - 2000 Kr sænskar, auk þess að vera fáanlegt í Þýskalandi notað.  Fyrriparturinn af númerinu er partakerfi Mitsubishi.

6
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Camaro BA629
« on: August 11, 2009, 20:58:10 »
Var að lesa póstinn hennar Skruggu.  Ég á einhvers staðar ofaní kassa myndir af hvítum Dodge Aspen pick-up, sem ég tók á Akureyri líklega um 1990.  Skrýtinn bíll, ég ætla að reyna að finna þær og skanna hérna inn.

7
Ég skil þetta með fastanúmerið, ætla að reyna að grafa það upp.

8
Mig hefur lengi langað til að vita hvað varð af Chevelluni sem pabbi átti fyrr á árum.  Þetta var
Chevelle 2dr hardtop, 300 de luxe, með 350 cu. in. V8 mótor, 4 hólfa tor,Q-Jet, beinskiptur, 3 gíra í gólfi.
Hann var keyptur í sölunefndinnin 1970 eða 1971, þá keyrður innan við 20 þús. mílur, ljósblár metall


Svona eftirá að hyggja var þessi bíll mjög sérkennilega útbúinn, ekkert vökvastýri og ekkert A/C, samt seldur nýr í Stillwater Oklahoma,(Merktur Stillwater Chevrolet hér og þar, á skottinu með málmmerki og með límmiðum í húddinu), enginn teppi, original tvöfalt púst o.fl. sem virtist til að létta bílinn.  Það var ekki í honum læst drif, svo maður gat spólað með hægra afturhjólinu eins mikið og maður vildi, hvar sem var.  Gegnum fyrsta og smá í öðrum, ef maður var fljótur að negla hann upp á gírstönginni. 
Pabbi var alltaf með númerið R 1377 á sínum bílum, og lét þennan bíl uppí nýjan Mercury (name withheld)
hjá Sveini Egilss. hf, 1974.


9
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: gamall löggubill.
« on: March 31, 2009, 18:20:27 »
Mynd af gripnum, er á lögguvefnum

10
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Ford F 100
« on: March 22, 2009, 05:11:43 »
Eftirlæti fisksalanna. Sölunefndin seldi helling af svona pikkum, af árg.63 til 66. flestir lítið notaðir en mjög illa farnir.

11
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Dodge Dart ´62
« on: February 25, 2009, 02:30:33 »
Er þetta bíllinn sem var kallaður hálftólf, R 1130, embættisbifreið lögreglustjórans í Reykjavík,Sigurjóns Sigurðssonar, áður en allt fór á hVOLVO.

12
Thessi er 1968 model, annad grill og studari

13
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Chevrolet Impala 1971
« on: August 19, 2008, 20:25:05 »
Eg held eg viti hvada bill thetta er/var.  Sigurdur kaupmadur i Alfheimabudinni flutti hann inn nylegan og atti hann alla tid.  Veit ekki hvar hann er nuna.

14
Leit að bílum og eigendum þeirra. / dddddddddddddd
« on: January 06, 2008, 23:44:01 »
Pls tell me all about Harry  :!:  :!:  :!:

15
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Mustang 71 72
« on: November 08, 2007, 14:57:18 »
Ekki alveg rétt staðsetning.  Myndin er tekin á Hverfisgötunni, fyrir neðan Kjörgarð, Laugaveg 59, við hornið á Vitastíg.  Gamla BP bensínstöðin á Vitatorgi er í baksýn.

16
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Slappur Cougar
« on: October 25, 2007, 17:00:18 »
Gaman ad sja svona tvo tveggja dyra i sama lit

17
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Mustang Auðbrekku
« on: May 19, 2007, 16:14:47 »
Þessi blái er þá líklega GTS bíllinn sem Leðurverslun Jóns Brynjólfssonar keypti nýjan hjá Vökli, og átti lengi. Þetta er std. ameríkubíll, en 68 bílarnir voru evrópu homologeraðir og settir saman í Belgíu. Þessi bíll stóð minnir mig lengi á þakinu á Faxaskála óseldur í saltpækli, eins og allir bílar sem þar voru geymdir og gegnumryðgaði fljótt.

18
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Spyshots úr höfninni..
« on: April 04, 2007, 21:38:26 »
Glæsilegur yard, en hver flytur inn Fiat 1500, eins hræðilegur bíll eins og það skrapatól var, annars er eins og þetta sé einhver austantjalds útgáfa.  Italirnir seldu víst formin um leið og þeir voru búnirað baka.

19
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Diplomat
« on: March 10, 2007, 13:51:07 »
Þessir bílar voru allir Dodge Diplomat, það fylgdu þessu partíi 2 eða þrír 4ra dyra bílar, ég man eftir einum rauðum, sem var alltaf í Kópavogi, Y19xx eitthvað og öðrum bláum.  LeBaron bílarnir voru seinni tíma dæmi, komu bæði nýir frá verksm. og svo hellingur af ´79 eftirársbílum bæði 2 og 4ra dyra.

20
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Diplómatar
« on: March 10, 2007, 12:01:37 »
Fallegasti Diplomatinn, er án efa timbraði station vagninn hans Árna Sig., flugstjóra. (Y-507). Annars hljóta að vera ennþá til eitthvað af T-toppunum, sem voru fluttir inn 1979, 7 stk. minnir mig, eftirársbílar, loadaðir af öllu.  Heyrði einhverntímann að Sigmund í Vmeyjum ætti einn í bómull.

Pages: [1]