Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Frissi on April 25, 2010, 20:27:03

Title: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Frissi on April 25, 2010, 20:27:03
Við feðgarnir keyptum Mustanginn í Ágúst 2009, náðum við í hann til Akranes.
Ljóst var strax að töluverð vinna var að koma þessum bíl í gott ástand
Við fengum Edda K til að vera með okkur í að taka úr honum vél og skiptingu.
Þegar vélin, frambrettin og framsamstæðan voru farin burt þá kom ýmislegt í
ljós.


(http://farm5.static.flickr.com/4008/4551630790_6bcb65e730_b.jpg)

(http://farm5.static.flickr.com/4063/4550990579_4c83fa3f57_b.jpg)

(http://farm5.static.flickr.com/4023/4551622388_0ffcbbb350_b.jpg)

(http://farm5.static.flickr.com/4071/4550997019_14f77f55bb_b.jpg)

(http://farm5.static.flickr.com/4008/4551620880_57bc065f55_b.jpg)

(http://www.flickr.com/photos/49596130@N02/4551616538/sizes/l/)

(http://farm5.static.flickr.com/4042/4550978869_7210544828_b.jpg)

Þetta er skári frosttappinn, einn þeirra var plastklessa örugglega p40

(http://farm5.static.flickr.com/4008/4551616538_716fe06379_b.jpg)

Vélin var orðin töluvert slitin.


Framhlutinn var mikið ryðgaður, eins og sést.
Við ákváðum að það sem við gerðum við þennan bíl yrði gert eins vel og við
gætum.

(http://farm5.static.flickr.com/4006/4551638208_7c56e006c1_b.jpg)

(http://farm5.static.flickr.com/4068/4551010503_023824d0bc_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4052/4551641366_857a53c260_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4070/4551014309_704e048d10_b.jpg)
Við tókum allan hjólabúnaðinn undan.
Eddi reddaði okkur búkka undir bílinn þannig að hægt væri að ferðast með hann,
því næst tókum af honum allann tektil þannig að hægt væri að sandblása allan
frammendann, sandblásturinn var til að hægt væri að lagfæra stálið í
frammhlutanum. Að ná tektilinum var alveg stórmál og var bílskúrinn hjá okkur eins
og svínastía að verstu gerð.

(http://farm5.static.flickr.com/4005/4551018135_6d9ef78e4a_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4047/4551021537_26c082210b_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4012/4550987061_da37184f6b_b.jpg)

Megnið að hjólabúnaðinum fór í tunnuna nema gormarnir, bremsuskálarnar og balansstöngin
það var sandblásið, sprautað síðan með Epoxí grunn og hert
lakk yfir.

(http://farm4.static.flickr.com/3195/4551844704_e7d1e556e2_b.jpg)

Magnús í Keflavík skipti um megnið að
botninum í miðju bílsins og skottinu. Hann fjarlægði allt ryð frá hvalbaki.
Burðarbitar að aftan voru í mjög góðu lagi þar sem þeir voru galvaneseraðir frá
upphafi og þar af leiðandi ryðlausir.

(http://farm5.static.flickr.com/4009/4551761040_cb14c40465_b.jpg)

 Viðgerðin á frammhlutanum var gerð hjá Réttingaþjónustunni í
Kópavogi, skipt var um innri brettin, handsmíðaðir voru styrktar og þverbitar,
hurðarstammar voru smíðaðir nýjir,framrúðukarmurinn smíðaður að hluta,allt rið
var sem sagt tekið úr fremmri hlutanum. Eftir þessa viðgerð var Mustanginn
settur í réttingarbekk og fullvissað um að hann væri réttur.Þessi viðgerð hjá
þeim var sankölluð lista smíði.

