Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: edsel on June 02, 2013, 21:20:07

Title: hvaða mótor er ég með?
Post by: edsel on June 02, 2013, 21:20:07
getur einhver sagt mér hvaða mótor ég er með í dodge van, var orginal með 225 slant six en það er kominn v8 í hann núna, fann eitthvað númer sem er
N
3830941
Title: Re: hvaða mótor er ég með?
Post by: Belair on June 02, 2013, 23:02:49
þetta er milliheddið numerið

Casting numbers on front left corner of engine block sja her http://www.mts.net/~hpokrant/Miscellaneous/Numbers/Numbers.htm (http://www.mts.net/~hpokrant/Miscellaneous/Numbers/Numbers.htm)
Title: Re: hvaða mótor er ég með?
Post by: Dodge on June 03, 2013, 12:38:07
Á V8 mopar sleggjum stendur bara stórum stöfum á hliðinni á blokkinni hvað þetta er
Title: Re: hvaða mótor er ég með?
Post by: edsel on June 09, 2013, 23:34:33
fann þetta nr á vinstri hliðinni á blokkinni: 4006730-318, getur einhver sagt mér hvaðan hún kemur orginal og kveikjuröðina á henni?
Title: Re: hvaða mótor er ég með?
Post by: Dart 68 on June 09, 2013, 23:57:23
þú ert með ´76-79 árg af 318ci mótor
Title: Re: hvaða mótor er ég með?
Post by: Ramcharger on June 10, 2013, 05:54:10
fann þetta nr á vinstri hliðinni á blokkinni: 4006730-318, getur einhver sagt mér hvaðan hún kemur orginal og kveikjuröðina á henni?

18436572
Title: Re: hvaða mótor er ég með?
Post by: edsel on June 10, 2013, 16:35:17
takk fyrir þetta, grunar að einhver hafi skift um kveikjulok og eitthvað ruglað röðinni, en fæ ný kerti og þræði á mrg og skoða þetta betur þá
Title: Re: hvaða mótor er ég með?
Post by: Dart 68 on June 12, 2013, 01:32:41
http://www.forabodiesonly.com/mopar/attachment.php?attachmentid=86653&stc=1&d=1247410467 (http://www.forabodiesonly.com/mopar/attachment.php?attachmentid=86653&stc=1&d=1247410467)

muna bara að kveikjuhamarinn sé á réttum stað :)
Title: Re: hvaða mótor er ég með?
Post by: edsel on June 14, 2013, 01:42:20
Takk kærlaga fyrir þetta, en nú bráðvantar mig einhvern mopar snilling sem gæti hjálpað mér að stilla blöndunginn á honum, fór með hann í skoðun í dag og þegar gæinn keirði yfir bremsubrautina þá snarhægði hann snúninginn og dó svo, tók um mínútu að ná honum aftur í gang og gekk eðlilega(reyndar soldið hratt en gerði það áður), svo var ég á rúntinum áðan og fór inná bílaplan og þá byrjaði hann aftur að láta svona, drap á honum og beið í um 5-8 mín, svo ætlaði ég að fara aftur að stað þá vildi hann ekki í gang og ég var að drepast úr bensínlykt, beið í um 20-30 mín og þá fór hann í gang en gekk voðalega hægt og þurti ég að halda honum í gangi á gjöfinni, tók einn stuttan hring og í hvert skifti sem ég slepti gjöfinni var eins og að hann ætlaði að kæfa sjálfan sig eins og með of sterkri blöndu, það er ný bensínsía, ný kerti og þræðir(ætla samt að tjékka með kveikjuröðina á morgun), en er þetta ekki 99% vanstiltur blandari eða kveikja? B.T.W. er á Akureyri
Title: Re: hvaða mótor er ég með?
Post by: Ramcharger on June 14, 2013, 09:00:58
Hlítur nú að finna einhvern guru þessa helgina , Bíladagar á Akureyri :mrgreen:
Er hann 2 eða 4 hólfa :?:
Title: Re: hvaða mótor er ég með?
Post by: edsel on June 14, 2013, 09:57:31
Tveggja hólfa
Title: Re: hvaða mótor er ég með?
Post by: Ramcharger on June 14, 2013, 20:27:15
Nokkuð annað en að rífa hann í spað þrífa og setja svo saman aftur :idea: