Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: MR.Harley on September 14, 2013, 18:43:16

Title: Hvað gera bændur nú
Post by: MR.Harley on September 14, 2013, 18:43:16
Nú er ýllt í efni eða réttar sagt hvað gera bændur nú ég er með Grand Cherokee 4,7 L árg 99 ég missti liklana í sjóinn. og er komin með nýa en það þarf að kvóða þá, sem er ekki frásögu færandi nema ég er á Isafirði og þar er engin tölva fyrir Jeep og ekki hægt að fá hana vestur ef ég sendi bílinn suður kostar þad hvítuna úr augunum. Hvað geri ég í þessu er ekki skinsamlegast að rífa bílinn og selja hann í varahluti?
Kv, MR.Harley
Title: Re: Hvað gera bændur nú
Post by: -Siggi- on September 14, 2013, 20:58:33
Þú gætir sent vélatölvuna, skim module-ið (nr 2. á myndinni )og lykilinn suður og látið forrita þetta í öðrum bíl.
Mótorstilling eða Bíljöfur ættu að geta bjargað þessu.

(http://ww2.justanswer.com/uploads/Chekman/2010-11-27_193108_skim.gif)
Title: Re: Hvað gera bændur nú
Post by: MR.Harley on September 15, 2013, 16:50:38
En þarf likillinn ekki að passa í svissinn á þeim bíl?
Title: Re: Hvað gera bændur nú
Post by: -Siggi- on September 15, 2013, 20:01:10
Það ætti að vera nóg að setja hann inn í hringinn.