(http://farm2.static.flickr.com/1423/4551257577_0ab3c30d98_b.jpg)

(http://farm4.static.flickr.com/3538/4551227731_b3ddcd7bd8_b.jpg)

(http://farm2.static.flickr.com/1151/4551856334_4f8ecc74fa_b.jpg)

(http://farm5.static.flickr.com/4050/4551040097_53c40503b3_b.jpg)
Ekki var stálið orðið gott
(http://farm5.static.flickr.com/4072/4551035113_92132e06f5_b.jpg)
Hér sérst Þverbitinn sem er listasmíði
(http://farm5.static.flickr.com/4068/4551044479_1141bed0ff_b.jpg)
Hér er verið að stilla hann til í réttingarbekk.
(http://farm5.static.flickr.com/4038/4551263631_368cd70851_b.jpg)


Því næst fór Mustanginn til Árna í Lakkskemmuni sem sprautaði allan framendan.
(http://farm4.static.flickr.com/3164/4551908946_5dcf423daa_b.jpg)

Síðan settum við hjólastellið, spyrnur og stýrisganginn undir bílinn. Við tókum
allan hjólabúnaðinn og skiptum um alla slitfleti,
spindla, stýrisenda, spyrnur, bremsudælur, bremsulagnir, bremsuborða og fleira.
Liturinn á bremsuskálnum hefur reyndar orðið nokkuð umræðuefni.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=post;board=3.0
(http://farm5.static.flickr.com/4037/4551722592_201aa0000f_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4069/4551734320_25b1f9b246_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4029/4551752658_dab9795cd4_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4001/4551742922_4eb2c21d58_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4001/4551098013_b53f78fb95_o.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4016/4551091211_60904be965_b.jpg)

Vélin sést hér skríða saman hjá honum Edda.
Það sem við gerðum í vélarmálunum var ýmislegt, við létum renna sveifarásinn,
útveguðum okkur aðra blokk sem við létum bora í 0,40 og settum kollháa þrykkta
stimpla frá Keith Black,nýtt millihedd, heitan knastás, nýjar pústflækjur,
nýjan tímagír, olíudælu, pönnu, bensíndælu, vatnsdælu, háspennukefli,sterkari
stimpilstangir og stangarlegubolta, fengum önnur lítið notuð hedd sem var
aðeins
búið að bora út. Nýjir afgas og sogventlar, ventlasæti voru fræst og
slípuð, nýjir roller rockerarmar, stífari ventlagormar, nýjir og sterkari
stöddar er halda rokkerörmum,einnig nýjar undirlyftur og undirlyftustangir.
Eddi K sá um samsetningu á vélinni, hann stóð sig mjög vel í því.
Skiptingin fór í alsherjar upptekt og öllum slit og dælubúnaði skipt út.
Vatnskassinn kom nýr ásamt niðurgíruðum startara og altanitor og framrúðan
(http://farm5.static.flickr.com/4017/4551131059_0cbdf2bfe4_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4024/4551055837_e0caf10cea_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4050/4551775122_f162f4ee5f_b.jpg)
(http://farm3.static.flickr.com/2796/4551175369_7c3208c581_b.jpg)

Við þurftum að smíða nýjan og oflugari skiptingarbita
(http://farm3.static.flickr.com/2151/4551168969_b23e6b026a_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4068/4551799936_0855246e20_b.jpg)

(http://farm3.static.flickr.com/2011/4551144143_3cddd6d623_b.jpg)

(http://farm5.static.flickr.com/4038/4551149887_ee9bd867dc_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4060/4551155765_9239996f58_b.jpg)
Hér er gamli startarinn, fengum nýjan niðurgíraðan.
(http://farm2.static.flickr.com/1200/4551916876_c43b4d00a1_b.jpg)

Svo lýtur þetta svona út núna
(http://farm3.static.flickr.com/2656/4551238819_5a48bb8554_b.jpg)
(http://farm4.static.flickr.com/3612/4551871864_72a92b2f9f_b.jpg)

Erum núna að bíða eftir kveikjunni, hosum og innréttinguni
frá USA, ekki er eldgosið að hjálpa til.
Mustanginn verður vonandi kominn á götuna um mitt sumar.
Eina sem okkur vantar eru hliðargluggar og -listar og breið 14” dekk.

