Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: doritos on August 18, 2011, 07:48:08

Title: Skipt um spindla - hvað er til ráða?
Post by: doritos on August 18, 2011, 07:48:08
Sælir nú.
Ég skipti um spindla hægra megin á Avensis 99 árgerð. Annað dekkið er beint en hitt vísar örlítið út. Þegar ég vil keyra beint þá þarf ég að stýra til vinstri. Hvað er til ráða? Hefði ég þurft að skipta báðu megin?

Hannes
Title: Re: Skipt um spindla - hvað er til ráða?
Post by: Ramcharger on August 18, 2011, 09:48:13
Það á ekki að geta breitt sér hjólabilið við þetta.
Losaðirðu stýrisendan (skrúfaðir í sundur) þegar þú varst að þessu?
Title: Re: Skipt um spindla - hvað er til ráða?
Post by: Ford Racing on August 18, 2011, 18:03:19
Barstu nýju spindilkúlurnar saman við þær gömlu áður en þær voru settar í? Og er hjólhallinn vitlaus eða er hann inn eða útskeifur?
Title: Re: Skipt um spindla - hvað er til ráða?
Post by: Ramcharger on August 19, 2011, 10:02:05
Jæja er eitthvað að skýrast í þessu hjá þér :idea:
Title: Re: Skipt um spindla - hvað er til ráða?
Post by: doritos on August 22, 2011, 21:12:13
Stýrisendarnir voru ekki losaðir. Keypti spindlana skv. bílnúmeri, hefði haldið að þeir væru eins og þeir sem fóru af bílnum, bar þá lauslega saman. Hægra dekkið er lítið eitt útskeift. Vinstra dekkið er beint. Er kannski nóg að láta hjólastilla?
Title: Re: Skipt um spindla - hvað er til ráða?
Post by: Ramcharger on August 23, 2011, 06:06:51
Ekki spurn :!:
Title: Re: Skipt um spindla - hvað er til ráða?
Post by: -Siggi- on August 26, 2011, 21:04:16
Ég hef séð spindilkúluna vitlaust setta í svona bíl.

Hún á að vera boltuð ofan á spyrnuna en það er víst hægt að festa sumar gerðir neðan á hana.
Title: Re: Skipt um spindla - hvað er til ráða?
Post by: Hr.Cummins on October 09, 2011, 18:01:15
spurning hvort að hann hafi líka verið settur í hjólastillingu með slitna kúlu...

keypti eitt sinn BMW 740i sem að var nýhjólastilltur, en fyrri eigandi benti mér á að það væru slæmar fóðringar í honum, þegar að ég var svo búinn að skipta um fóðringarnar var allt í rugli sem að við kom hjólastillingunni...