Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Topics - joihall

Pages: [1]
1
Mig hefur lengi langað til að vita hvað varð af Chevelluni sem pabbi átti fyrr á árum.  Þetta var
Chevelle 2dr hardtop, 300 de luxe, með 350 cu. in. V8 mótor, 4 hólfa tor,Q-Jet, beinskiptur, 3 gíra í gólfi.
Hann var keyptur í sölunefndinnin 1970 eða 1971, þá keyrður innan við 20 þús. mílur, ljósblár metall


Svona eftirá að hyggja var þessi bíll mjög sérkennilega útbúinn, ekkert vökvastýri og ekkert A/C, samt seldur nýr í Stillwater Oklahoma,(Merktur Stillwater Chevrolet hér og þar, á skottinu með málmmerki og með límmiðum í húddinu), enginn teppi, original tvöfalt púst o.fl. sem virtist til að létta bílinn.  Það var ekki í honum læst drif, svo maður gat spólað með hægra afturhjólinu eins mikið og maður vildi, hvar sem var.  Gegnum fyrsta og smá í öðrum, ef maður var fljótur að negla hann upp á gírstönginni. 
Pabbi var alltaf með númerið R 1377 á sínum bílum, og lét þennan bíl uppí nýjan Mercury (name withheld)
hjá Sveini Egilss. hf, 1974.


Pages: [1]