Fleiri myndir á http://www.flickr.com/photos/49596130@N02/
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: íbbiM on April 25, 2010, 21:01:09
flottur bíll og glæsilegt hjá ykkur,

en sorglegt að sjá hversu illa hann var farinn.. ég man ekki betur en að þessi bíll hafi verið "nýlega uppgerður"
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Belair on April 25, 2010, 21:05:36
(http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/420.gif)
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Frissi on April 25, 2010, 21:07:08
Fyrri eigandinn sprautaði hann. Það var vel gert en samt frekar skrýtið að hann skuli ekki byrja á því að taka ryðið úr honum og skipta um vélina sem var algjört hræ. En núna er hann orðin eins og nýr, enda tók það sinn tíma og mikla vinnu.
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: SnorriRaudi on April 25, 2010, 21:08:46
Virkilega laglegt, snyrtilega smíðað hjá réttingaverkstæðinu
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: R 69 on April 25, 2010, 22:02:40
Stórglæsilegt   =D>
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Ztebbsterinn on April 25, 2010, 22:49:08
Glæsó  :)
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: ltd70 on April 25, 2010, 23:10:50
Til hamingju með fallegan grip :) Og frábært að sjá sona vönduð vinnubrögð í kreppunni  =D>
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: 1965 Chevy II on April 25, 2010, 23:13:50
Glæsileg uppgerð,en eru þetta ekki flat top/valve relief stimplar? Þeir líta ekki út fyrir að vera kollháir.
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Sterling#15 on April 25, 2010, 23:29:15
Frábært að sjá hvernig bíllinn er tekinn í gegn og verður sómi af þessum Mustang þegar hann kemur á götuna og við bjóðum ykkur velkomna í Mustangklúbbinn.
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Frissi on April 25, 2010, 23:50:06
Glæsileg uppgerð,en eru þetta ekki flat top/valve relief stimplar? Þeir líta ekki út fyrir að vera kollháir.

Jú, þetta eru flat top þrykktir Keith Black stimplar. Ruglaðist einhvað þegar ég var að semja þetta.
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: stebbsi on April 25, 2010, 23:53:29
Glæsilegt hjá ykkur bara vel gert  8-) Ég stefni í svipaðan pakka með minn en þarf þó sennilega ekki að leggja alveg eins mikkla vinnu í það :lol:
En ég hefði hiklaust sett diskabremsur að framan fyrst þið vorðu að taka hann svona vel í gegn í þeim málum..
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: SPRSNK on April 26, 2010, 00:15:35
Alveg glerfínn!
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Sigtryggur on April 26, 2010, 00:17:57
Þetta er að verða alveg glerfínt og gaman að hafa átt smá þátt í þessu !
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: ADLER on April 26, 2010, 00:25:57
Þetta er að verða alveg glerfínt og gaman að hafa átt smá þátt í þessu !

Flott vinna hjá þér á þessum  =D>
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Brynjar Nova on April 26, 2010, 00:31:18
Hrikalega flott  :shock:
til lukku með þetta  8-)
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Ramcharger on April 26, 2010, 06:47:55
Glæsileg vinnubrögð =D>
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Nonni on April 26, 2010, 08:38:26
Glæsilegt  =D>
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: emm1966 on April 26, 2010, 08:58:47
Flott vinnubrögð!  =D>
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: ADLER on April 26, 2010, 09:55:08
Fyrri eigandinn sprautaði hann. Það var vel gert en samt frekar skrýtið að hann skuli ekki byrja á því að taka ryðið úr honum og skipta um vélina sem var algjört hræ. En núna er hann orðin eins og nýr, enda tók það sinn tíma og mikla vinnu.


Er það ekki Gummari ?
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Frissi on April 26, 2010, 12:15:09
Fyrri eigandinn sprautaði hann. Það var vel gert en samt frekar skrýtið að hann skuli ekki byrja á því að taka ryðið úr honum og skipta um vélina sem var algjört hræ. En núna er hann orðin eins og nýr, enda tók það sinn tíma og mikla vinnu.


Er það ekki Gummari ?

Já, hann kom honum á götuna um 2007
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: 348ci SS on April 26, 2010, 12:41:21
vá þetta er magnaður bíll!  8-) 8-)
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Moli on April 26, 2010, 18:36:21
Fyrri eigandinn sprautaði hann. Það var vel gert en samt frekar skrýtið að hann skuli ekki byrja á því að taka ryðið úr honum og skipta um vélina sem var algjört hræ. En núna er hann orðin eins og nýr, enda tók það sinn tíma og mikla vinnu.


Er það ekki Gummari ?

Já, hann kom honum á götuna um 2007

Það var reyndar vorið 2008. Bíllinn var tilbúinn í vikunni sem Burnout sýningin var í Kórnum 2008. En var einhverntíman talað um að Gummari hafi "gert hann upp?" Uppgerð á bíl er misjöfn í hugum manna, það sem einir kalla að almála bíl og betrumbæta aðeins, kalla aðrir uppgerð frá a-ö.

Engu að síður mjög flott og vel að verki staðið, einmitt það sem þessi bíll þurfti!  8-)
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Frissi on April 27, 2010, 11:56:54
Þakka góð ummæli um Mustanginn.
Svo það sé á hreinu þá keyptum við bílinn ekki af honum Gummara.
Þegar við keyptum bílinn á Akranesi þá höfðum við samband við Gummara og það
stóðst allt sem hann sagði um bílinn.
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Daði S Sólmundarson on April 27, 2010, 21:32:30
Gott að sjá að þessi er í góðum höndum,hann var lengi i Hveragerði í gamla daga vínrauður (eins og reyndar sést á sumum myndunum) með svartan výniltopp.

kv Daði.
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: kjh on May 07, 2010, 20:39:05
Glæsilegur!

Verður gaman að sjá þennan á götunni.
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Gummari on December 05, 2010, 01:21:44
hvað er að frétta af þessum ???
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Frissi on December 05, 2010, 23:43:09
Staðan á Mustangnum er þokkaleg,vélarúmið er orðið klárt og gangsetningin gekk
vel,urðum reyndar að fá okkur nýjan Holley 650cc blöndung og eftir það var gangurinn góður, þar með getum við sagt með réttu að nú er eru allir hlutir nýjir eða nýuppteknir í vélarúminu.
Núna erum við að verða búnir að koma innréttingunni saman, en við
fengum hana nánast alla nýja frá USA ásamt mælaborðinu. Annað í henni lagfærði
Árni í Lakksmiðjunni fyrir okkur og gerði eins og nýtt.
Við erum búnir að endurnýja allt rafmagn í bílnum og koma fyrir í honum
þokkalegum hljómflutningsgræjum,allt miðstöðvarkerfið tókum við úr honum og
tókum það í gegn.Allur botn Mustangsins að innan var klæddur með hljóðeinangrandi suðumottum.Öll brakket og allar festingar í framsamstæðu voru tekin burt sandblásin og sprautuð.Nokkra krómlista gátum við ekki fengið nýja frá USA og urðum við að leggja töluverða vinnu í að lagfæra þá til að hægt væri að endurkróma þá.Steini í Svissinum hjálpaði okkur að gera þá nánast eins og nýja, síðan voru þeir endurkrómaðir hjá Stálsmiðju Proppé í Kópavogi.
Okkur hefur ekki ennþá tekist að finna breið 14" dekk og verðum við því núna að fara að leita af 15" felgum og dekkjum.
Mustanginn mun fara á götuna í sumar.
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: ltd70 on December 06, 2010, 11:45:08
Þetta hljómar vel. Það væri svaka gaman að sjá níjar myndir ??  8-)
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Frissi on December 08, 2010, 20:14:50
Þetta hljómar vel. Það væri svaka gaman að sjá níjar myndir ??  8-)
Komum með nýjar myndir á nýju ári
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Gísli Camaro on December 10, 2010, 02:31:57
Flottur bíll og flott vinnubrögð.
svona góðir hlutir taka tíma og ekkert vera drífa ykkur. frekar taka tíma í hlutina og gera þá almennilega.
Title: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Frissi on March 27, 2011, 17:34:14
Nú er Mustanginn smá saman að verða klár. Krómlistar og nýir þéttikantar komnir á. Klæddum síðan botninn með hljóðeinangrandi suðumottum, eftir að hafa grunnað og málað er búið var að riðbæta. Settum svo teppið ofaná. Miðstöðvarkerfið komið á sinn stað. Gömlu hurðaspjöldin endurnýjuð og önnur fengin frá USA. Gerðum smá breytingar á þeim og settum Mustangs-stafi í spjöldin, eftir að hafa sagað ný úr sérstökum birkiviði. Miðjustokkur í innréttingu er nýr ásamt kassettutæki en við höldum samt áfram gamla stílnum. Mælaborðið nýtt ásamt hvalbak. Nýtt stýri frá USA. Við fengum notaðar hliðarrúður sem voru ekki alveg nógu góðar, okkur fannst of mikið um fínar rispur. En við náðum að pússa þær ágætlega upp. Tókum í gegn rúðusleða og rúðuhaldara. Krómlistar meðfram sætum eru nýir. Allur stýrisgangur er nýr. Við fengum nýjan rúðupisskút með innbyggðri dælu. Allir boltar í fremrihluta Mustangsins eru nýir. Ryð tekið úr ljósafestingum, síðan sandblásið og málað. Öll brakket og allar festingar í framsamstæðu voru teknar burt til að sandblása og sprauta. Við eyddum miklum tíma í að pússa og sprauta rúðuþurrkuarmana. Fengum nýtt fram-grill. Húddlamir pússaðar upp og sprautaðar. Þá var sett frambretti og húdd á og öll framsamstæða næstum orðin klár. Rafmagn nánast allt endurnýjað. Bensíntankur tekin úr til hreinsunnar, glerblásinn og síðan sprautaður. Bæði hásing og fjaðrir voru pússaðar, grunnaðar og sprautaðar með hertu lakki.



(http://farm6.static.flickr.com/5297/5559776318_b1ba2275c7_b.jpg)
Þessa lista gátum við ekki fengið nýja frá USA. Við leituðum víða. Það varð því að leggja töluverða vinnu í að fá þá góða.

(http://farm6.static.flickr.com/5107/5559776566_7de9492058_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5308/5559778078_0d9b22e87e_b.jpg)
Allar dældir og rispur teknar úr. Síðan var krómið tekið af hjá fyrirtæki sem heitir Álverið

(http://farm6.static.flickr.com/5299/5559202141_f02740e62e_b.jpg)
Síðan var listinn krómaður.

(http://farm6.static.flickr.com/5172/5559780930_207b3cdcd4_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5093/5559207569_4d3349fe0d_b.jpg)
Klæddum síðan botninn með hljóðeinangrandi suðumottum, eftir að hafa grunnað og málað með hljóðeinangrandi málningarefni, er búið var að riðbæta

(http://farm6.static.flickr.com/5189/5559775640_9537aa8a2f_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5300/5559198433_3247766f2c_b.jpg)
Miðstöðvarkerfið tekið í sundur og gert upp. Mótor og canal.

(http://farm6.static.flickr.com/5102/5559198719_8dce050065_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5096/5559906358_c1d9dab587_b.jpg)
Eyddum miklum tíma í að finna réttar hosur og framleiddar í USA.

(http://farm6.static.flickr.com/5187/5559215041_718a9c9455_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5052/5559793560_e185b50947_b.jpg)
Mustanginn á leiðinni í gangsetningu til Edda.

(http://farm6.static.flickr.com/5061/5559220045_d3e84f212d_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5020/5559221911_fe60e6ab6c_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5180/5559223965_f172158683_b.jpg)
Gangsetning.

(http://farm6.static.flickr.com/5134/5559225947_b0f48f3e25_b.jpg)
Allur stýrisgangur nýr frá USA.

(http://farm6.static.flickr.com/5029/5559227887_0b51040b24_b.jpg)
Allur bílinn klæddur með hljóðeinangrandi suðumottum, eftir riðbætingu.

(http://farm6.static.flickr.com/5100/5559806640_69821b7cbc_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5100/5559810340_777e114a1d_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5095/5559813176_06beddb86f_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5302/5559814442_dc0513a4a4_b.jpg)
Gengið var frá hátölurum. Boltuðum þá vel við stálið.

(http://farm6.static.flickr.com/5261/5559238477_0ede00fd1e_b.jpg)
Hluti af innrétting sprautuð hjá Árna í Lakkskemmunni, annað nýtt

(http://farm6.static.flickr.com/5253/5559239823_0eec93d640_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5053/5559241523_896b41e7a6_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5309/5559243275_4d5de33b30_b.jpg)
Miðjustokkur og kasettutæki nýtt frá USA.

(http://farm6.static.flickr.com/5305/5559822354_e588f5b62e_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5302/5559246051_8895fb3563_b.jpg)
Allt mælaborðið nýtt, stýrið og flesst annað nýtt eða ný sprautað með sérblandaðum innréttinga málingu

(http://farm6.static.flickr.com/5023/5559825696_c78833a35d_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5293/5559249113_c78aa14aae_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5103/5559895636_e5acbde6b0_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5307/5559827362_b72bdbe7eb_b.jpg)
Mössuðum hliðarrúðurnar vel og vandlega.

(http://farm6.static.flickr.com/5025/5559830480_bc0cd175c6_b.jpg)
Allir boltar í framhluta nýjir. Poleruðum hluta af þeim.

(http://farm6.static.flickr.com/5253/5559256871_01b00d8b65_b.jpg)
Ryð tekið úr ljósabrakketum, sandblásið og málað.

(http://farm6.static.flickr.com/5062/5559258089_6d5e934f26_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5067/5559837300_8dae61c3a2_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5181/5559838726_556377df0c_b.jpg)
Bensíntankur tekin úr, hreinsaður og glerblásinn. Síðan sprautaður. Hásing og fjaðrir einnig pússaðar og sprautaðar.

(http://farm6.static.flickr.com/5106/5559840144_058f1af967_b.jpg)
Tókum armanna í gegn.

(http://farm6.static.flickr.com/5304/5559264059_826a5f673f_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5186/5559267377_c3f2a4aa3c_b.jpg)
Lét mikinn metnað í það að gera rafmagnið mjög snyrtilegt.

(http://farm6.static.flickr.com/5305/5559268963_c1924d9ecf_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5148/5559848186_524979866c_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5222/5559272719_6b6eb035c7_b.jpg)
Rúðupisskútur með innbyggðri dælu, fengum hann nýjan.

(http://farm6.static.flickr.com/5067/5559274141_ee58a2c657_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5148/5559853716_e2afe719b3_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5059/5559277499_693d4525d5_b.jpg)
Festingarnar á spoilerinum krómaðar.

(http://farm6.static.flickr.com/5014/5559856080_d9b27a31f2_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5065/5559857870_56e664a545_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5103/5559282309_95b6aaa74b_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5189/5559861118_f947c1538d_b.jpg)
Plöst undir frambretti einnig frá USA, þau gömlu voru brotin.

(http://farm6.static.flickr.com/5054/5559862104_0c38228381_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5137/5559284699_d0f19f2d67_b.jpg)
Teiknaði geymafestinguna upp í 3-D forriti sem heitir Inventor.

(http://farm6.static.flickr.com/5066/5559287667_9b54dc4eec_b.jpg)
Rafgeymafesting úr ryðfrýju stáli var háþrýstivatnsskorin í Tækniskurði.

(http://farm6.static.flickr.com/5108/5559866610_18a4fdbcf6_b.jpg)
Hurðaspjöldin ný ásamt ýmsum varahlutum frá USA.

(http://farm6.static.flickr.com/5030/5559289087_824b2b0bfb_b.jpg)
Tölvuteikning af hurðaspjöldunum og geymafestingunni sem ég teiknaði í Auto-Cad.

(http://farm6.static.flickr.com/5182/5559291307_fd0f8141e8_b.jpg)
Létum síðan háþrýstivatnsskera Mustangsstafi úr ryðfrýju stáli sem var skorið í sérvaldan birkikrossvið, Komum þessu fyrir í nýju hurðarspöldunum.

(http://farm6.static.flickr.com/5063/5559871138_6afd34b515_b.jpg)
Mikill vinna fór í að gera þetta flott.

(http://farm6.static.flickr.com/5260/5559873450_62a6e7e5cd_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5292/5559297895_967bdd4a8b_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5144/5559878204_36c4163c7b_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5066/5559879882_3644f2759c_b.jpg)
Svo small þetta allt saman í lokinn.

(http://farm6.static.flickr.com/5016/5559881344_9ecfa049b7_b.jpg)
Nýja grillið mátað.

(http://farm6.static.flickr.com/5187/5559306679_cbf757cf98_b.jpg)
Hurðalistinn að koma á, allir gúmmíþéttikantar nýjir.

(http://farm6.static.flickr.com/5102/5559308593_7a536848f2_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5021/5559887488_8f995eef88_b.jpg)
Brettinn tekinn í gegn hjá Árna í Lakkskemmuni.

(http://farm6.static.flickr.com/5059/5559889504_97295b6207_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5296/5559891278_8fabdb02b2_b.jpg)

(http://farm6.static.flickr.com/5181/5559316057_67a24e1ab8_b.jpg)
Húddið komið á. Lamir nýsprautaðar og lagfærðar.

(http://farm6.static.flickr.com/5109/5559787262_3a3cdc3fde_b.jpg)
Létum Réttingarþjónustu Ara og Frissa í Kópavogi stilla saman framsamsstæðu.


Hér er svo myndband sem við tókum

Ford Mustang 1972 - Restored in Iceland (http://www.youtube.com/watch?v=hNtQ5ZP06VA#ws)


Áætlun okkar um að Mustanginn fari á götuna í sumar virðist ætla að ganga upp. Það sem við eigum núna eftir að gera er að ganga endanlega frá pústi, fínstilla vél, skiptingu og ýmsum smá hlutum. Það sem okkur vantar í dag eru breiðar 15" felgur og dekk. Einnig vantar okkur rúðuþurrkuarmanna.
Þetta verkefni, að gera upp þennan Mustang, hefði verið mjög erfitt ef við hefðum ekki notið aðstoðar þessa frábærru fagmanna sem komu að verkinu. Allir sem einn eiga þeir þakkir skilið.
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: palmisæ on March 27, 2011, 20:06:36
Þetta er rosalegt hjá ykkur :) gangi ykkur vel með restina
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: bæzi on March 27, 2011, 20:59:13
Glæsileg upptekt...   =D>

Verðu gaman að sjá hann á ferðini

kv Bæzi
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: 1965 Chevy II on March 27, 2011, 21:08:56
Hann er stórglæsilegur hjá ykkur, þvílíkt flott vinnubrögð.

Til hamingju með þetta.
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Jón Bjarni on March 27, 2011, 21:54:24
Bara í lagi gert friðvin... hlakkar til að kíkja á rúntinn á þessum  8-)
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: sigurjon h on March 28, 2011, 01:13:23
það er greinilega mikill áhugi  sem hefur rekið ykkur áfram i að gera þetta svona vél .og ekki skemmir ef það kæmi sumar herna svo hækt væri að njóta þessu undur fagra mustangs til hamingju með mjög vandað og flott verkefni og ekki skemmir að hafa svona góða fagmenn með i svona stórframkvæmdum og metnaðurinn er greinilega í hámarki ....hlakkar bara til að sjá bilinn á götunni fyrr en síðar
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Nonni on March 28, 2011, 09:52:13
Þetta er ein alflottasta uppgerð sem ég hef séð!  =D> vonandi sér maður hann á ferðinni í sumar  8-)
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Belair on March 28, 2011, 13:20:59
 :smt023
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: motors on March 28, 2011, 15:21:02
 8-)Þetta er gríðarlega flott uppgerð hjá ykkur, mikil vinna greinilega í þessu,til hamingju. =D>
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: ltd70 on March 28, 2011, 21:41:18
Til hamingu virkilega flott og vel gert  =D>
Kv Einar
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Frissi on March 28, 2011, 21:58:00
Þökkum fyrir góð ummæli.
Okkur hlakkar mikið til sumarsins.
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: eddigr on June 23, 2011, 19:56:47
Þetta er náttúrulega bara glæsilegt!  :smt023 sjáumst svo í næsta "vinkonu" hitting
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: AlexanderH on June 24, 2011, 19:33:04
Þetta er gríðarlega flott, alveg geeeeðveikt! Svona á að gera þetta, til mikillar fyrirmyndar!
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Frissi on April 17, 2012, 19:02:04
Nú eru endurbætur okkar feðgana á Mustangnum nánast lokið, við höfum verið að dunda okkur við ýmislegt undanfarna mánuði. Fengum nýjann fram og aftur stuðara frá USA og settum þá undir, fengum einnig annað króm nýtt í framhluta bílsins. Árni í Lakkskemmunni sprautaði fyrir okkur húddið, settum síðan hitamottur að innanverðu. Vorum einnig að ganga endanlega frá innréttingunni. Allt pústkerfið kom nýtt frá Einari undir Mustanginn, Streight flow kútar, flækjur og tveggja og hálfs tommu rör. Dekkin komu ný frá USA ásamt nýjum Cragar S/S 15x7 & 15x10 felgum, stærðin á dekkjunum er 295 x 50 x R15 að aftan og 235 x 60 x R15 að framan.
Einnig gerðum við margt annað.
Þessar endurbætur hefðu orðið erfiðar ef við hefðum ekki notið aðstoðar þessara frábæru fagmanna er komu að þessu með okkur.
Ekki má síðan gleyma hversu gaman var að lesa góð ummæli ykkar um Mustanginn hér á síðunni, það var uppbyggjandi fyrir okkur. Takk fyrir.

Mustang Grande 1972 Rebuild (http://www.youtube.com/watch?v=HxDOjNeM1Ag#ws)


(http://farm8.staticflickr.com/7223/6939437246_574d2e9c1b_b.jpg)

(http://farm8.staticflickr.com/7268/6939424148_d10620dff6_b.jpg)

(http://farm8.staticflickr.com/7119/6939429124_947f0b0cf7_b.jpg)

(http://farm8.staticflickr.com/7267/6939435142_c67ef735b1_b.jpg)

(http://farm6.staticflickr.com/5038/7085514535_a034ab98fa_b.jpg)

(http://farm8.staticflickr.com/7226/6939422836_2791103dc4_b.jpg)

(http://farm8.staticflickr.com/7278/6939421478_f4bf401855_b.jpg)

(http://farm6.staticflickr.com/5441/6939415458_388f449766_b.jpg)

(http://farm8.staticflickr.com/7202/7085493605_076996fb7a_b.jpg)

(http://farm8.staticflickr.com/7134/7085488201_8fb343d2fb_b.jpg)

(http://farm6.staticflickr.com/5332/7085495091_36d07e803d_b.jpg)
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Halli B on April 17, 2012, 19:08:29
Geggjað...... en hvar eru sílsapústin?!?!?!  [-(
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: 348ci SS on April 17, 2012, 19:19:57
frábært hjá ykkur !!  :D mjög flottur Mustang eins og nýr !
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Moli on April 17, 2012, 19:57:57
Glæsilegur!!  =D>
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Skúri on April 18, 2012, 14:58:42
Glæsilegur hjá ykkur  =P~ , ég hef nú aldrei verið mjög hrifinn af Mustang með skotti en þetta er alflottasti skott Mustang sem ég hef séð mjög lengi  =D>

En hvað gerðu þið við felgurnar sem voru undir honum ? Mér hefur alltaf fundist þær felgur verið hrikalega flottur, eiginlega á pari við þessar sem þið keyptuð undir hann  :wink:
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: ltd70 on April 18, 2012, 18:44:21
Þetta er virkilega flott útkoma hjá ykkur.  =D>
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Ramcharger on April 19, 2012, 10:14:10
Hrikalega flottur :shock:
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: SPRSNK on April 19, 2012, 11:17:16
Glæsilegur!
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Kristján Skjóldal on April 19, 2012, 12:38:47
bara flottur :shock: =D> ykkur hefur tekist það ómögulega að gera ljótan bíl flottann :mrgreen:
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Ford Racing on April 19, 2012, 20:18:05
Unun, hrikalega glæsilegt!
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Yellow on April 19, 2012, 23:27:50
Flottur  8-)
Title: Re: Uppgerð á Mustang 1972
Post by: Frissi on April 19, 2012, 23:32:03
Við þökkum fyrir góð ummæli um Mustanginn. Varðandi sílsapústin og gömlu felgurnar þá höfum við ákveðið að eiga þau áfram. Þess má geta að Mustanginn verður á árlegri Mustangssýningu í Brimborg á laugardaginn.

Takk fyrir.